Innlent

Guð­mundur Ís­lands­meistari í þriðja sinn

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Kjartansson Íslandsmeistari.
Guðmundur Kjartansson Íslandsmeistari. Skáksamband Íslands

Guðmundur Kjartansson varð í gær Íslandsmeistari í skák í þriðja sinn þegar mótinu lauk í Álftanesskóla.

Í tilkynningu frá Skáksambandinu segir að spennan hafið verið mikil fyrir lokaumferðina en Guðmundur og Helgi Áss Grétarsson hafi verið jafnir og efstir með sex vinninga og mættu Hjörvari Steini Grétarssyni og Braga Þorfinnssyni sem höfðu báðir fimm vinninga.

„Bragi vann Helga Áss og tímabili virtist sem Hjörvar Steinn væri að vinna Guðmund. Hefðu þeir þá orðir fjórir efstir og þá teflt til þrautar í hraðskák. Hjörvar fann ekki bestu leiðina í tímahraki og Guðmundi tókst að halda jafntefli.

Guðmundur hlaut 6,5 vinning. Bragi og Helgi urðu í 2.-3. sæti með 6 vinninga og Hjörvar Steinn fjórði með 5,5 vinning.

Helgi Áss fylgist með skák Hjörvars Steins og Guðmundar.Skáksamband Íslands

Þriðji titilinn Guðmundar sem einnig hampaði titlinum 2014 og 2017.

Pétur Pálmi Harðarson og Alexander Oliver Mai áttu gott mót í áskorendaflokki og tryggðu sér keppnisrétt í landsliðsflokki að ári.

Mótið átti upphaflega að fara fram í mars-apríl en var frestað vegna Covid. Vegna óvissu núna í kringum síðari bylgjuna var ekki ljóst um mótið fyrr en þremur dögum áður en það átti að hefjast,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×