Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 23:30 Mustapha Adib (t.v.) er sendiherra Líbanon í Þýskalandi. Hann er talinn líklegur til þess að taka við Hassan Diab (t.h.) sem sleit ríkisstjórninni fyrr í mánuðinum. EPA/AP Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon eftir stuðningsyfirlýsingu fjögurra fyrrum forsætisráðherra landsins. Honum yrði þá ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. Frá þessu er greint á vef Reuters. Michel Anoun mun hitta leiðtoga fylkinganna á líbanska þinginu í fyrramálið til þess að ræða tilnefningu næsta forsætisráðherra. Hann þarf því að tilnefna þann sem hefur mesta stuðninginn á meðal þingmanna en áður hafði verið talið að samningaviðræður gætu dregist á langinn. Líkt og áður sagði yrði Adib ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er, enda ljóst að krefjandi verkefni bíða. Efnahagsmálin hafa verið í miklu ólagi og sprengingin sem varð í byrjun mánaðar gerði illt ástand aðeins verra. Þá hafa mikil mótmæli staðið yfir í Líbanon frá því í október í fyrra en þau hafa aukist í kjölfar sprengingarinnar, sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, sleit ríkisstjórninni og sagði af sér embætti í kjölfar sprengingarinnar. Þrír ráðherrar höfðu einnig sagt af sér en Diab sagðist ætla að berjast með fólkinu fyrir breytingum á stjórnarfari landsins. Spilling í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Diab tók við embætti forsætisráðherra af Saad Hariri í desember á síðasta ári. Hann var prófessor áður en hann tók starfið að sér en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla í landinu. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans var studd af Hezbollah samtökunum. Stuðningsyfirlýsing forsætisráðherrana er sögð gríðarlega mikilvæg og gefur til kynna mikinn stuðning súnní-múslima á þinginu, en skipting stjórnkerfisins þar í landi gerir ráð fyrir því að forsætisráðherran sé alltaf súnní-múslimi. Forsetinn skal alltaf vera kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon eftir stuðningsyfirlýsingu fjögurra fyrrum forsætisráðherra landsins. Honum yrði þá ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. Frá þessu er greint á vef Reuters. Michel Anoun mun hitta leiðtoga fylkinganna á líbanska þinginu í fyrramálið til þess að ræða tilnefningu næsta forsætisráðherra. Hann þarf því að tilnefna þann sem hefur mesta stuðninginn á meðal þingmanna en áður hafði verið talið að samningaviðræður gætu dregist á langinn. Líkt og áður sagði yrði Adib ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er, enda ljóst að krefjandi verkefni bíða. Efnahagsmálin hafa verið í miklu ólagi og sprengingin sem varð í byrjun mánaðar gerði illt ástand aðeins verra. Þá hafa mikil mótmæli staðið yfir í Líbanon frá því í október í fyrra en þau hafa aukist í kjölfar sprengingarinnar, sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, sleit ríkisstjórninni og sagði af sér embætti í kjölfar sprengingarinnar. Þrír ráðherrar höfðu einnig sagt af sér en Diab sagðist ætla að berjast með fólkinu fyrir breytingum á stjórnarfari landsins. Spilling í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Diab tók við embætti forsætisráðherra af Saad Hariri í desember á síðasta ári. Hann var prófessor áður en hann tók starfið að sér en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla í landinu. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans var studd af Hezbollah samtökunum. Stuðningsyfirlýsing forsætisráðherrana er sögð gríðarlega mikilvæg og gefur til kynna mikinn stuðning súnní-múslima á þinginu, en skipting stjórnkerfisins þar í landi gerir ráð fyrir því að forsætisráðherran sé alltaf súnní-múslimi. Forsetinn skal alltaf vera kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15
Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51
Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47