Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. ágúst 2020 23:22 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Bjarni Einarsson Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. Hann segir ótækt að halda því fram að dánarlíkur þeirra sem fá Covid-19 hér á landi séu 1/500, líkt og Jón Ívar gerir í grein sinni, sem fjallað er um hér að neðan. „Eina talan sem er slengt fram er 1/500. Þessi tala er fengin út frá íslenskum gögnum, sem er alls ekkert viðeigandi í ljósi þess að við erum búin að vera með tiltölulega fá tilfelli, og enn færri dauðsföll. Í tölfræði þá er bara ekki hægt að alhæfa út frá takmörkuðum gögnum. Ef við hefðum verið með risastóran faraldur, með tugi þúsunda tilfella, þá hefði það verið áreiðanlegt,“ segir Jón Magnús í samtali við Vísi. Hann hafði áður birt stuttan pistil á Facebook-hópnum Vísindi í íslenskum fjölmiðlum þar sem hann setti fram gagnrýni á innihald greinar Jóns Ívars. „Þegar maður er með svona stóran sjúkdóm, sem getur smitað tugi þúsunda [hér á landi] áætlar maður ekki líkur á dauða út frá litlum, takmörkuðum faraldri á Íslandi. Það er ekki hægt, það er bara ekki hægt. Að segja að það sé sirka 1/500 á því að deyja af völdum Covid-19 á Íslandi, það er bara ekki rétt.“ Jón Ívar er prófessor við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook Þá segir Jón Magnús að samanburður á dánarlíkum þeirra sem greinast með Covid-19 hér á landi við líkurnar á því að deyja í bílslysi eða úr hjarta- og æðasjúkdómi sé settur fram í þeim tilgangi að láta faraldurinn líta út fyrir að vera minna vandamál en hann er í raun. „Þetta er, akkúrat núna, eitt stærsta vandamál sem við höfum glímt við lengi í heimi smitsjúkdóma og í læknisfræðinni almennt. Það er einhvern veginn bara ekki viðeigandi að setja þetta fram á þennan hátt, því ef maður les þetta án þess að hafa þá vitneskju sem þarf í faraldursfræði og tölfræði þá hljómar þetta eins og þetta sé ekkert svo hættulegt og við getum bara komið samfélaginu aftur af stað. Það gengur bara ekki upp og passar ekki miðað við raunveruleikann.“ Jón Magnús segir að ef dregið verði úr samfélagslegum takmörkunum sem hafa verið í gildi að undanförnu muni útbreiðsla kórónuveirunnar í samfélaginu aukast gríðarlega. Þar með verði sú vernd áhættuhópa sem lagt hefur verið upp með frá upphafi faraldursins hér á landi fyrir bí. Ávinningur af „flatri kúrfu“ mikill Jón Magnús segir þá að margir kostir fylgi því að halda útbreiðslu faraldursins í skefjum. Þannig sé hægt að „fletja kúrfuna“ og hægja á útbreiðslu faraldursins með það fyrir augum að létta álagi af heilbrigðiskerfi landsins. Hann segir að þegar fáir leggist inn á spítala með Covid-19 á hverjum tíma sé hægt að fylgja sjúklingum betur eftir og fylgjast nánar með þeim. Sviðsmyndin væri önnur ef tugir tækju að leggjast inn á sama tíma. „Ef 20 myndu leggjast inn á sama tíma þá erum við ekki að tala um sama hlut, sömu þjónustuna. Lykilatriðið er að við getum brugðist miklu betur við þegar þetta er hægt og rólega, eitt og eitt tilfelli. Þegar þetta fer aftur á sama stað og í vor, þá er það bara ekki sama staðan,“ segir Jón Magnús. Samkvæmt upplýsingum á vef Almannavarna og Landlæknis, covid.is, eru nú 111 manns í einangrum með Covid-19 hér á landi. Þar af eru 76 sem greindust innanlands. Hin smitin hafa greinst við landamæraskimun. Enginn liggur inni á spítala þegar þetta er skrifað. Mikilvægt að horfa heildrænt á stöðuna Þá segir Jón Magnús að ekkert bendi til þess að veiran sé tekin að veiklast, líkt og rætt hefur verið um að undanförnu sökum færri spítalainnlagna nú en í „fyrstu bylgju“ faraldursins í vor. „Þetta er einfaldlega það að við erum að greina fleiri, það eru að greinast fleiri tilfelli í ungum einstaklingum og við erum að ná betur að vernda viðkvæma hópa. Það er aðalástæðan fyrir því að við erum ekki að sjá dauðsföll núna,“ segir Jón Magnús og bætir við að samfélagið og heilbrigðiskerfið sé betur undirbúið fyrir faraldurinn nú heldur en þegar hann skall á snemma á þessu ári. Jón Magnús segist alls ekki telja að allt í grein Jóns Ívars sé rangt en segir þó mikilvægt að horft sé heildrænt á stöðu faraldursins hér á landi og á heimsvísu. „Lykilatriðið er að það eru engar forsendur fyrir því að segja „einn á móti fimm hundruð“ og það er ekkert gagn unnið með því að bera þetta saman við hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta er skæð veira og við verðum að bregðast við henni og horfa heildrænt á þetta.“ Merkir minnkandi móð hjá mörgum Þá segist Jón Magnús hafa tekið eftir því að hluti samfélagsins hafi slakað á sóttvörnum og leiði hugann síður að veirunni og áhrifum hennar. „Mér finnst meiri öfgar í þessu. Ég sé marga sem eru áfram áhyggjufullir og áfram skynsamir og berjast fyrir því að halda útbreiðslunni í lágmarki. Svo eru margir farnir að missa áhugann á þessu og farnir að verða kærulausir. Auðvitað er fólk þreytt á þessu, ég held að allir séu þreyttir á þessu. En lykilatriðið er að við höfum ekki efni á að gefast upp á þessu. Þetta er frétt númer eitt, tvö og þrjú í heilbrigðisvísindum í dag.“ Jón Magnús segir þannig að samfélagið megi ekki missa sjónar af því sem gera þurfi til þess að lágmarka útbreiðslu veirunnar. „Það verður að vera meiri samstaða, sem líkist því sem var áður. Það eru áfram einstaklingar sem vinna mjög hart að því að vernda sig og aðra, en við verðum að vera fleiri á þeirri stefnu,“ segir Jón Magnús að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. Hann segir ótækt að halda því fram að dánarlíkur þeirra sem fá Covid-19 hér á landi séu 1/500, líkt og Jón Ívar gerir í grein sinni, sem fjallað er um hér að neðan. „Eina talan sem er slengt fram er 1/500. Þessi tala er fengin út frá íslenskum gögnum, sem er alls ekkert viðeigandi í ljósi þess að við erum búin að vera með tiltölulega fá tilfelli, og enn færri dauðsföll. Í tölfræði þá er bara ekki hægt að alhæfa út frá takmörkuðum gögnum. Ef við hefðum verið með risastóran faraldur, með tugi þúsunda tilfella, þá hefði það verið áreiðanlegt,“ segir Jón Magnús í samtali við Vísi. Hann hafði áður birt stuttan pistil á Facebook-hópnum Vísindi í íslenskum fjölmiðlum þar sem hann setti fram gagnrýni á innihald greinar Jóns Ívars. „Þegar maður er með svona stóran sjúkdóm, sem getur smitað tugi þúsunda [hér á landi] áætlar maður ekki líkur á dauða út frá litlum, takmörkuðum faraldri á Íslandi. Það er ekki hægt, það er bara ekki hægt. Að segja að það sé sirka 1/500 á því að deyja af völdum Covid-19 á Íslandi, það er bara ekki rétt.“ Jón Ívar er prófessor við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook Þá segir Jón Magnús að samanburður á dánarlíkum þeirra sem greinast með Covid-19 hér á landi við líkurnar á því að deyja í bílslysi eða úr hjarta- og æðasjúkdómi sé settur fram í þeim tilgangi að láta faraldurinn líta út fyrir að vera minna vandamál en hann er í raun. „Þetta er, akkúrat núna, eitt stærsta vandamál sem við höfum glímt við lengi í heimi smitsjúkdóma og í læknisfræðinni almennt. Það er einhvern veginn bara ekki viðeigandi að setja þetta fram á þennan hátt, því ef maður les þetta án þess að hafa þá vitneskju sem þarf í faraldursfræði og tölfræði þá hljómar þetta eins og þetta sé ekkert svo hættulegt og við getum bara komið samfélaginu aftur af stað. Það gengur bara ekki upp og passar ekki miðað við raunveruleikann.“ Jón Magnús segir að ef dregið verði úr samfélagslegum takmörkunum sem hafa verið í gildi að undanförnu muni útbreiðsla kórónuveirunnar í samfélaginu aukast gríðarlega. Þar með verði sú vernd áhættuhópa sem lagt hefur verið upp með frá upphafi faraldursins hér á landi fyrir bí. Ávinningur af „flatri kúrfu“ mikill Jón Magnús segir þá að margir kostir fylgi því að halda útbreiðslu faraldursins í skefjum. Þannig sé hægt að „fletja kúrfuna“ og hægja á útbreiðslu faraldursins með það fyrir augum að létta álagi af heilbrigðiskerfi landsins. Hann segir að þegar fáir leggist inn á spítala með Covid-19 á hverjum tíma sé hægt að fylgja sjúklingum betur eftir og fylgjast nánar með þeim. Sviðsmyndin væri önnur ef tugir tækju að leggjast inn á sama tíma. „Ef 20 myndu leggjast inn á sama tíma þá erum við ekki að tala um sama hlut, sömu þjónustuna. Lykilatriðið er að við getum brugðist miklu betur við þegar þetta er hægt og rólega, eitt og eitt tilfelli. Þegar þetta fer aftur á sama stað og í vor, þá er það bara ekki sama staðan,“ segir Jón Magnús. Samkvæmt upplýsingum á vef Almannavarna og Landlæknis, covid.is, eru nú 111 manns í einangrum með Covid-19 hér á landi. Þar af eru 76 sem greindust innanlands. Hin smitin hafa greinst við landamæraskimun. Enginn liggur inni á spítala þegar þetta er skrifað. Mikilvægt að horfa heildrænt á stöðuna Þá segir Jón Magnús að ekkert bendi til þess að veiran sé tekin að veiklast, líkt og rætt hefur verið um að undanförnu sökum færri spítalainnlagna nú en í „fyrstu bylgju“ faraldursins í vor. „Þetta er einfaldlega það að við erum að greina fleiri, það eru að greinast fleiri tilfelli í ungum einstaklingum og við erum að ná betur að vernda viðkvæma hópa. Það er aðalástæðan fyrir því að við erum ekki að sjá dauðsföll núna,“ segir Jón Magnús og bætir við að samfélagið og heilbrigðiskerfið sé betur undirbúið fyrir faraldurinn nú heldur en þegar hann skall á snemma á þessu ári. Jón Magnús segist alls ekki telja að allt í grein Jóns Ívars sé rangt en segir þó mikilvægt að horft sé heildrænt á stöðu faraldursins hér á landi og á heimsvísu. „Lykilatriðið er að það eru engar forsendur fyrir því að segja „einn á móti fimm hundruð“ og það er ekkert gagn unnið með því að bera þetta saman við hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta er skæð veira og við verðum að bregðast við henni og horfa heildrænt á þetta.“ Merkir minnkandi móð hjá mörgum Þá segist Jón Magnús hafa tekið eftir því að hluti samfélagsins hafi slakað á sóttvörnum og leiði hugann síður að veirunni og áhrifum hennar. „Mér finnst meiri öfgar í þessu. Ég sé marga sem eru áfram áhyggjufullir og áfram skynsamir og berjast fyrir því að halda útbreiðslunni í lágmarki. Svo eru margir farnir að missa áhugann á þessu og farnir að verða kærulausir. Auðvitað er fólk þreytt á þessu, ég held að allir séu þreyttir á þessu. En lykilatriðið er að við höfum ekki efni á að gefast upp á þessu. Þetta er frétt númer eitt, tvö og þrjú í heilbrigðisvísindum í dag.“ Jón Magnús segir þannig að samfélagið megi ekki missa sjónar af því sem gera þurfi til þess að lágmarka útbreiðslu veirunnar. „Það verður að vera meiri samstaða, sem líkist því sem var áður. Það eru áfram einstaklingar sem vinna mjög hart að því að vernda sig og aðra, en við verðum að vera fleiri á þeirri stefnu,“ segir Jón Magnús að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira