Fótbolti

224 dagar á milli verkefna landsliðsins: Siggi Dúlla fær stöðuhækkun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Sveinn Þórðarson er betur þekkur sem Siggi Dúlla.
Sigurður Sveinn Þórðarson er betur þekkur sem Siggi Dúlla. Vísir/Vilhelm

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, fór yfir það hversu langt hefur verið á milli verkefna landsliðsins en landsliðs hópurinn var kynntur í dag. Tvær breytingar hafa orðið á starfshópi landsins.

Freyr Alexandersson var búinn að telja saman dagana sem hafa liðið síðan að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu en það kom fram á fundi með landsliðsþjálfurunum í dag að það eru liðnir 224 dagar síðan að aðallið landsliðsins kom síðast saman.

Það verkefni voru útileikir á móti Tyrklandi og Moldóvu í nóvember sem voru síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppni EM 2020.

Tvær breytingar hafa orðið á starfsliði landsliðsins því Gunnar Gylfason og Víðir Reynisson vinna ekki lengur fyrir KSÍ.

Sigurður Sveinn Þórðarson tekur við starfi Gunnars Gylfasonar og hættir sem liðstjóri. Hann er nú "Team Manager" og Freyr segir að nú séu menn hætti að kalla hann Sigga Dúllu eftir að hann fékk þessa stöðuhækkun.

Bjarni Þórður Halldórsson, fyrrum markvörður, er nýr liðsstjóri íslenska liðsins í staðinn fyrir Sigga Dúllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×