Stuðningur við skólastúlkur á blæðingum dregur úr brottfalli Heimsljós 28. ágúst 2020 12:52 Frá skóla í Buikwe gunnisal Íslendingar hafa um árabil stutt við bakið á stelpum í skólum í samstarfshéraðinu Buikwe í Úganda, í samstarfi við frjálsu félagasamtökin WoMena, sem vinna að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna, sérstaklega í tengslum við blæðingar. Samstarfið hefur leitt til þess að dregið hefur verulega úr brottfalli unglingsstúlkna úr skólum í héraðinu en skortur á tíðavörum og þekkingarleysi um blæðingar leiddi áður til þess að margar stúlkur hættu námi. Stuðningurinn nær til 1200 stúlkna í 21 skóla. Thao Ngoc Do og Finnbogi Rútur Arnarson eftir undirritun samningsins.MS Samningurinn við WoMena var endurnýjaður til eins árs á dögunum í sendiráði Íslands í Kampala. „Ísland leggur mikla áherslu á fimmta heimsmarkmiðið um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna og stúlkna. Samstarfið við WoMena fellur ákaflega vel að því alþjóðlegum markmiðum um að tryggja öllum konum heilbrigðisþjónustu á sviði kynheilbrigðis og frjósemisheilsu,“ sagði Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðsins við undirritun samningsins. Thao Ngoc Do framkvæmdastjóri WoMena skrifaði undir samninginn fyrir hönd samtakanna og kvaðst hlakka til samstarfsins við Íslendinga og héraðsstjórn Buikwe um þennan mikilvæga málaflokk. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Heilsa Skóla - og menntamál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent
Íslendingar hafa um árabil stutt við bakið á stelpum í skólum í samstarfshéraðinu Buikwe í Úganda, í samstarfi við frjálsu félagasamtökin WoMena, sem vinna að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna, sérstaklega í tengslum við blæðingar. Samstarfið hefur leitt til þess að dregið hefur verulega úr brottfalli unglingsstúlkna úr skólum í héraðinu en skortur á tíðavörum og þekkingarleysi um blæðingar leiddi áður til þess að margar stúlkur hættu námi. Stuðningurinn nær til 1200 stúlkna í 21 skóla. Thao Ngoc Do og Finnbogi Rútur Arnarson eftir undirritun samningsins.MS Samningurinn við WoMena var endurnýjaður til eins árs á dögunum í sendiráði Íslands í Kampala. „Ísland leggur mikla áherslu á fimmta heimsmarkmiðið um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna og stúlkna. Samstarfið við WoMena fellur ákaflega vel að því alþjóðlegum markmiðum um að tryggja öllum konum heilbrigðisþjónustu á sviði kynheilbrigðis og frjósemisheilsu,“ sagði Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðsins við undirritun samningsins. Thao Ngoc Do framkvæmdastjóri WoMena skrifaði undir samninginn fyrir hönd samtakanna og kvaðst hlakka til samstarfsins við Íslendinga og héraðsstjórn Buikwe um þennan mikilvæga málaflokk. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Heilsa Skóla - og menntamál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent