Eiga rétt á afslætti vegna ferða sem enduðu fyrr vegna faraldursins Sylvía Hall skrifar 27. ágúst 2020 20:18 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem ferðalangar þurftu skyndilega að fljúga heim vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. Var ferðaskrifstofunum gert að greiða hæfilegan afslátt með tilliti til þeirrar skerðingu sem varð á ferðinni. Neytendasamtökin telja úrskurðinn að öllum líkindum hafa mikið fordæmisgildi og skipta sköpum varðandi mál þeirra sem flugu heim í svokölluðum björgunarflugum um miðjan mars. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, rakti forsögu málsins í Reykjavík síðdegis í dag. „Það virðist vera svo rosalega langt síðan, þetta var um miðjan mars. Mig minnir að 16. mars hafi verið mánudagur, helgina fyrir og á föstudeginum bárust fréttir um það að það yrði útgöngubann á Spáni,“ sagði Breki. „Þá var haldinn neyðarfundur hérna þar sem ferðaskrifstofurnar fengu leyfi hjá Samkeppniseftirlitinu til þess að hittast og ræða málin og bjarga fólki heim, þar sem fólk fékk þær fréttir kannski nýkomið til útlanda. Við erum með dæmi um fólk sem var búið að vera í fjóra daga þegar það fékk fréttir að daginn eftir ætti að loka hótelinu og það ætti að koma sér út.“ Marklaust að afsala sér kröfurétti Að sögn Breka voru farþegar látnir skrifa undir plagg þar sem þeir samþykktu að þeir ættu engar frekari kröfur á hendur flugfélögunum. Fólk væri að stytta ferðir sínar af fúsum og frjálsum vilja. „Það er mikilvægt í úrskurðinum, þar segir að það megi ekki veita neytanda minni rétt en tryggður er í lögum. Þannig er þessi undirskrift fólks marklaus,“ segir Breki um samningana. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að vanefndir hafi orðið á framkvæmd pakkaferðanna sem mætti ekki rekja til þeirra sem keyptu þær og var því ferðaskrifstofum gert að greiða hæfilegan hlutfallslegan afslátt. Þó væri ekki réttur til frekari skaðabóta enda um „óvenjulegar og óviðráðanlegar“ aðstæður að ræða. „[Úrskurðurinn] gerir ferðaskrifstofunni að endurgreiða hlutfallslega til farþegans fyrir þá dvöl sem hann missti af af því að hann þurfti að stytta dvöl sína. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í tveimur málum þar sem ferðalangar þurftu skyndilega að fljúga heim vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á Spáni. Var ferðaskrifstofunum gert að greiða hæfilegan afslátt með tilliti til þeirrar skerðingu sem varð á ferðinni. Neytendasamtökin telja úrskurðinn að öllum líkindum hafa mikið fordæmisgildi og skipta sköpum varðandi mál þeirra sem flugu heim í svokölluðum björgunarflugum um miðjan mars. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, rakti forsögu málsins í Reykjavík síðdegis í dag. „Það virðist vera svo rosalega langt síðan, þetta var um miðjan mars. Mig minnir að 16. mars hafi verið mánudagur, helgina fyrir og á föstudeginum bárust fréttir um það að það yrði útgöngubann á Spáni,“ sagði Breki. „Þá var haldinn neyðarfundur hérna þar sem ferðaskrifstofurnar fengu leyfi hjá Samkeppniseftirlitinu til þess að hittast og ræða málin og bjarga fólki heim, þar sem fólk fékk þær fréttir kannski nýkomið til útlanda. Við erum með dæmi um fólk sem var búið að vera í fjóra daga þegar það fékk fréttir að daginn eftir ætti að loka hótelinu og það ætti að koma sér út.“ Marklaust að afsala sér kröfurétti Að sögn Breka voru farþegar látnir skrifa undir plagg þar sem þeir samþykktu að þeir ættu engar frekari kröfur á hendur flugfélögunum. Fólk væri að stytta ferðir sínar af fúsum og frjálsum vilja. „Það er mikilvægt í úrskurðinum, þar segir að það megi ekki veita neytanda minni rétt en tryggður er í lögum. Þannig er þessi undirskrift fólks marklaus,“ segir Breki um samningana. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að vanefndir hafi orðið á framkvæmd pakkaferðanna sem mætti ekki rekja til þeirra sem keyptu þær og var því ferðaskrifstofum gert að greiða hæfilegan hlutfallslegan afslátt. Þó væri ekki réttur til frekari skaðabóta enda um „óvenjulegar og óviðráðanlegar“ aðstæður að ræða. „[Úrskurðurinn] gerir ferðaskrifstofunni að endurgreiða hlutfallslega til farþegans fyrir þá dvöl sem hann missti af af því að hann þurfti að stytta dvöl sína.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira