Konan sem slapp við kreppuna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur skrifar 27. ágúst 2020 13:30 Á heimilum þar sem nú eru áhyggjur eftir atvinnumissi eða rekstrarvanda þá fara þær ekki fram hjá börnunum. Í kreppunni 2008 átti ég samtal við litlu dóttur mína eftir að við höfðum farið í bankann einn daginn og rákumst þar á mömmu leikfélaga hennar. Við spjölluðum við konuna stutta stund og dóttir mín deildi með henni helstu tíðindum úr sínu lífi þann daginn, að hún hefði farið í sund og að hana langaði í pylsu eftir sundið. Eftir að við vorum komnar heim sagði hún: „Það er gott að Íslandsbanki fór ekki á hausinn og mamma hans Arnars missti ekki vinnuna.“ Dóttirin virtist fanga alvöru ástandsins og um leið gleðjast yfir því að mamma vinar hennar hefði sloppið við að missa vinnuna og ég fann um leið að ég átti erfitt með að segja henni frá því að þessi banki hefði alls ekki sloppið alveg við það að fara á hausinn. Þess í stað tók ég undir með dóttur minni, sagði að það væri gott að mamma hans Arnars hefði ekki misst vinnuna, eins og margir gerðu því miður á þessum tíma. Dóttirin svaraði hugsi: „Já, því þá hefði hún örugglega fengið kreppuna“.Í hennar huga fengu þeir kreppuna sem misstu vinnuna. Mér fannst það nokkuð góð hugsun hjá litlu barni. Árið 2020 er eðli kreppunnar einmitt dálítið á þessa leið. Þetta er atvinnuleysiskreppa. Kostnaður við efnahagsáfallið vegna kórónuveirunnar leggst mjög ójafnt á samfélagið. Fyrri kreppur hér innanlands hafa oftast birst í veikingu krónu og verðbólgu, sem hefur í för með sér að kaupmáttur okkar flestra rýrnar. Nú kemur efnahagslegt áfall hins vegar fram með ójafnari hætti. Eftirspurnin hvarf alfarið á ákveðnum sviðum og þetta áfall skall á með litlum fyrirvara. Þegar eftirspurn hverfur alfarið á ákveðnum sviðum hefur það dramatísk og afgerandi áhrif á fyrirtæki og fólk í þeim atvinnugreinum en aðrir í samfélaginu finna minna og jafnvel lítið fyrir efnahagslega áfallinu. Þetta eðli áfallsins núna skýrir kannski að vissu leyti að sumir upplifa ástandið sem kórónuveiran hefur framkallað sem tækifæri til að endurmeta og endurskoða lífshætti á meðan aðrir búa við nagandi fjárhags- og afkomuáhyggjur. Kaupmáttur þeirra sem ekki hafa áhyggjur af atvinnumálum hefur í mörgum tilvikum batnað og kostnaður vegna húsnæðislána lækkað. Fólk í ferðaþjónustu, fólk í menningu og listum, ungt fólk og aðrir hópar hafa á sama tíma hins vegar orðið harkalega fyrir barðinu á efnahagslegum afleiðingum veirunnar. Það er þess vegna mikill ókostur að stjórnvöldum hafi ekki tekist að tala til þjóðarinnar þannig að samstaðan og samhugurinn sem einkenndi okkar fyrstu skref gegn veirunni hafi sömuleiðis verið leiðarljósið um efnahagslegar afleiðingar þessa áfalls. Sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi og skæða veira, en ekki fólk í öðrum atvinnugreinum. Umræðan hefur hins vegar dálítið þróast út í andstæðar fylkingar um afstöðu til reglna á landamærum. Ný framlögð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar mun við fyrstu sýn ekki gera annað en að draga dálítið úr efnahagslega áfallinu. Þar er vitaskuld margt gert en stefnan speglar samt ekki þá trú stjórnvalda að við séum að glíma við tímabundið ástand, sem allar líkur eru samt til þess að sé reyndin. Skrefin eru of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Tímabundið efnahagslegt högg réttlætir sterk viðbrögð af hálfu stjórnvalda og að gripið sé inn hratt. Nú hefði verið lag að leggja fram áætlun sem gæti raunverulega lyft eftirspurn innanlands og dregið verulega úr atvinnuleysi. Væntingar eru gjarnan lykilorð um hvernig við upplifum árangur. Nú skiptir máli að við séum öll saman um það að takast á við tímabundið efnahagslegt áfall, sem bítur okkur mjög misjafnlega hart. Og það þarf að gefa fólki, fyrirtækjum og þeim greinum atvinnulífsins sem eiga erfitt væntingar og von, um að ástandið sé tímabundið. Stjórnvöld eiga að lýsa því markvisst yfir með stefnunni að eftir að þessu erfiða ástandi linnir þá ætlum við að halda áfram. Verði niðurstaðan 10% atvinnuleysi í lok árs, eins og spár gera ráð fyrir, mun það hafa gífurleg áhrif á eftirspurn innanlands, sem ýtir síðan undir enn frekara atvinnuleysi. Fólk á lægstu bótum mun einfaldlega ekki hafa ráð á því að taka þátt í samfélaginu, með öllum þeim neikvæðu áhrifum sem það hefur á persónulegt líf fólks og samfélagið allt. Viðreisn hefur lagt ríka áherslu á fjölbreyttara og sterkara atvinnulíf. Með því að auðvelda fólki að skapa sér sjálft tækifæri og tekjur, með lækkun álaga á vinnuveitendur og með fókus á menntun og nýsköpun. Við ætlum að komast í gegnum þetta saman og þurfum að gefa þeim sem fá kreppuna væntingar um að ástandið sé tímabundið og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að milda höggið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á heimilum þar sem nú eru áhyggjur eftir atvinnumissi eða rekstrarvanda þá fara þær ekki fram hjá börnunum. Í kreppunni 2008 átti ég samtal við litlu dóttur mína eftir að við höfðum farið í bankann einn daginn og rákumst þar á mömmu leikfélaga hennar. Við spjölluðum við konuna stutta stund og dóttir mín deildi með henni helstu tíðindum úr sínu lífi þann daginn, að hún hefði farið í sund og að hana langaði í pylsu eftir sundið. Eftir að við vorum komnar heim sagði hún: „Það er gott að Íslandsbanki fór ekki á hausinn og mamma hans Arnars missti ekki vinnuna.“ Dóttirin virtist fanga alvöru ástandsins og um leið gleðjast yfir því að mamma vinar hennar hefði sloppið við að missa vinnuna og ég fann um leið að ég átti erfitt með að segja henni frá því að þessi banki hefði alls ekki sloppið alveg við það að fara á hausinn. Þess í stað tók ég undir með dóttur minni, sagði að það væri gott að mamma hans Arnars hefði ekki misst vinnuna, eins og margir gerðu því miður á þessum tíma. Dóttirin svaraði hugsi: „Já, því þá hefði hún örugglega fengið kreppuna“.Í hennar huga fengu þeir kreppuna sem misstu vinnuna. Mér fannst það nokkuð góð hugsun hjá litlu barni. Árið 2020 er eðli kreppunnar einmitt dálítið á þessa leið. Þetta er atvinnuleysiskreppa. Kostnaður við efnahagsáfallið vegna kórónuveirunnar leggst mjög ójafnt á samfélagið. Fyrri kreppur hér innanlands hafa oftast birst í veikingu krónu og verðbólgu, sem hefur í för með sér að kaupmáttur okkar flestra rýrnar. Nú kemur efnahagslegt áfall hins vegar fram með ójafnari hætti. Eftirspurnin hvarf alfarið á ákveðnum sviðum og þetta áfall skall á með litlum fyrirvara. Þegar eftirspurn hverfur alfarið á ákveðnum sviðum hefur það dramatísk og afgerandi áhrif á fyrirtæki og fólk í þeim atvinnugreinum en aðrir í samfélaginu finna minna og jafnvel lítið fyrir efnahagslega áfallinu. Þetta eðli áfallsins núna skýrir kannski að vissu leyti að sumir upplifa ástandið sem kórónuveiran hefur framkallað sem tækifæri til að endurmeta og endurskoða lífshætti á meðan aðrir búa við nagandi fjárhags- og afkomuáhyggjur. Kaupmáttur þeirra sem ekki hafa áhyggjur af atvinnumálum hefur í mörgum tilvikum batnað og kostnaður vegna húsnæðislána lækkað. Fólk í ferðaþjónustu, fólk í menningu og listum, ungt fólk og aðrir hópar hafa á sama tíma hins vegar orðið harkalega fyrir barðinu á efnahagslegum afleiðingum veirunnar. Það er þess vegna mikill ókostur að stjórnvöldum hafi ekki tekist að tala til þjóðarinnar þannig að samstaðan og samhugurinn sem einkenndi okkar fyrstu skref gegn veirunni hafi sömuleiðis verið leiðarljósið um efnahagslegar afleiðingar þessa áfalls. Sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi og skæða veira, en ekki fólk í öðrum atvinnugreinum. Umræðan hefur hins vegar dálítið þróast út í andstæðar fylkingar um afstöðu til reglna á landamærum. Ný framlögð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar mun við fyrstu sýn ekki gera annað en að draga dálítið úr efnahagslega áfallinu. Þar er vitaskuld margt gert en stefnan speglar samt ekki þá trú stjórnvalda að við séum að glíma við tímabundið ástand, sem allar líkur eru samt til þess að sé reyndin. Skrefin eru of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Tímabundið efnahagslegt högg réttlætir sterk viðbrögð af hálfu stjórnvalda og að gripið sé inn hratt. Nú hefði verið lag að leggja fram áætlun sem gæti raunverulega lyft eftirspurn innanlands og dregið verulega úr atvinnuleysi. Væntingar eru gjarnan lykilorð um hvernig við upplifum árangur. Nú skiptir máli að við séum öll saman um það að takast á við tímabundið efnahagslegt áfall, sem bítur okkur mjög misjafnlega hart. Og það þarf að gefa fólki, fyrirtækjum og þeim greinum atvinnulífsins sem eiga erfitt væntingar og von, um að ástandið sé tímabundið. Stjórnvöld eiga að lýsa því markvisst yfir með stefnunni að eftir að þessu erfiða ástandi linnir þá ætlum við að halda áfram. Verði niðurstaðan 10% atvinnuleysi í lok árs, eins og spár gera ráð fyrir, mun það hafa gífurleg áhrif á eftirspurn innanlands, sem ýtir síðan undir enn frekara atvinnuleysi. Fólk á lægstu bótum mun einfaldlega ekki hafa ráð á því að taka þátt í samfélaginu, með öllum þeim neikvæðu áhrifum sem það hefur á persónulegt líf fólks og samfélagið allt. Viðreisn hefur lagt ríka áherslu á fjölbreyttara og sterkara atvinnulíf. Með því að auðvelda fólki að skapa sér sjálft tækifæri og tekjur, með lækkun álaga á vinnuveitendur og með fókus á menntun og nýsköpun. Við ætlum að komast í gegnum þetta saman og þurfum að gefa þeim sem fá kreppuna væntingar um að ástandið sé tímabundið og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að milda höggið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar