Solla hafnaði þátttöku í þáttunum Chef´s Table en sér eftir því núna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 11:21 Solla flæktist óvart inn í deilu um bólusetningar og vissi ekkert hvað væri í gangi. Skjáskot/Youtube „Ég hef alltaf verið að passa mig mjög vel á því hvað ég segi opinberlega, af því að um leið og ég segi eitthvað, þá er það tengt við veitingastaðina mína og vörulínurnar,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla. Hún hefur ekki náð að aftengja persónuna Sollu frá vörumerkjunum sem hún tengist og ræddi hún þetta í viðtali í Podcasti Sölva Tryggva. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að fjaðrafok á sér stað vegna þessa vandamáls, til dæmis þegar hún átti og rak veitingastaðina Gló. Þá bjó hún í Danmörku og fékk skyndilega símtal frá fjölmiðlum. „Þegar David Wolfe var að halda fyrirlestur á Gló, þar sem hann var að tala um að bóluefni gætu verið varasöm og allt í einu var fólk bara farið að sniðganga Gló. En þarna er þetta bara þannig að af því að þetta var á Gló og ég var Gló þá voru bara afleiðingar. Ég var ekki einu sinni á landinu og vissi ekki einu sinni að honum hefði verið leigður þessi staður. En manneskjan sem gekk hve harðast á móti mér hafði verið að leita sér hjálpar hjá manneskju sem var mikill talsmaður gegn bólusetningum. Þegar ég benti henni á að hún væri þar með í raun í sömu sporum og ég, þá hvarf gagnrýnin strax.“ Solla talar um viðskiptin, bókaútgáfuna, ástríðuna í kringum mat, einkamatseldina fyrir Ben Siller, Allir geta dansað þættina og fleira í viðtalinu. Hún segist vera þakklát fyrir öll sín tækifæri á ferlinum, en nefnir eitt atriði sem hún sér örlítið eftir. Það var þegar hún fékk tilboð um að taka þátt í þáttunum Chef´s Table, en sagði nei af því að það var brjálað að gera og hún hafði ekki hugmynd um hvaða þættir þetta væru. Netflix framleiðir þættina, sem tilnefndir hafa verið til Emmy verðlauna. Alls hafa komið út sex þáttaraðir og njóta þeir mikilla vinsælda. Viðtalið er komið á Spotify og má einnig horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan. Podcast með Sölva Tryggva Matur Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
„Ég hef alltaf verið að passa mig mjög vel á því hvað ég segi opinberlega, af því að um leið og ég segi eitthvað, þá er það tengt við veitingastaðina mína og vörulínurnar,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla. Hún hefur ekki náð að aftengja persónuna Sollu frá vörumerkjunum sem hún tengist og ræddi hún þetta í viðtali í Podcasti Sölva Tryggva. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að fjaðrafok á sér stað vegna þessa vandamáls, til dæmis þegar hún átti og rak veitingastaðina Gló. Þá bjó hún í Danmörku og fékk skyndilega símtal frá fjölmiðlum. „Þegar David Wolfe var að halda fyrirlestur á Gló, þar sem hann var að tala um að bóluefni gætu verið varasöm og allt í einu var fólk bara farið að sniðganga Gló. En þarna er þetta bara þannig að af því að þetta var á Gló og ég var Gló þá voru bara afleiðingar. Ég var ekki einu sinni á landinu og vissi ekki einu sinni að honum hefði verið leigður þessi staður. En manneskjan sem gekk hve harðast á móti mér hafði verið að leita sér hjálpar hjá manneskju sem var mikill talsmaður gegn bólusetningum. Þegar ég benti henni á að hún væri þar með í raun í sömu sporum og ég, þá hvarf gagnrýnin strax.“ Solla talar um viðskiptin, bókaútgáfuna, ástríðuna í kringum mat, einkamatseldina fyrir Ben Siller, Allir geta dansað þættina og fleira í viðtalinu. Hún segist vera þakklát fyrir öll sín tækifæri á ferlinum, en nefnir eitt atriði sem hún sér örlítið eftir. Það var þegar hún fékk tilboð um að taka þátt í þáttunum Chef´s Table, en sagði nei af því að það var brjálað að gera og hún hafði ekki hugmynd um hvaða þættir þetta væru. Netflix framleiðir þættina, sem tilnefndir hafa verið til Emmy verðlauna. Alls hafa komið út sex þáttaraðir og njóta þeir mikilla vinsælda. Viðtalið er komið á Spotify og má einnig horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Matur Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira