Iceland Airwaves frestað til næsta árs Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2020 10:21 JFDR á hátíðinni í fyrra. Iceland Airwaves/Gunnar Örn Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár vegna heimsfaraldursins og mun hátíðin næst fara fram 3. til 6. nóvember 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Þar segir að „öryggið skipti alltaf öllu máli“ hjá Iceland Airwaves og eftir nýlegar breytingar á samkomutakmörkunum og hertari aðgerðir við landamærin vilji hátíðin leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu veirunnar. „Við skoðuðum alla möguleika, til dæmis að minnka hátíðina, fækka tónleikastöðum, hólfa áhorfendur, skerða aðgengi að ákveðnum viðburðum og fleira, en sama svarið blasti alltaf við; það er ómögulegt hægt að halda hátíðina í ár svo vel sé. Hátíðin mun því eiga sér stað á næsta ári, 3. - 6. nóvember 2021 og það gleður okkur mjög að staðfesta hér með að listamennirnir sem búið var að tilkynna munu allir koma fram á hátíðinni á næsta ári. Auk þess tilkynnum við í dag 25 ný atriði.“ Ný atriði Allir þeir sem eiga miða á hátíðina í ár og vilja fara á hátíðina 2021 munu ekkert þurfa að aðhafast og gildi miðinn áfram. Einnig verði hægt að sækja um endurgreiðslu, komist miðahafar ekki á hátíðina að ári. „Alþjóðlegu atriðin sem eru tilkynnt í dag eru meðal annars post-pönk samsteypan frá Vancouver Crack Cloud, Porridge Radio frá Brighton sem hlutu titilinn "besta nýja tónlistin" frá Pitchfork nýlega, Marie Davidson & L’Œil Nu, framúrstefnulegt k-pop frá suður kóreyska bandinu Balming Tiger, íslensk-norskt sóvíeskt þolfimis diskó frá Ultraflex og margt fleira,“ segir í tilkynningunni. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár vegna heimsfaraldursins og mun hátíðin næst fara fram 3. til 6. nóvember 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Þar segir að „öryggið skipti alltaf öllu máli“ hjá Iceland Airwaves og eftir nýlegar breytingar á samkomutakmörkunum og hertari aðgerðir við landamærin vilji hátíðin leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu veirunnar. „Við skoðuðum alla möguleika, til dæmis að minnka hátíðina, fækka tónleikastöðum, hólfa áhorfendur, skerða aðgengi að ákveðnum viðburðum og fleira, en sama svarið blasti alltaf við; það er ómögulegt hægt að halda hátíðina í ár svo vel sé. Hátíðin mun því eiga sér stað á næsta ári, 3. - 6. nóvember 2021 og það gleður okkur mjög að staðfesta hér með að listamennirnir sem búið var að tilkynna munu allir koma fram á hátíðinni á næsta ári. Auk þess tilkynnum við í dag 25 ný atriði.“ Ný atriði Allir þeir sem eiga miða á hátíðina í ár og vilja fara á hátíðina 2021 munu ekkert þurfa að aðhafast og gildi miðinn áfram. Einnig verði hægt að sækja um endurgreiðslu, komist miðahafar ekki á hátíðina að ári. „Alþjóðlegu atriðin sem eru tilkynnt í dag eru meðal annars post-pönk samsteypan frá Vancouver Crack Cloud, Porridge Radio frá Brighton sem hlutu titilinn "besta nýja tónlistin" frá Pitchfork nýlega, Marie Davidson & L’Œil Nu, framúrstefnulegt k-pop frá suður kóreyska bandinu Balming Tiger, íslensk-norskt sóvíeskt þolfimis diskó frá Ultraflex og margt fleira,“ segir í tilkynningunni.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira