Fyrirliðinn var fljót að hughreysta Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 11:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er mjög hvetjandi leikmaður en stundum þarf hún líka hvatningu sjálf. Getty/Alex Caparros Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. Sara Björk Gunnardóttir lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik með Olympique Lyon þegar liðið sló út Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar. Sara Björk kom þá inn á sem varamaður í hálfleik og stóð sig mjög vel ekki síst til að byrja með. Staðan var 1-0 í hálfleik en Lyon komst fljótlega í 2-0 eftir að Sara Björk fór að láta til sín taka inn á miðju liðsins. Á 64. mínútu var íslenski landsliðsfyrirliðinn hins vegar fyrir smá áfalli. Bayern liðið náði þá að jafna metin og setja smá spennu í leikinn fyrir lokasprettinn. Sara Björk átti vissulega sök á markinu. Carolin Simon skoraði þá beint út aukaspyrnu út af væng en Sara kiksaði boltann í stað þess að sparka honum frá. Með því fipaði hún markvörðinn sinn því boltinn breytti um stefnu og söng í netinu. Sara Börk slapp þó við að fá markið skráð á sig sem sjálfsmark því skot Carolin Simon var upphaflega á markið. Það vakti aftur á móti athygli að Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon liðsins, var fljót að hughreysta Söru eftir markið. Sara Björk var vitanlega mjög svekkt enda gerði hún sér grein fyrir því að hún átti að gera miklu betur. Wendie Renard fór þá strax til íslensku landsliðskonunar og stappaði í hana stálinu. Lyon tókst síðan að halda út og tryggja sér sæti í undanúrslitaleiknum í kvöld. Wendie Renard er jafngömul og Sara Björk en þær eru báðar fæddar árið 1990. Renard hefur spilað allan feril sinn með Lyon og hefur unnið 32 titla með félaginu. Renard hefur orðið franskur meistari fjórtán sinnum, franskur bikarmeistari níu sinnum og hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Carolin Simon skorar eftir mistök Söru. Klippa: Markið sem Lyon fékk á sig á móti Bayern Undanúrslitaleikur Paris Saint-Germain og Olympique Lyon hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 þar sem útsending hefst klukkan 17.50. Vinni Lyon leikinn á móti PSG í kvöld þá mætir liðið VfL Wolfsburg í úrslitaleik á sunnudaginn kemur. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í Olympique Lyon spila í kvöld undanúrslitaleik sinn í Meistaradeild Evrópu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Wolfsburg. Sara Björk Gunnardóttir lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik með Olympique Lyon þegar liðið sló út Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar. Sara Björk kom þá inn á sem varamaður í hálfleik og stóð sig mjög vel ekki síst til að byrja með. Staðan var 1-0 í hálfleik en Lyon komst fljótlega í 2-0 eftir að Sara Björk fór að láta til sín taka inn á miðju liðsins. Á 64. mínútu var íslenski landsliðsfyrirliðinn hins vegar fyrir smá áfalli. Bayern liðið náði þá að jafna metin og setja smá spennu í leikinn fyrir lokasprettinn. Sara Björk átti vissulega sök á markinu. Carolin Simon skoraði þá beint út aukaspyrnu út af væng en Sara kiksaði boltann í stað þess að sparka honum frá. Með því fipaði hún markvörðinn sinn því boltinn breytti um stefnu og söng í netinu. Sara Börk slapp þó við að fá markið skráð á sig sem sjálfsmark því skot Carolin Simon var upphaflega á markið. Það vakti aftur á móti athygli að Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon liðsins, var fljót að hughreysta Söru eftir markið. Sara Björk var vitanlega mjög svekkt enda gerði hún sér grein fyrir því að hún átti að gera miklu betur. Wendie Renard fór þá strax til íslensku landsliðskonunar og stappaði í hana stálinu. Lyon tókst síðan að halda út og tryggja sér sæti í undanúrslitaleiknum í kvöld. Wendie Renard er jafngömul og Sara Björk en þær eru báðar fæddar árið 1990. Renard hefur spilað allan feril sinn með Lyon og hefur unnið 32 titla með félaginu. Renard hefur orðið franskur meistari fjórtán sinnum, franskur bikarmeistari níu sinnum og hún hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum. Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Carolin Simon skorar eftir mistök Söru. Klippa: Markið sem Lyon fékk á sig á móti Bayern Undanúrslitaleikur Paris Saint-Germain og Olympique Lyon hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 þar sem útsending hefst klukkan 17.50. Vinni Lyon leikinn á móti PSG í kvöld þá mætir liðið VfL Wolfsburg í úrslitaleik á sunnudaginn kemur.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira