Kim glímir við fellibyl ofan í faraldur Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 07:57 Kim Jong-un á flokksþinginu í gær, öskubakki honum á vinstri hönd. ap/KCNA VIA KNS Einræðisherra Norður-Kóreu hvetur stjórn sína til að búa sig undir hættuástand sem kanna að skapast vegna fellibyljar og faraldurs kórónuveirunnar. Kim Jong-un ávarpaði flokksþing í gær, með sígarettu í hönd, og minntist á „ýmsa annmarka“ sem orðið hefðu á viðbrögðum ríkisins við hinni „fólskulegu farsótt.“ Hann nefndi þó engin smáatriði og er því ennþá margt á huldu um umfang kórónuveirunnar í hinu einangraða landi. Stjórnvöld í Pjongjang héldu því lengi fram að engin sýking hefði greinst í Norður-Kóreu, sem sérfræðingar töldu harla ólíklegt. Þúsundir íbúa voru hins vegar settir í sóttkví og útgöngubann nálægt landamærunum við Suður-Kóreu um síðustu mánaðamót vegna gruns um kórónuveirusmit, sem hefur þó aldrei verið staðfestur. Lengi vel hélt ríkisfjölmiðilinn því fram að enginn hefði smitast í landinu en þær yfirlýsingar hafa ekki heyrst vikum saman. Ekki bætir úr skák að nú er von á fellibyl. Óttast er að Bavi kunni að valda nokkru tjóni í Norður-Kóreu, sem enn er að glíma við afleiðingar einhvers úrkomumesta monsún-tímabils síðari ára. Vatnavextir fyrr í þessum mánuði leiddu til víðtækra flóða um allt land. Alþjóðlegar veðurstofur segja að enn eigi eftir að rigna. Það megi jafnvel búast við allt að 300 millímetrum af rigningu næstu daga sem óttast er að kunni að setja hrísgrjónauppskeruna í uppnám. Í landi þar sem helmingur þjóðarinnar er sagður búa við ekkert fæðuöryggi kunni það ekki góðri lukku að stýra. Kim í klandri Meint heilsuleysi Kim hefur verið fyrirmikið að undanförnu en vera leiðtogans á þinginu í gær er sögð sanna að hann sé ekki jafn aðframkominn og ýjað hefur verið að. Suður-Kóreska leyniþjónustan telur þannig að Kim hafi veitt systur sinni og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vilji Kim draga úr álagi og eigin ábyrgð ef allt fer á versta veg. Talið er að Kim sé farinn að finna fyrir auknum þrýstingi vegna stöðu mála. Ekki sé langt síðan „engin smit voru í Norður-Kóreu“ en nú boðar leiðtoginn til fundar þar sem fjallað er um mislukkuð viðbrögð við veirunni. Þar að auki hefur Kim þegar gefið út að efnahagsáætlun hans, sem líta átti dagsins ljós í ár, hafi mistekist og því þurfi að leita annarra leiða. Það þykir tíðindum sæta að leiðtogi Norður-Kóreu viðurkenna mistök sem þessi. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. 20. ágúst 2020 10:19 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Einræðisherra Norður-Kóreu hvetur stjórn sína til að búa sig undir hættuástand sem kanna að skapast vegna fellibyljar og faraldurs kórónuveirunnar. Kim Jong-un ávarpaði flokksþing í gær, með sígarettu í hönd, og minntist á „ýmsa annmarka“ sem orðið hefðu á viðbrögðum ríkisins við hinni „fólskulegu farsótt.“ Hann nefndi þó engin smáatriði og er því ennþá margt á huldu um umfang kórónuveirunnar í hinu einangraða landi. Stjórnvöld í Pjongjang héldu því lengi fram að engin sýking hefði greinst í Norður-Kóreu, sem sérfræðingar töldu harla ólíklegt. Þúsundir íbúa voru hins vegar settir í sóttkví og útgöngubann nálægt landamærunum við Suður-Kóreu um síðustu mánaðamót vegna gruns um kórónuveirusmit, sem hefur þó aldrei verið staðfestur. Lengi vel hélt ríkisfjölmiðilinn því fram að enginn hefði smitast í landinu en þær yfirlýsingar hafa ekki heyrst vikum saman. Ekki bætir úr skák að nú er von á fellibyl. Óttast er að Bavi kunni að valda nokkru tjóni í Norður-Kóreu, sem enn er að glíma við afleiðingar einhvers úrkomumesta monsún-tímabils síðari ára. Vatnavextir fyrr í þessum mánuði leiddu til víðtækra flóða um allt land. Alþjóðlegar veðurstofur segja að enn eigi eftir að rigna. Það megi jafnvel búast við allt að 300 millímetrum af rigningu næstu daga sem óttast er að kunni að setja hrísgrjónauppskeruna í uppnám. Í landi þar sem helmingur þjóðarinnar er sagður búa við ekkert fæðuöryggi kunni það ekki góðri lukku að stýra. Kim í klandri Meint heilsuleysi Kim hefur verið fyrirmikið að undanförnu en vera leiðtogans á þinginu í gær er sögð sanna að hann sé ekki jafn aðframkominn og ýjað hefur verið að. Suður-Kóreska leyniþjónustan telur þannig að Kim hafi veitt systur sinni og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vilji Kim draga úr álagi og eigin ábyrgð ef allt fer á versta veg. Talið er að Kim sé farinn að finna fyrir auknum þrýstingi vegna stöðu mála. Ekki sé langt síðan „engin smit voru í Norður-Kóreu“ en nú boðar leiðtoginn til fundar þar sem fjallað er um mislukkuð viðbrögð við veirunni. Þar að auki hefur Kim þegar gefið út að efnahagsáætlun hans, sem líta átti dagsins ljós í ár, hafi mistekist og því þurfi að leita annarra leiða. Það þykir tíðindum sæta að leiðtogi Norður-Kóreu viðurkenna mistök sem þessi.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. 20. ágúst 2020 10:19 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. 20. ágúst 2020 10:19
Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“