Ríflega 28 þúsund beiðnir um endurgreiðslu enn á borði Icelandair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 16:45 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Icelandair hefur endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. Í dag eru rúmlega 28 þúsund beiðnir útistandandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur upplýsingafulltrúa Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Millilandaflug hefur verið í lágmarki í alllangan tíma vegna faraldursins og hafa niðurfellingar á flugi því haft áhrif a hundruð þúsund farþega Icelandair. Greint var frá því fyrr í dag að hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða í ferðum sem ekki voru farnar hjá Icelandair. Til standi að funda með forsvarsmönnum Icelandair um mánaðamótin um lausn þessara mála. Þriðjungur farþega sem ekki fengu að fara í flug hafa óskað eftir endurgreiðslu Gríðarlegur fjöldi mála er því á borði félagsins auk þess sem hluti starfsmanna Icelandair var í hlutastarfi um tíma. Endurgreiðslur hafa því tekið töluvert lengri tíma en undir venjulegum kringumstæðum að því er fram kemur í svarinu. „Markmið okkar er að leysa úr þessum málum gagnvart viðskiptavinum okkar eins fljótt og auðið er og við höfum til að mynda innleitt tæknilausn til að einfalda endurgreiðsluferlið og auka afkastagetu,“ segir í svarinu. Um þriðjungur þeirra farþega sem komust ekki í flug sitt sökum niðurfellingar hefur óskað eftir endurgreiðslu. Tveir þriðjungar hafa því óskað eftir breytingum á flugáætlun eða eftir því að fá inneign hjá félaginu. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Endurgreiðslukröfur á Icelandair á borði Neytendasamtakanna hlaupa á hundruðum Hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða sem keyptir voru í ferðum sem ekki voru farnar. 25. ágúst 2020 13:51 Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 20. ágúst 2020 06:34 Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19. ágúst 2020 20:58 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Icelandair hefur endurgreitt hátt í 107 þúsund bókanir frá öllum markaðssvæðum félagsins frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Að baki hverri bókun og þar af leiðandi endurgreiðslubeiðnum getur verið fjöldi farþega. Í dag eru rúmlega 28 þúsund beiðnir útistandandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ásdísar Ýrar Pétursdóttur upplýsingafulltrúa Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Millilandaflug hefur verið í lágmarki í alllangan tíma vegna faraldursins og hafa niðurfellingar á flugi því haft áhrif a hundruð þúsund farþega Icelandair. Greint var frá því fyrr í dag að hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða í ferðum sem ekki voru farnar hjá Icelandair. Til standi að funda með forsvarsmönnum Icelandair um mánaðamótin um lausn þessara mála. Þriðjungur farþega sem ekki fengu að fara í flug hafa óskað eftir endurgreiðslu Gríðarlegur fjöldi mála er því á borði félagsins auk þess sem hluti starfsmanna Icelandair var í hlutastarfi um tíma. Endurgreiðslur hafa því tekið töluvert lengri tíma en undir venjulegum kringumstæðum að því er fram kemur í svarinu. „Markmið okkar er að leysa úr þessum málum gagnvart viðskiptavinum okkar eins fljótt og auðið er og við höfum til að mynda innleitt tæknilausn til að einfalda endurgreiðsluferlið og auka afkastagetu,“ segir í svarinu. Um þriðjungur þeirra farþega sem komust ekki í flug sitt sökum niðurfellingar hefur óskað eftir endurgreiðslu. Tveir þriðjungar hafa því óskað eftir breytingum á flugáætlun eða eftir því að fá inneign hjá félaginu.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Endurgreiðslukröfur á Icelandair á borði Neytendasamtakanna hlaupa á hundruðum Hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða sem keyptir voru í ferðum sem ekki voru farnar. 25. ágúst 2020 13:51 Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 20. ágúst 2020 06:34 Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19. ágúst 2020 20:58 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Endurgreiðslukröfur á Icelandair á borði Neytendasamtakanna hlaupa á hundruðum Hundruð mála eru á borði Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslna sem ekki hafa borist fyrir flugmiða sem keyptir voru í ferðum sem ekki voru farnar. 25. ágúst 2020 13:51
Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. 20. ágúst 2020 06:34
Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum. 19. ágúst 2020 20:58