Mikið verslað á Borg í Grímsnesi um páskana af fólki í sumarbústöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2020 18:45 Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes og Grafningshrepp sem skilur ekki af hverju fólk hlýðir ekki tilmælum yfirvalda og haldi sig heima um páskana, ekki í sumarbústöðum. magnús hlynur hreiðarsson Það hefur verið meira en nóg að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi yfir páskana enda fjölmargir í sumarbústöðum. Það veldur hins vegar oddvita sveitarfélagsins vonbrigðum að sjá hvað margir kusu að vera í bústöðum þvert á tilmæli yfirvalda. Fjölmennasta sumarbústaðabyggð landsins er í Grímsnes og Grafningshreppi en þar eru um þrjú þúsund sumarhús. Þrátt fyrir tilmæli um að fólk yrði heima yfir páskahátíðina og ferðaðist þess í stað innanhúss heima hjá sér eru ótrúlega margir í sumarbústöðum. Það veldur heimamönnum í Grímsnes og Grafningshreppi vonbrigðum. „Ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri fara að tilmælum Víðis og vera heima um páskana, þetta eru vonbrigði en eins og ég segi, maður hefði viljað sjá færri í bústöðunum en það er ekkert hægt að gera við þessu,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti sveitarfélagsins. Ása Valdís segir að bústaðirnir hafi ekki bara verið í notkun um páskana, það séu margir búnir að dvelja í þeim í nokkrar vikur. „Já, það eru margir sem fluttu í bústaðina um leið og veiran birtist á Íslandi og búið að vera hér í margar vikur. Við höfum líka heyrt eitthvað um það að fólk í sóttkví sé í bústöðum en ég vek athygli á því að það eru bara sömu reglur hérna í sveitinni eins og í borginni, þú átt að halda þig út af fyrir þig og við vonum bara að fólk geri það.“ Björg, sem rekur verslunina á Borg hefur haft meira en nóg að gera um páskana og hún reiknar með því að það verði þannig áfram næstu daga og vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Björg Ragnarsdóttir sem rekur Verslunina Borg hefur ekki setið auðum höndum um páskana því það hefur verið nóg að gera við að þjóna sumarbústaðafólkið og aðra síðustu daga og vikur. „Það er bara búið að vera mikið af fólki á svæðinu eftir að veiran stakk sér inn í landið okkar, fólk sem forðaði sér út úr þéttbýlinu og er bara búið að vera í bústað.“ Björg segir líka mikið um snertilausar afgreiðslur en þá tekur hún niður pantanir hjá fólki, týnir vörurnar saman í kassa og fer síðan með hann út fyrir verslunina þar sem hann er sóttur eftir að greiðsla hefur farið fram. En hvernig finnst henni hljóðið vera í fólki? „Það er mjög misjafnt en allir eru að reyna að halda í jákvæðnina finnst mér, það er í rauninni ekkert annað, sem hægt er að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi yfir páskana enda fjölmargir í sumarbústöðum. Það veldur hins vegar oddvita sveitarfélagsins vonbrigðum að sjá hvað margir kusu að vera í bústöðum þvert á tilmæli yfirvalda. Fjölmennasta sumarbústaðabyggð landsins er í Grímsnes og Grafningshreppi en þar eru um þrjú þúsund sumarhús. Þrátt fyrir tilmæli um að fólk yrði heima yfir páskahátíðina og ferðaðist þess í stað innanhúss heima hjá sér eru ótrúlega margir í sumarbústöðum. Það veldur heimamönnum í Grímsnes og Grafningshreppi vonbrigðum. „Ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri fara að tilmælum Víðis og vera heima um páskana, þetta eru vonbrigði en eins og ég segi, maður hefði viljað sjá færri í bústöðunum en það er ekkert hægt að gera við þessu,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti sveitarfélagsins. Ása Valdís segir að bústaðirnir hafi ekki bara verið í notkun um páskana, það séu margir búnir að dvelja í þeim í nokkrar vikur. „Já, það eru margir sem fluttu í bústaðina um leið og veiran birtist á Íslandi og búið að vera hér í margar vikur. Við höfum líka heyrt eitthvað um það að fólk í sóttkví sé í bústöðum en ég vek athygli á því að það eru bara sömu reglur hérna í sveitinni eins og í borginni, þú átt að halda þig út af fyrir þig og við vonum bara að fólk geri það.“ Björg, sem rekur verslunina á Borg hefur haft meira en nóg að gera um páskana og hún reiknar með því að það verði þannig áfram næstu daga og vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Björg Ragnarsdóttir sem rekur Verslunina Borg hefur ekki setið auðum höndum um páskana því það hefur verið nóg að gera við að þjóna sumarbústaðafólkið og aðra síðustu daga og vikur. „Það er bara búið að vera mikið af fólki á svæðinu eftir að veiran stakk sér inn í landið okkar, fólk sem forðaði sér út úr þéttbýlinu og er bara búið að vera í bústað.“ Björg segir líka mikið um snertilausar afgreiðslur en þá tekur hún niður pantanir hjá fólki, týnir vörurnar saman í kassa og fer síðan með hann út fyrir verslunina þar sem hann er sóttur eftir að greiðsla hefur farið fram. En hvernig finnst henni hljóðið vera í fólki? „Það er mjög misjafnt en allir eru að reyna að halda í jákvæðnina finnst mér, það er í rauninni ekkert annað, sem hægt er að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels