Mikið verslað á Borg í Grímsnesi um páskana af fólki í sumarbústöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2020 18:45 Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes og Grafningshrepp sem skilur ekki af hverju fólk hlýðir ekki tilmælum yfirvalda og haldi sig heima um páskana, ekki í sumarbústöðum. magnús hlynur hreiðarsson Það hefur verið meira en nóg að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi yfir páskana enda fjölmargir í sumarbústöðum. Það veldur hins vegar oddvita sveitarfélagsins vonbrigðum að sjá hvað margir kusu að vera í bústöðum þvert á tilmæli yfirvalda. Fjölmennasta sumarbústaðabyggð landsins er í Grímsnes og Grafningshreppi en þar eru um þrjú þúsund sumarhús. Þrátt fyrir tilmæli um að fólk yrði heima yfir páskahátíðina og ferðaðist þess í stað innanhúss heima hjá sér eru ótrúlega margir í sumarbústöðum. Það veldur heimamönnum í Grímsnes og Grafningshreppi vonbrigðum. „Ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri fara að tilmælum Víðis og vera heima um páskana, þetta eru vonbrigði en eins og ég segi, maður hefði viljað sjá færri í bústöðunum en það er ekkert hægt að gera við þessu,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti sveitarfélagsins. Ása Valdís segir að bústaðirnir hafi ekki bara verið í notkun um páskana, það séu margir búnir að dvelja í þeim í nokkrar vikur. „Já, það eru margir sem fluttu í bústaðina um leið og veiran birtist á Íslandi og búið að vera hér í margar vikur. Við höfum líka heyrt eitthvað um það að fólk í sóttkví sé í bústöðum en ég vek athygli á því að það eru bara sömu reglur hérna í sveitinni eins og í borginni, þú átt að halda þig út af fyrir þig og við vonum bara að fólk geri það.“ Björg, sem rekur verslunina á Borg hefur haft meira en nóg að gera um páskana og hún reiknar með því að það verði þannig áfram næstu daga og vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Björg Ragnarsdóttir sem rekur Verslunina Borg hefur ekki setið auðum höndum um páskana því það hefur verið nóg að gera við að þjóna sumarbústaðafólkið og aðra síðustu daga og vikur. „Það er bara búið að vera mikið af fólki á svæðinu eftir að veiran stakk sér inn í landið okkar, fólk sem forðaði sér út úr þéttbýlinu og er bara búið að vera í bústað.“ Björg segir líka mikið um snertilausar afgreiðslur en þá tekur hún niður pantanir hjá fólki, týnir vörurnar saman í kassa og fer síðan með hann út fyrir verslunina þar sem hann er sóttur eftir að greiðsla hefur farið fram. En hvernig finnst henni hljóðið vera í fólki? „Það er mjög misjafnt en allir eru að reyna að halda í jákvæðnina finnst mér, það er í rauninni ekkert annað, sem hægt er að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi yfir páskana enda fjölmargir í sumarbústöðum. Það veldur hins vegar oddvita sveitarfélagsins vonbrigðum að sjá hvað margir kusu að vera í bústöðum þvert á tilmæli yfirvalda. Fjölmennasta sumarbústaðabyggð landsins er í Grímsnes og Grafningshreppi en þar eru um þrjú þúsund sumarhús. Þrátt fyrir tilmæli um að fólk yrði heima yfir páskahátíðina og ferðaðist þess í stað innanhúss heima hjá sér eru ótrúlega margir í sumarbústöðum. Það veldur heimamönnum í Grímsnes og Grafningshreppi vonbrigðum. „Ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri fara að tilmælum Víðis og vera heima um páskana, þetta eru vonbrigði en eins og ég segi, maður hefði viljað sjá færri í bústöðunum en það er ekkert hægt að gera við þessu,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti sveitarfélagsins. Ása Valdís segir að bústaðirnir hafi ekki bara verið í notkun um páskana, það séu margir búnir að dvelja í þeim í nokkrar vikur. „Já, það eru margir sem fluttu í bústaðina um leið og veiran birtist á Íslandi og búið að vera hér í margar vikur. Við höfum líka heyrt eitthvað um það að fólk í sóttkví sé í bústöðum en ég vek athygli á því að það eru bara sömu reglur hérna í sveitinni eins og í borginni, þú átt að halda þig út af fyrir þig og við vonum bara að fólk geri það.“ Björg, sem rekur verslunina á Borg hefur haft meira en nóg að gera um páskana og hún reiknar með því að það verði þannig áfram næstu daga og vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Björg Ragnarsdóttir sem rekur Verslunina Borg hefur ekki setið auðum höndum um páskana því það hefur verið nóg að gera við að þjóna sumarbústaðafólkið og aðra síðustu daga og vikur. „Það er bara búið að vera mikið af fólki á svæðinu eftir að veiran stakk sér inn í landið okkar, fólk sem forðaði sér út úr þéttbýlinu og er bara búið að vera í bústað.“ Björg segir líka mikið um snertilausar afgreiðslur en þá tekur hún niður pantanir hjá fólki, týnir vörurnar saman í kassa og fer síðan með hann út fyrir verslunina þar sem hann er sóttur eftir að greiðsla hefur farið fram. En hvernig finnst henni hljóðið vera í fólki? „Það er mjög misjafnt en allir eru að reyna að halda í jákvæðnina finnst mér, það er í rauninni ekkert annað, sem hægt er að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira