Þekkingarsetur um matvælastarfsemi stofnað í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2020 12:15 Elliði Vignisson, sem er í fararbroddi í Ölfusi með uppbyggingu Þekkingarseturs í matvælastarfsemi, sem verður sett á laggirnar á næstu vikum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveitarfélagið Ölfus ætlar sér að stofna Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem byggir á sérhæfingu svæðisins í matvælavinnslu. Liður í því er bygging risa svínabús og laxeldisstöðvar í sveitarfélaginu. Það er engin uppgjafatónn í forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Ölfuss á tímum kórónuveirunnar því nú á að setja allt á fullt og setja á laggirnar Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem mun kosta fullt af peningum og skapa fullt af nýjum störfum. „Já, þetta mál snýst fyrst og fremst um það að mannkyninu fjölgar hratt og áherslan á heilbrigð matvæli þar með. Ef að fjölgun mannkynsins verður eins og stefnir í þá þurfum við að framleiða jafnmikið af mat á næstu 40 árum og við höfum gert á síðustu 8 þúsund árin og þetta skapar gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga að stíga fast fram í matvælaframleiðslu og hér í Ölfusinu höfum við allt sem til þarf. Mikið land, orku, vatn, mannauð og útflutningshöfn. Til þess að undirbyggja þetta og tryggja framgang þeirra verkefna, sem þegar eru að fara af stað þá stefnum við á stofnun Þekkingarseturs á sviði umhverfisvænna matvæla bara núna á næstu dögum vonandi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfuss. Mikið af nýjum störfum munu skapast í Þorlákshöfn og í sveitunum þar í kring með allri þeirri matvælastarfsemi, sem er að hefjast í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Í þessu samhengi eru stór verkefni í burðarliðnum í Ölfusi, m.a. á að reisa risa svínabú vestan við Þorlákshöfn þar sem verða 1200 gyltur og 4.800 grísir. Fyrirtækið Síld og Fiskur byggir og mun eiga svínabúið. En það eru fleiri stór verkefni að fara af stað í Ölfusi. „já, við erum að undirbúa allt að 40 þúsund tonna laxeldi hjá þremur til fjórum fyrirtækjum, fulleldi á laxi á landi og það er nánast 100% aukning frá því sem það var 2019 en þá voru 25 þúsund tonn af laxi framleidd þá,“ bætir Elliði við. Elliði segir jafnframt að nýja Þekkingarsetrið um matvælastarfsemi muni hafa mikil og góð áhrif á atvinnulífið í Ölfusi og fjölga störfum þar mikið næstu árin. Landbúnaður Ölfus Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus ætlar sér að stofna Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem byggir á sérhæfingu svæðisins í matvælavinnslu. Liður í því er bygging risa svínabús og laxeldisstöðvar í sveitarfélaginu. Það er engin uppgjafatónn í forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Ölfuss á tímum kórónuveirunnar því nú á að setja allt á fullt og setja á laggirnar Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem mun kosta fullt af peningum og skapa fullt af nýjum störfum. „Já, þetta mál snýst fyrst og fremst um það að mannkyninu fjölgar hratt og áherslan á heilbrigð matvæli þar með. Ef að fjölgun mannkynsins verður eins og stefnir í þá þurfum við að framleiða jafnmikið af mat á næstu 40 árum og við höfum gert á síðustu 8 þúsund árin og þetta skapar gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga að stíga fast fram í matvælaframleiðslu og hér í Ölfusinu höfum við allt sem til þarf. Mikið land, orku, vatn, mannauð og útflutningshöfn. Til þess að undirbyggja þetta og tryggja framgang þeirra verkefna, sem þegar eru að fara af stað þá stefnum við á stofnun Þekkingarseturs á sviði umhverfisvænna matvæla bara núna á næstu dögum vonandi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfuss. Mikið af nýjum störfum munu skapast í Þorlákshöfn og í sveitunum þar í kring með allri þeirri matvælastarfsemi, sem er að hefjast í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Í þessu samhengi eru stór verkefni í burðarliðnum í Ölfusi, m.a. á að reisa risa svínabú vestan við Þorlákshöfn þar sem verða 1200 gyltur og 4.800 grísir. Fyrirtækið Síld og Fiskur byggir og mun eiga svínabúið. En það eru fleiri stór verkefni að fara af stað í Ölfusi. „já, við erum að undirbúa allt að 40 þúsund tonna laxeldi hjá þremur til fjórum fyrirtækjum, fulleldi á laxi á landi og það er nánast 100% aukning frá því sem það var 2019 en þá voru 25 þúsund tonn af laxi framleidd þá,“ bætir Elliði við. Elliði segir jafnframt að nýja Þekkingarsetrið um matvælastarfsemi muni hafa mikil og góð áhrif á atvinnulífið í Ölfusi og fjölga störfum þar mikið næstu árin.
Landbúnaður Ölfus Mest lesið Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira