Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2020 07:34 Öryggisgæsla hefur veirð mikil við dómshúsið í Christchurch. AP Maðurinn sem drap 51 mann í árásum sínum á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi á síðasta ári hafði í hyggju að ráðast á þriðju moskuna. Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Hinn 29 ára Tarrant hefur játað sök, en í ákæru var hann sakaður um 51 morð af yfirlögðu ráði, fjörutíu tilraunir til morðs og hryðjuverk. Talið er að Tarrant gæti mögulega verið dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Yrði það í fyrsta sinn sem slíkur dómur yrði kveðinn upp á Nýja-Sjálandi. Erlendir fjölmiðlar segja Tarrant hafa sýnt lítil svipbrigði í réttarsal í morgun. Var hann klæddur grárri peysu og í handjárnum. Áætlað er að 66 þeirra sem komust lífs af úr árásinni muni taka til máls í réttarsal næstu fjóra dagana. Brenton Tarrant í réttarsal í morgun.AP Dagurinn hófst þó á því að saksóknarar lásu upp 26 síðna samantekt á því sem gerðist 29. mars 2019 þegar Tarrant réðst til atlögu. Sagði saksóknari að Tarrant hafi skipulagt árásina þannig að sem flestir myndu bíða bana. Hann hafði flogið dróna yfir moskurnar tveimur mánuðum áður til að kanna aðstæður. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook, en skömmu síðar hafði hann hlaðið upp stefnuyfirlýsingu sína á neinu. Fjölmiðlum hefur verið meinað að greina fram framgangi málsins í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rati ekki frekar fyrir almenningssjónir. Hafa fjölmiðlamönnum verið settar hömlur um hverju megi greina frá og hverju ekki. Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Maðurinn sem drap 51 mann í árásum sínum á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi á síðasta ári hafði í hyggju að ráðast á þriðju moskuna. Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Hinn 29 ára Tarrant hefur játað sök, en í ákæru var hann sakaður um 51 morð af yfirlögðu ráði, fjörutíu tilraunir til morðs og hryðjuverk. Talið er að Tarrant gæti mögulega verið dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Yrði það í fyrsta sinn sem slíkur dómur yrði kveðinn upp á Nýja-Sjálandi. Erlendir fjölmiðlar segja Tarrant hafa sýnt lítil svipbrigði í réttarsal í morgun. Var hann klæddur grárri peysu og í handjárnum. Áætlað er að 66 þeirra sem komust lífs af úr árásinni muni taka til máls í réttarsal næstu fjóra dagana. Brenton Tarrant í réttarsal í morgun.AP Dagurinn hófst þó á því að saksóknarar lásu upp 26 síðna samantekt á því sem gerðist 29. mars 2019 þegar Tarrant réðst til atlögu. Sagði saksóknari að Tarrant hafi skipulagt árásina þannig að sem flestir myndu bíða bana. Hann hafði flogið dróna yfir moskurnar tveimur mánuðum áður til að kanna aðstæður. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook, en skömmu síðar hafði hann hlaðið upp stefnuyfirlýsingu sína á neinu. Fjölmiðlum hefur verið meinað að greina fram framgangi málsins í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rati ekki frekar fyrir almenningssjónir. Hafa fjölmiðlamönnum verið settar hömlur um hverju megi greina frá og hverju ekki.
Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42