Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 14:42 Rúmlega 60 aðilar sem lifðu árásina af og fjölskyldumeðlimir þeirra sem dóu munu tala fyrir dómi. AP/Vincent Thian Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. Þá mun dómsuppkvaðning í málinu gegn honum hefjast en hann var ákærður fyrir 51 morð, 40 morðtilraunir og hryðjuverk. Hann hefur gengist við þessum morðum og er búist við því að hann verði dæmdur í lífstíðarfangelsi þegar dómsuppkvaðningunni lýkur. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant, sem er frá Ástralíu, lenti í Christchurch í dag í fylgd lögregluþjóna og hermanna. Dómsuppkvaðningin mun taka fjóra daga og á þeim tíma munu aðilar sem lifðu árás Tarrant af og aðstandendur þeirra sem dóu segja sögur sínar. Samkvæmt frétt BBC munu rúmlega sextíu manns bera vitni í dómshúsinu í Christchurch. Einhverjir þeirra hafa ferðast frá öðrum löndum og varið tveimur vikum í sóttkví til að geta sagt sögur sínar. Hundruð til viðbótar, fengu ekki að vera í salnum vegna sóttvarna, munu geta fylgst með í netið. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook. Hann réðst á tvær moskur í Christchurch og skaut á fólk sem hann sá. Tæpum mánuði eftir árásina greiddi 119 þingmenn Nýja Sjálands atkvæði með frumvarpi um að banna hálfsjálfvirkar byssur í landinu. Einn var andvígur. Í frétt New Zealand Herald segir að kostnaður ríkisins vegna fangelsunar Tarrant sé verulega mikill. Það kosti skattgreiðendur 3,6 milljónir dala á ári. Það samsvarar rúmum 350 milljónum króna. Það kostar ríkið 302 dali á degi hverjum að halda hefðbundnum fanga í fangelsi en fangelsun Tarrant kostar ríkið 4.932 dali á dag. Líklega mun fangelsun Tarrant vera álíka kostnaðarsöm út afplánun hans. Honum er haldið við mikla öryggisgæslu og frá öðrum föngum í háöryggisfangelsinu í Aukland af ótta við að aðrir fangar myndu ráðast á hann. Einn viðmælandi NZ Herald, sem leiðir samtök múslima í Canterbury og lifði árás Tarrant af, Feroze Ditta, segir að ekki eigi að aðskilja Tarrant frá öðrum glæpamönnum. „Hvern eru við að vernda hér? Þetta er maður sem slátraði 51 manneskju. Hann reyndi að valda meiri skaða og 41 var heppinn að lifa af,“ sagði Ditta. Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. Þá mun dómsuppkvaðning í málinu gegn honum hefjast en hann var ákærður fyrir 51 morð, 40 morðtilraunir og hryðjuverk. Hann hefur gengist við þessum morðum og er búist við því að hann verði dæmdur í lífstíðarfangelsi þegar dómsuppkvaðningunni lýkur. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant, sem er frá Ástralíu, lenti í Christchurch í dag í fylgd lögregluþjóna og hermanna. Dómsuppkvaðningin mun taka fjóra daga og á þeim tíma munu aðilar sem lifðu árás Tarrant af og aðstandendur þeirra sem dóu segja sögur sínar. Samkvæmt frétt BBC munu rúmlega sextíu manns bera vitni í dómshúsinu í Christchurch. Einhverjir þeirra hafa ferðast frá öðrum löndum og varið tveimur vikum í sóttkví til að geta sagt sögur sínar. Hundruð til viðbótar, fengu ekki að vera í salnum vegna sóttvarna, munu geta fylgst með í netið. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook. Hann réðst á tvær moskur í Christchurch og skaut á fólk sem hann sá. Tæpum mánuði eftir árásina greiddi 119 þingmenn Nýja Sjálands atkvæði með frumvarpi um að banna hálfsjálfvirkar byssur í landinu. Einn var andvígur. Í frétt New Zealand Herald segir að kostnaður ríkisins vegna fangelsunar Tarrant sé verulega mikill. Það kosti skattgreiðendur 3,6 milljónir dala á ári. Það samsvarar rúmum 350 milljónum króna. Það kostar ríkið 302 dali á degi hverjum að halda hefðbundnum fanga í fangelsi en fangelsun Tarrant kostar ríkið 4.932 dali á dag. Líklega mun fangelsun Tarrant vera álíka kostnaðarsöm út afplánun hans. Honum er haldið við mikla öryggisgæslu og frá öðrum föngum í háöryggisfangelsinu í Aukland af ótta við að aðrir fangar myndu ráðast á hann. Einn viðmælandi NZ Herald, sem leiðir samtök múslima í Canterbury og lifði árás Tarrant af, Feroze Ditta, segir að ekki eigi að aðskilja Tarrant frá öðrum glæpamönnum. „Hvern eru við að vernda hér? Þetta er maður sem slátraði 51 manneskju. Hann reyndi að valda meiri skaða og 41 var heppinn að lifa af,“ sagði Ditta.
Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga Sjá meira
Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. 25. mars 2020 23:29