Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu hér og neðst í fréttinni.

Ellefu hafa greinst með kórónuveiruna í hópsýkingu sem rakin er til Hótel Rangár. Friðrik Pálsson, eigandi hótelsins, segir að sér og öðru starfsfólki hafi verið verulega brugðið þegar sýkingin kom upp enda hafi allir gætt vel að sóttvörnum. Rætt verður við Friðrik í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá segjum við frá líkfundi í Breiðholti og því að ný íbúðalán hjá bönkunum rjúka út. Lánin kunna að vera vísbending um að skuldsetning heimilanna sé að aukast.

Við skellum okkur líka í hlaup og skoðum óvenjulegt kaffihús í Vík í Mýrdal. Allt þetta og fleira í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×