Innlent

Fullur þrýstingur kominn á aftur eftir leka

Samúel Karl Ólason skrifar
Viðgerð Veitna lauk í nótt og voru allir íbúar komnir með fullan þrýsting í morgunsárið.
Viðgerð Veitna lauk í nótt og voru allir íbúar komnir með fullan þrýsting í morgunsárið. Vísir/Vilhelm

Viðgerð vegna leka úr hitaveitulögn í Hafnarfirði í gær lauk skömmu fyrir þrjú í nótt. Loka þurfti fyrir heitt vatn á hluta Hafnarfjarðar, á Álftanesi og hluta Garðabæjar vegna lekans. Klukkan hálf sex í morgun voru þó allir íbúar komnir aftur með fullan þrýsting á heita vatnið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

Lekinn átti sér stað í stórri lögn í Hafnarfirði og rann vatn út á götu. Það tafði viðgerð þar sem ekki var hægt að komast að lekanum í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×