Innlent

Fóru í útkall vegna heitavatnsleka

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slökkvilið sá til þess að fólk færi ekki of nálægt uppsprettu vatnslekans.
Slökkvilið sá til þess að fólk færi ekki of nálægt uppsprettu vatnslekans. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli vegna heitavatnsleka í Ásahverfi í Garðabæ í kvöld. Þetta kemur fram á mbl.is

Þar segir að sjóðandi vatn hafi flætt upp úr veitukerfinu og út á götu. Óhappið tengist heitavatsleka sem varð í Hafnarfirði og nágrenni.

Morgunblaðið hefur eftir varðstjóra hjá slökkviliðinu að starfsmenn Veitna hafi mætt á vettvang og skrúfað fyrir vatnið og hafist handa við viðgerðir. Slökkviliðið hafi séð til þess að fólk hætti sér ekki nálægt sjóðandi heitu vatninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×