Uppfæra þurfi reglugerðir til að lög um kynrænt sjálfræði verði meira en „bara punt á blaði“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 12:48 Dóra Björt segist ekki ætla að gefast upp á þessu mannréttindamáli fyrr en í fulla hnefana. Vísir/Vilhelm Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins, segir að uppfæra þurfi reglugerðir ef lögin eiga að vera annað og meira en punt á blaði. Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráð borgarinnar samþykkti sumarið 2018 tillögu um að öll salerni í stjórnsýsluhúsum borgarinnar skyldu verða ókyngreind. Hinsegin fólk hefur lengi barist fyrir því að salerni verði kynhlutlaus til að tryggja aðgengi allra, þar á meðal þeirra sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Síðan breytingin var gerð kvörtuðu nokkrir starfsmenn á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni yfir ókyngreindum salernum. Vinnueftirlitið ákvarðaði í kjölfarið að borgin skyldi setja merkingarnar upp aftur með vísan í reglur um húsnæði vinnustaða númer 581 frá 1995. Mannréttindaráðið taldi ljóst að reglugerðin væri úreld og stæðist ekki ný lög um kynrænt sjálfræði. Ráðið óskaði eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins og bað um að réttaráhrifum ákvörðunar Vinnueftirlitsins yrði frestað þar til úrskurður ráðuneytisins lægi fyrir. Á dögunum barst Mannréttindaráði síðan bréf frá félagsmálaráðuneytinu þar sem beiðni um frest var hafnað. Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður ráðsins. „Mér finnst þetta mál snúast fyrst og fremst um það að við erum komin með ný lög um kynrænt sjálfræði þar sem Alþingi hefur verið ansi róttækt í því að auka aðgengi allra kynja að samfélaginu. Við sem samfélag höfum gengið svolitið frá þessari kynjatvíhyggju og hér erum við með reglugerð frá 1995 sem stríðir, að mínu viti, gegn þessum lögum. Ef það er þannig að reglugerðir stríði gegn ríkjandi lögum og eðlilegri samfélagslegri þróun sem við stöndum öll saman um þá er það hreinlega lýðræðislegt vandamál. Dóra segir misvísandi skilaboð stjórnvalda um hvað megi og hvað megi ekki í tengslum við kynrænt sjálfræði komi illa niður á hinseginfólki. Henni hugnast ekki vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins í málinu. „Ef lög um kynrænt sjálfræði eiga að vera eitthvað meira en bara punt á blaði þá þarf að uppfæra reglugerðir og það þarf að gera það hratt og örugglega vegna þess að þessi lög hafa þegar tekið gildi.“ Dóra segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Við erum einfaldlega að krefjast þess fyrir okkar borgara, fyrir okkar íbúa að lög um kynrænt sjálfræði - að róttæk lög sem eig að skipta máli - hafi þau samfélagslegu áhrif sem þeim er ætlað að hafa og við gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.“ Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00 Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur verið gert að setja aftur upp salernismerkingar sem aðgreinir konur og karla á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni, að minnsta kosti þar til félagsmálaráðuneytið hefur ákvarðað hvort ákvörðun Vinnueftirlitsins standist ný lög um kynrænt sjálfræði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins, segir að uppfæra þurfi reglugerðir ef lögin eiga að vera annað og meira en punt á blaði. Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráð borgarinnar samþykkti sumarið 2018 tillögu um að öll salerni í stjórnsýsluhúsum borgarinnar skyldu verða ókyngreind. Hinsegin fólk hefur lengi barist fyrir því að salerni verði kynhlutlaus til að tryggja aðgengi allra, þar á meðal þeirra sem skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Síðan breytingin var gerð kvörtuðu nokkrir starfsmenn á skrifstofum borgarinnar í Borgartúni yfir ókyngreindum salernum. Vinnueftirlitið ákvarðaði í kjölfarið að borgin skyldi setja merkingarnar upp aftur með vísan í reglur um húsnæði vinnustaða númer 581 frá 1995. Mannréttindaráðið taldi ljóst að reglugerðin væri úreld og stæðist ekki ný lög um kynrænt sjálfræði. Ráðið óskaði eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins og bað um að réttaráhrifum ákvörðunar Vinnueftirlitsins yrði frestað þar til úrskurður ráðuneytisins lægi fyrir. Á dögunum barst Mannréttindaráði síðan bréf frá félagsmálaráðuneytinu þar sem beiðni um frest var hafnað. Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður ráðsins. „Mér finnst þetta mál snúast fyrst og fremst um það að við erum komin með ný lög um kynrænt sjálfræði þar sem Alþingi hefur verið ansi róttækt í því að auka aðgengi allra kynja að samfélaginu. Við sem samfélag höfum gengið svolitið frá þessari kynjatvíhyggju og hér erum við með reglugerð frá 1995 sem stríðir, að mínu viti, gegn þessum lögum. Ef það er þannig að reglugerðir stríði gegn ríkjandi lögum og eðlilegri samfélagslegri þróun sem við stöndum öll saman um þá er það hreinlega lýðræðislegt vandamál. Dóra segir misvísandi skilaboð stjórnvalda um hvað megi og hvað megi ekki í tengslum við kynrænt sjálfræði komi illa niður á hinseginfólki. Henni hugnast ekki vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins í málinu. „Ef lög um kynrænt sjálfræði eiga að vera eitthvað meira en bara punt á blaði þá þarf að uppfæra reglugerðir og það þarf að gera það hratt og örugglega vegna þess að þessi lög hafa þegar tekið gildi.“ Dóra segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. „Við erum einfaldlega að krefjast þess fyrir okkar borgara, fyrir okkar íbúa að lög um kynrænt sjálfræði - að róttæk lög sem eig að skipta máli - hafi þau samfélagslegu áhrif sem þeim er ætlað að hafa og við gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.“
Hinsegin Mannréttindi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00 Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Mikilvægt að öll lög landsins verði kynhlutlaus Formaður Samtakanna 78 segir mikilvægt að gera breytingar á lögum landsins í þá veru að öll lög verði kynhlutlaus. Frumvaprsdrög þess efnis eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. 10. ágúst 2020 13:00
Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24