Heimir Karlsson og Einar Bollason voru gestir Kjartans Atla í Körfuboltakvöldi en þeir sáu um umfjöllun Stöðvar 2 fyrstu árin.
Heimir rifjaði upp skemmtilegt atvik úr beinni útsendingu frá leik New York Knicks og Houston Rockets í úrslitakeppni NBA árið 1994.
„Þessar útsendingar voru með misjöfnum skilyrðum. Við tókum útsendingamerki í gegnum herinn upp á Keflavíkurflugvelli,“ útskýrir Heimir og heldur áfram.
„Við erum í miðjum leik. Við stjórnuðum ekki neinum pásum eða neitt slíkt. Þá var skyndilega klippt yfir úr körfuboltanum á einhvern jeppa á hraðbraut í Los Angeles með sæg af lögreglubílum að elta,“ segir Heimir.
Um var að ræða beina útsendingu frá handtöku OJ Simpson, ofurstjörnu úr NFL deildinni á sjöunda áratugnum.
Fengu íslenskir körfuboltaáhugamenn því að fylgjast með þessum sögulega eltingaleik fyrir algjöra tilviljun.
Heimir og Einar rifjuðu upp þetta atvik með Kjartani Atla eins og sjá má í spilaranum neðst í fréttinni.