Aðalþjálfari NFL-liðs með krabbamein en hættir ekki að þjálfa liðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 17:30 Ron Rivera þjálfaði áður lið Carolina Panthers í níu ár. EPA-EFE/DAN ANDERSON Ron Rivera, þjálfari Washington liðsins í NFL-deildinni, greindist með krabbamein á dögunum en hann sagði frá þessu opinberlega í nótt. Ron Rivera er með húðkrabbamein sem er komið í eitlana en það fannst snemma og læknar eru bjartsýnir fyrir hönd Rivera um að hann nái sér. Ron Rivera kallaði alla leikmenn liðsins saman og sagði þeim frá þessu. Hann vildi að þeir heyrðu þetta allir frá honum sjálfum. Washington Head Coach Ron Rivera tells @AdamSchefter he has been diagnosed with lymph node cancer after a self-check.Rivera says the cancer is in the early stages and is considered very treatable and curable." pic.twitter.com/eAuXzK6al7— SportsCenter (@SportsCenter) August 21, 2020 „Mér var brugðið. Ég var líka reiður því mér finnst ég hafi aldrei verið heilsuhraustari en einmitt núna,“ sagði Ron Rivera. Það er engin uppgjöf í Ron Rivera sjálfum sem hefur beðið félagið að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann ætlar að þjálfa liðið áfram en mun þó vera með plan B fari svo að hann þurfi að fara í veikindaleyfi. Það styttist í NFL-tímabilið en Ron Rivera átti mikið verk fyrir höndum innan raða Washington liðsins, bæði við að gera liðið betra inn á vellinum en eins til að laga vinnumenninguna utan hans. Washington liðið, sem hætti að nota nafnið sitt sitt í sumar, ætlar ekki að finna sér nýtt nafn fyrr en seinna. Liðið heitir því Washington Football Club á komandi tímabili. Ron Rivera er 58 ára gamall og þetta er fyrsta tímabil hans með Washington liðið. Hann hefur hins vegar mikla reynslu úr NFL-deildinni og þjálfaði meðal annars lið Carolina Panthers í átta ár þar á undan eða frá 2011 til 2019. More Ron Rivera: I m planning to go on coaching. Doctors encouraged me to do it, too. They said, If you feel strongly, do it. Don t slow down, do your physical activities. But everyone keeps telling me by week three or four, you ll start feeling it. — Adam Schefter (@AdamSchefter) August 21, 2020 Fyrstu mánuðirnir í starfi hafa reynt mikið á Ron Rivera. Það er auðvitað kórónuveirufaraldurinn, svo þurfti liðið að skipta út rasísku nafni sínu og þá hafa komið fram upplýsingar um viðamikið kynferðislegt áreiti meðal starfsmanna félagsins. Krabbameinið bætist síðan ofan á það. „Ég ætla að halda áfram að þjálfa. Læknarnir hafa líka hvatt mig til þess. Þeir sögðu við mig: Ef þú hefur orku þá skaltu gera það. Ekki hægja á þér og haltu áfram að hreyfa þig. Það segja mér samt allir að ég fari virkilega að finna fyrir lyfjameðferðinni á viku þrjú eða fjögur,“ sagði Ron Rivera í samtali við Adam Schefter á ESPN. NFL Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Neuer meiddist við að fagna marki Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Sjá meira
Ron Rivera, þjálfari Washington liðsins í NFL-deildinni, greindist með krabbamein á dögunum en hann sagði frá þessu opinberlega í nótt. Ron Rivera er með húðkrabbamein sem er komið í eitlana en það fannst snemma og læknar eru bjartsýnir fyrir hönd Rivera um að hann nái sér. Ron Rivera kallaði alla leikmenn liðsins saman og sagði þeim frá þessu. Hann vildi að þeir heyrðu þetta allir frá honum sjálfum. Washington Head Coach Ron Rivera tells @AdamSchefter he has been diagnosed with lymph node cancer after a self-check.Rivera says the cancer is in the early stages and is considered very treatable and curable." pic.twitter.com/eAuXzK6al7— SportsCenter (@SportsCenter) August 21, 2020 „Mér var brugðið. Ég var líka reiður því mér finnst ég hafi aldrei verið heilsuhraustari en einmitt núna,“ sagði Ron Rivera. Það er engin uppgjöf í Ron Rivera sjálfum sem hefur beðið félagið að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Hann ætlar að þjálfa liðið áfram en mun þó vera með plan B fari svo að hann þurfi að fara í veikindaleyfi. Það styttist í NFL-tímabilið en Ron Rivera átti mikið verk fyrir höndum innan raða Washington liðsins, bæði við að gera liðið betra inn á vellinum en eins til að laga vinnumenninguna utan hans. Washington liðið, sem hætti að nota nafnið sitt sitt í sumar, ætlar ekki að finna sér nýtt nafn fyrr en seinna. Liðið heitir því Washington Football Club á komandi tímabili. Ron Rivera er 58 ára gamall og þetta er fyrsta tímabil hans með Washington liðið. Hann hefur hins vegar mikla reynslu úr NFL-deildinni og þjálfaði meðal annars lið Carolina Panthers í átta ár þar á undan eða frá 2011 til 2019. More Ron Rivera: I m planning to go on coaching. Doctors encouraged me to do it, too. They said, If you feel strongly, do it. Don t slow down, do your physical activities. But everyone keeps telling me by week three or four, you ll start feeling it. — Adam Schefter (@AdamSchefter) August 21, 2020 Fyrstu mánuðirnir í starfi hafa reynt mikið á Ron Rivera. Það er auðvitað kórónuveirufaraldurinn, svo þurfti liðið að skipta út rasísku nafni sínu og þá hafa komið fram upplýsingar um viðamikið kynferðislegt áreiti meðal starfsmanna félagsins. Krabbameinið bætist síðan ofan á það. „Ég ætla að halda áfram að þjálfa. Læknarnir hafa líka hvatt mig til þess. Þeir sögðu við mig: Ef þú hefur orku þá skaltu gera það. Ekki hægja á þér og haltu áfram að hreyfa þig. Það segja mér samt allir að ég fari virkilega að finna fyrir lyfjameðferðinni á viku þrjú eða fjögur,“ sagði Ron Rivera í samtali við Adam Schefter á ESPN.
NFL Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Boltastrákur hjálpaði markverði að verja víti Daníel Ingi í sextánda sæti á EM: „Hefði viljað stökkva lengra“ Neuer meiddist við að fagna marki Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Sjá meira