Nágrannar krefjast skaðabóta vegna framkvæmda við glæsihús í Garðabæ Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2020 08:30 Frá Garðabæ. Vísir/Vilhelm Íbúar húss í Garðabæ sem liggur að Frjóakri 9 hafa krafist þess að sveitarfélagið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna þess sem þeir vilja meina að hafi verið ólögmætt byggingarleyfi fyrir einbýlishús við Frjóakur 9. Skuli bærinn ganga til samninga um skaðabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar í fundargerð sveitarstjórnar og bréfs lögmanna íbúa nágrannanna. Í bréfinu segir að farið hafi verið á svig við lög um mannvirki, skipulagslög og skipulagsskilmála Akrahverfi með ýmsum hætti við byggingu hússins. Hjónin Margrét Íris Baldursdóttir og Magnús Ármann fjárfestir keyptu Frjóakur 9 fyrr á árinu af athafnamanninum Antoni Kristni Þórarinssyni og vöktu kaupin athygli fjölmiðla enda kaupverðið 360 milljónir króna. Í frétt Fréttablaðsins segir að Margrét og Magnús hafi eftir kaupin ráðist í miklar framkvæmdir og séu langt komin með að útbúa umfangsmikla aðstöðu til líkamsræktar í kjallara hússins – nokkuð sem nágrannar eru ósáttir með og telja brot á deiliskipulagi. Benda þeir á að undanþága hafi fengist til að stækka kjallara hússins á sínum tíma gegn því að um gluggalaust rými væri að ræða sem hefði lítil áhrif á nágranna. Raunin hafi hins vegar verið önnur. Sömuleiðis sé sett út á framkvæmdir við steinsteypta saunu á lóðinni. Bæjarstjóra gert að svara bréfinu Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn þriðjudag var bréfið var tekið fyrir og greindi Gunnar Einarsson bæjarstjóri frá því að framkvæmdir við húsið hafi verið stöðvaðar og að honum hafi verið falið að svara bréfi nágrannanna. Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á kjallararýminu hafi svo verið vísað til umfjöllunar skipulagsnefndar Garðabæjar. Að neðan má sjá stutt innslag úr Heimsókn á Stöð 2, þætti Sindra Sindrasonar, á Stöð 2 frá í febrúar þar sem hann leit í heimsókn í húsið sem um ræðir. Ræddi hann við innanhúsarkitektinn Berglind Berndsen hafði þá innréttað húsið að innan. Fréttin hefur verið uppfærð. Garðabær Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Íbúar húss í Garðabæ sem liggur að Frjóakri 9 hafa krafist þess að sveitarfélagið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna þess sem þeir vilja meina að hafi verið ólögmætt byggingarleyfi fyrir einbýlishús við Frjóakur 9. Skuli bærinn ganga til samninga um skaðabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar í fundargerð sveitarstjórnar og bréfs lögmanna íbúa nágrannanna. Í bréfinu segir að farið hafi verið á svig við lög um mannvirki, skipulagslög og skipulagsskilmála Akrahverfi með ýmsum hætti við byggingu hússins. Hjónin Margrét Íris Baldursdóttir og Magnús Ármann fjárfestir keyptu Frjóakur 9 fyrr á árinu af athafnamanninum Antoni Kristni Þórarinssyni og vöktu kaupin athygli fjölmiðla enda kaupverðið 360 milljónir króna. Í frétt Fréttablaðsins segir að Margrét og Magnús hafi eftir kaupin ráðist í miklar framkvæmdir og séu langt komin með að útbúa umfangsmikla aðstöðu til líkamsræktar í kjallara hússins – nokkuð sem nágrannar eru ósáttir með og telja brot á deiliskipulagi. Benda þeir á að undanþága hafi fengist til að stækka kjallara hússins á sínum tíma gegn því að um gluggalaust rými væri að ræða sem hefði lítil áhrif á nágranna. Raunin hafi hins vegar verið önnur. Sömuleiðis sé sett út á framkvæmdir við steinsteypta saunu á lóðinni. Bæjarstjóra gert að svara bréfinu Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn þriðjudag var bréfið var tekið fyrir og greindi Gunnar Einarsson bæjarstjóri frá því að framkvæmdir við húsið hafi verið stöðvaðar og að honum hafi verið falið að svara bréfi nágrannanna. Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á kjallararýminu hafi svo verið vísað til umfjöllunar skipulagsnefndar Garðabæjar. Að neðan má sjá stutt innslag úr Heimsókn á Stöð 2, þætti Sindra Sindrasonar, á Stöð 2 frá í febrúar þar sem hann leit í heimsókn í húsið sem um ræðir. Ræddi hann við innanhúsarkitektinn Berglind Berndsen hafði þá innréttað húsið að innan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Garðabær Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira