Nágrannar krefjast skaðabóta vegna framkvæmda við glæsihús í Garðabæ Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2020 08:30 Frá Garðabæ. Vísir/Vilhelm Íbúar húss í Garðabæ sem liggur að Frjóakri 9 hafa krafist þess að sveitarfélagið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna þess sem þeir vilja meina að hafi verið ólögmætt byggingarleyfi fyrir einbýlishús við Frjóakur 9. Skuli bærinn ganga til samninga um skaðabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar í fundargerð sveitarstjórnar og bréfs lögmanna íbúa nágrannanna. Í bréfinu segir að farið hafi verið á svig við lög um mannvirki, skipulagslög og skipulagsskilmála Akrahverfi með ýmsum hætti við byggingu hússins. Hjónin Margrét Íris Baldursdóttir og Magnús Ármann fjárfestir keyptu Frjóakur 9 fyrr á árinu af athafnamanninum Antoni Kristni Þórarinssyni og vöktu kaupin athygli fjölmiðla enda kaupverðið 360 milljónir króna. Í frétt Fréttablaðsins segir að Margrét og Magnús hafi eftir kaupin ráðist í miklar framkvæmdir og séu langt komin með að útbúa umfangsmikla aðstöðu til líkamsræktar í kjallara hússins – nokkuð sem nágrannar eru ósáttir með og telja brot á deiliskipulagi. Benda þeir á að undanþága hafi fengist til að stækka kjallara hússins á sínum tíma gegn því að um gluggalaust rými væri að ræða sem hefði lítil áhrif á nágranna. Raunin hafi hins vegar verið önnur. Sömuleiðis sé sett út á framkvæmdir við steinsteypta saunu á lóðinni. Bæjarstjóra gert að svara bréfinu Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn þriðjudag var bréfið var tekið fyrir og greindi Gunnar Einarsson bæjarstjóri frá því að framkvæmdir við húsið hafi verið stöðvaðar og að honum hafi verið falið að svara bréfi nágrannanna. Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á kjallararýminu hafi svo verið vísað til umfjöllunar skipulagsnefndar Garðabæjar. Að neðan má sjá stutt innslag úr Heimsókn á Stöð 2, þætti Sindra Sindrasonar, á Stöð 2 frá í febrúar þar sem hann leit í heimsókn í húsið sem um ræðir. Ræddi hann við innanhúsarkitektinn Berglind Berndsen hafði þá innréttað húsið að innan. Fréttin hefur verið uppfærð. Garðabær Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Íbúar húss í Garðabæ sem liggur að Frjóakri 9 hafa krafist þess að sveitarfélagið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna þess sem þeir vilja meina að hafi verið ólögmætt byggingarleyfi fyrir einbýlishús við Frjóakur 9. Skuli bærinn ganga til samninga um skaðabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar í fundargerð sveitarstjórnar og bréfs lögmanna íbúa nágrannanna. Í bréfinu segir að farið hafi verið á svig við lög um mannvirki, skipulagslög og skipulagsskilmála Akrahverfi með ýmsum hætti við byggingu hússins. Hjónin Margrét Íris Baldursdóttir og Magnús Ármann fjárfestir keyptu Frjóakur 9 fyrr á árinu af athafnamanninum Antoni Kristni Þórarinssyni og vöktu kaupin athygli fjölmiðla enda kaupverðið 360 milljónir króna. Í frétt Fréttablaðsins segir að Margrét og Magnús hafi eftir kaupin ráðist í miklar framkvæmdir og séu langt komin með að útbúa umfangsmikla aðstöðu til líkamsræktar í kjallara hússins – nokkuð sem nágrannar eru ósáttir með og telja brot á deiliskipulagi. Benda þeir á að undanþága hafi fengist til að stækka kjallara hússins á sínum tíma gegn því að um gluggalaust rými væri að ræða sem hefði lítil áhrif á nágranna. Raunin hafi hins vegar verið önnur. Sömuleiðis sé sett út á framkvæmdir við steinsteypta saunu á lóðinni. Bæjarstjóra gert að svara bréfinu Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn þriðjudag var bréfið var tekið fyrir og greindi Gunnar Einarsson bæjarstjóri frá því að framkvæmdir við húsið hafi verið stöðvaðar og að honum hafi verið falið að svara bréfi nágrannanna. Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á kjallararýminu hafi svo verið vísað til umfjöllunar skipulagsnefndar Garðabæjar. Að neðan má sjá stutt innslag úr Heimsókn á Stöð 2, þætti Sindra Sindrasonar, á Stöð 2 frá í febrúar þar sem hann leit í heimsókn í húsið sem um ræðir. Ræddi hann við innanhúsarkitektinn Berglind Berndsen hafði þá innréttað húsið að innan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Garðabær Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira