Nágrannar krefjast skaðabóta vegna framkvæmda við glæsihús í Garðabæ Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2020 08:30 Frá Garðabæ. Vísir/Vilhelm Íbúar húss í Garðabæ sem liggur að Frjóakri 9 hafa krafist þess að sveitarfélagið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna þess sem þeir vilja meina að hafi verið ólögmætt byggingarleyfi fyrir einbýlishús við Frjóakur 9. Skuli bærinn ganga til samninga um skaðabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar í fundargerð sveitarstjórnar og bréfs lögmanna íbúa nágrannanna. Í bréfinu segir að farið hafi verið á svig við lög um mannvirki, skipulagslög og skipulagsskilmála Akrahverfi með ýmsum hætti við byggingu hússins. Hjónin Margrét Íris Baldursdóttir og Magnús Ármann fjárfestir keyptu Frjóakur 9 fyrr á árinu af athafnamanninum Antoni Kristni Þórarinssyni og vöktu kaupin athygli fjölmiðla enda kaupverðið 360 milljónir króna. Í frétt Fréttablaðsins segir að Margrét og Magnús hafi eftir kaupin ráðist í miklar framkvæmdir og séu langt komin með að útbúa umfangsmikla aðstöðu til líkamsræktar í kjallara hússins – nokkuð sem nágrannar eru ósáttir með og telja brot á deiliskipulagi. Benda þeir á að undanþága hafi fengist til að stækka kjallara hússins á sínum tíma gegn því að um gluggalaust rými væri að ræða sem hefði lítil áhrif á nágranna. Raunin hafi hins vegar verið önnur. Sömuleiðis sé sett út á framkvæmdir við steinsteypta saunu á lóðinni. Bæjarstjóra gert að svara bréfinu Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn þriðjudag var bréfið var tekið fyrir og greindi Gunnar Einarsson bæjarstjóri frá því að framkvæmdir við húsið hafi verið stöðvaðar og að honum hafi verið falið að svara bréfi nágrannanna. Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á kjallararýminu hafi svo verið vísað til umfjöllunar skipulagsnefndar Garðabæjar. Að neðan má sjá stutt innslag úr Heimsókn á Stöð 2, þætti Sindra Sindrasonar, á Stöð 2 frá í febrúar þar sem hann leit í heimsókn í húsið sem um ræðir. Ræddi hann við innanhúsarkitektinn Berglind Berndsen hafði þá innréttað húsið að innan. Fréttin hefur verið uppfærð. Garðabær Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Íbúar húss í Garðabæ sem liggur að Frjóakri 9 hafa krafist þess að sveitarfélagið viðurkenni skaðabótaskyldu vegna þess sem þeir vilja meina að hafi verið ólögmætt byggingarleyfi fyrir einbýlishús við Frjóakur 9. Skuli bærinn ganga til samninga um skaðabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar í fundargerð sveitarstjórnar og bréfs lögmanna íbúa nágrannanna. Í bréfinu segir að farið hafi verið á svig við lög um mannvirki, skipulagslög og skipulagsskilmála Akrahverfi með ýmsum hætti við byggingu hússins. Hjónin Margrét Íris Baldursdóttir og Magnús Ármann fjárfestir keyptu Frjóakur 9 fyrr á árinu af athafnamanninum Antoni Kristni Þórarinssyni og vöktu kaupin athygli fjölmiðla enda kaupverðið 360 milljónir króna. Í frétt Fréttablaðsins segir að Margrét og Magnús hafi eftir kaupin ráðist í miklar framkvæmdir og séu langt komin með að útbúa umfangsmikla aðstöðu til líkamsræktar í kjallara hússins – nokkuð sem nágrannar eru ósáttir með og telja brot á deiliskipulagi. Benda þeir á að undanþága hafi fengist til að stækka kjallara hússins á sínum tíma gegn því að um gluggalaust rými væri að ræða sem hefði lítil áhrif á nágranna. Raunin hafi hins vegar verið önnur. Sömuleiðis sé sett út á framkvæmdir við steinsteypta saunu á lóðinni. Bæjarstjóra gert að svara bréfinu Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn þriðjudag var bréfið var tekið fyrir og greindi Gunnar Einarsson bæjarstjóri frá því að framkvæmdir við húsið hafi verið stöðvaðar og að honum hafi verið falið að svara bréfi nágrannanna. Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á kjallararýminu hafi svo verið vísað til umfjöllunar skipulagsnefndar Garðabæjar. Að neðan má sjá stutt innslag úr Heimsókn á Stöð 2, þætti Sindra Sindrasonar, á Stöð 2 frá í febrúar þar sem hann leit í heimsókn í húsið sem um ræðir. Ræddi hann við innanhúsarkitektinn Berglind Berndsen hafði þá innréttað húsið að innan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Garðabær Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira