Stórstjarna Bæjara var út í kuldanum hjá Tony Pulis eins og margur Íslendingurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 13:00 Serge Gnabry hefur skorað 5 mörk fyrir Bayern í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og níu mörk á tímabilinu í bestu deild í heimi. Getty/Michael Regan Serge Gnabry hefur slegið í gegn hjá Bayern München í Meistaradeildinni og á mikinn þátt í því að þýska stórliðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Það er einn maður sem er ávallt minntur á hetjudáðir stráksins og það er maður sem íslenskur fótbolti þekkir líka vel. Serge Gnabry hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum með Bayern München í Meistaradeildinni á þessu tímabili þar af 2 mörk í fyrri leiknum á móti Chelsea í sextán liða úrslitunum og þrjú í leikjunum í átta liða og undanúrslitum keppninnar. Þá má ekki gleyma fernunni hans í 7-2 sigri á Tottenham í London í október síðastliðnum. Það fer ekkert á milli mála að Serge Gnabry er orðinn stórstjarna í knattspyrnuheiminum og þessi 25 ára strákur er líklegur til afreka á næstu árum. Það er samt einn maður sem sá ekki slíka frammistöðu í spilunum hjá kappanum og sá maður heitir Tony Pulis. Three are without a club One is at Stoke One is at Huddersfield One has retiredMeanwhile, Gnabry is preparing to play in a Champions League final https://t.co/DyQBOcZJZd— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 21, 2020 Tony Pulis er þekktastur fyrir það á Íslandi að hafa stýrt liði Stoke City þegar það var í eigu Íslendinga og fyrir það að fara illa með íslenska knattspyrnumenn sem fengu fá tækifæri hjá honum og voru oftast út í kuldanum. Umræddur Serge Gnabry á það sameiginlegt með íslensku knattspyrnumönnunum hjá Stoke að hafa ekki heillað knattspyrnustjórann Tony Pulis. Serge Gnabry var í láni hjá West Bromwich Albion fyrstu fimm mánuðina á 2015-16 tímabilinu en Gnabry var þá leikmaður Arsenal. Gnabry átti að vera í láni alla leiktíðina en var kallaður til baka í janúar. Ástæðan var að Tony Pulis vildi ekki nota hann. Tony Pulis leyfði Serge Gnabry aðeins að spila í samtals tólf mínútur alla þessa fimm mánuði og það er frekar skrautlegt að skoða listann yfir þá vængmenn sem hann vildi nota frekar. Planet Football skoðaði hvaða leikmenn þetta voru. James Morrison er nú hættur, Chris Brunt, Callum McManaman og Stephane Sessegnon eru allir með lausan samning, James McClean er hjá Stoke og Alex Pritchard er hjá Huddersfield. Serge Gnabry er aftur á móti að gera frábæra hluti á stærsta sviðinu sem er Meistaradeildin. Arsenal hafði heldur ekki alltof mikla trú á Serge Gnabry því félagið seldi hann til Werder Bremen fyrir aðeins fimm milljónir punda. Arsene Wenger hafði reyndar trú á honum en leikmaðurinn vildi prófa eitthvað nýtt eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá franska stjóranum. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Serge Gnabry hefur slegið í gegn hjá Bayern München í Meistaradeildinni og á mikinn þátt í því að þýska stórliðið er komið alla leið í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Það er einn maður sem er ávallt minntur á hetjudáðir stráksins og það er maður sem íslenskur fótbolti þekkir líka vel. Serge Gnabry hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum með Bayern München í Meistaradeildinni á þessu tímabili þar af 2 mörk í fyrri leiknum á móti Chelsea í sextán liða úrslitunum og þrjú í leikjunum í átta liða og undanúrslitum keppninnar. Þá má ekki gleyma fernunni hans í 7-2 sigri á Tottenham í London í október síðastliðnum. Það fer ekkert á milli mála að Serge Gnabry er orðinn stórstjarna í knattspyrnuheiminum og þessi 25 ára strákur er líklegur til afreka á næstu árum. Það er samt einn maður sem sá ekki slíka frammistöðu í spilunum hjá kappanum og sá maður heitir Tony Pulis. Three are without a club One is at Stoke One is at Huddersfield One has retiredMeanwhile, Gnabry is preparing to play in a Champions League final https://t.co/DyQBOcZJZd— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 21, 2020 Tony Pulis er þekktastur fyrir það á Íslandi að hafa stýrt liði Stoke City þegar það var í eigu Íslendinga og fyrir það að fara illa með íslenska knattspyrnumenn sem fengu fá tækifæri hjá honum og voru oftast út í kuldanum. Umræddur Serge Gnabry á það sameiginlegt með íslensku knattspyrnumönnunum hjá Stoke að hafa ekki heillað knattspyrnustjórann Tony Pulis. Serge Gnabry var í láni hjá West Bromwich Albion fyrstu fimm mánuðina á 2015-16 tímabilinu en Gnabry var þá leikmaður Arsenal. Gnabry átti að vera í láni alla leiktíðina en var kallaður til baka í janúar. Ástæðan var að Tony Pulis vildi ekki nota hann. Tony Pulis leyfði Serge Gnabry aðeins að spila í samtals tólf mínútur alla þessa fimm mánuði og það er frekar skrautlegt að skoða listann yfir þá vængmenn sem hann vildi nota frekar. Planet Football skoðaði hvaða leikmenn þetta voru. James Morrison er nú hættur, Chris Brunt, Callum McManaman og Stephane Sessegnon eru allir með lausan samning, James McClean er hjá Stoke og Alex Pritchard er hjá Huddersfield. Serge Gnabry er aftur á móti að gera frábæra hluti á stærsta sviðinu sem er Meistaradeildin. Arsenal hafði heldur ekki alltof mikla trú á Serge Gnabry því félagið seldi hann til Werder Bremen fyrir aðeins fimm milljónir punda. Arsene Wenger hafði reyndar trú á honum en leikmaðurinn vildi prófa eitthvað nýtt eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá franska stjóranum.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira