Ólafía Þórunn: Ekki bara herma eftir Tiger af því að hann er Tiger Woods Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 11:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Tiger Woods. Samsett/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ráðleggur kylfingum og öðrum íþróttafólki að herma ekki eftir tækninni hjá öðrum af því bara og þá skiptir það ekki máli þótt að það sé sjálfur Tiger Woods. Íslenski atvinnukylfingurinn og fyrrum íþróttamaður ársins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, hefur verið að sýna lesendum Klefans brot úr æfingadagbókinni sinni og segi einnig frá því hvernig hún notar hana. „Síðan ég gerðist atvinnumaður hefur mikið af tíma með þjálfurunum mínum farið í að ræða málin. Því maður þarf að trúa á það sem maður er að gera og svo stundum losa sig við hugsanir. Líka skilja hvað maður er að vinna að og af hverju er mikilvægt að gera það,“ byrjar Ólafía Þórunn nýjast pistil sinn. Þetta er í fjórða skiptið sem lesendur Klefans fá að kíkja í æfingabókina hennar og að þessu sinni boðar hún það að æfingadagbókin hennar muni breytast töluvert þegar líður á árið. „Í þessari æfingadagbók vitna ég í Henrik Stenson. Ég er ekki mikið á vagninum að herma eftir tækninni hjá öðrum af því bara. Ég ákveð hvað ég vill vinna í með þjálfaranum mínum og svo finnum við mögulega einhvern sem gerir það vel og þar með er ég komin með “módel”,“ skrifar Ólafía Þórunn sem leggur áherslu á það að hver á einn þarf að finna sér sína réttu leið þegar kemur að fyrirmyndunum. „Ekki bara herma eftir Tiger því hann er Tiger og svo reyna að gera þetta atriði frá Dustin Johnson því hann slær svo langt og svo var Annika Sörenstam svo stöðug, þar með hlýtur að vera gott að gera eins og hún. Margt af því sem þessir þrjú gera gæti stangast á við hvort annað, skrifar Ólafía Þórunn. Hún ráðleggur kylfingum að fá álit frá fagmanni og að finna sér þjálfara sem þú treystir. Það má sjá brotið úr æfingadagbók Ólafíu Þórunnar með því að smella hér. Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ráðleggur kylfingum og öðrum íþróttafólki að herma ekki eftir tækninni hjá öðrum af því bara og þá skiptir það ekki máli þótt að það sé sjálfur Tiger Woods. Íslenski atvinnukylfingurinn og fyrrum íþróttamaður ársins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, hefur verið að sýna lesendum Klefans brot úr æfingadagbókinni sinni og segi einnig frá því hvernig hún notar hana. „Síðan ég gerðist atvinnumaður hefur mikið af tíma með þjálfurunum mínum farið í að ræða málin. Því maður þarf að trúa á það sem maður er að gera og svo stundum losa sig við hugsanir. Líka skilja hvað maður er að vinna að og af hverju er mikilvægt að gera það,“ byrjar Ólafía Þórunn nýjast pistil sinn. Þetta er í fjórða skiptið sem lesendur Klefans fá að kíkja í æfingabókina hennar og að þessu sinni boðar hún það að æfingadagbókin hennar muni breytast töluvert þegar líður á árið. „Í þessari æfingadagbók vitna ég í Henrik Stenson. Ég er ekki mikið á vagninum að herma eftir tækninni hjá öðrum af því bara. Ég ákveð hvað ég vill vinna í með þjálfaranum mínum og svo finnum við mögulega einhvern sem gerir það vel og þar með er ég komin með “módel”,“ skrifar Ólafía Þórunn sem leggur áherslu á það að hver á einn þarf að finna sér sína réttu leið þegar kemur að fyrirmyndunum. „Ekki bara herma eftir Tiger því hann er Tiger og svo reyna að gera þetta atriði frá Dustin Johnson því hann slær svo langt og svo var Annika Sörenstam svo stöðug, þar með hlýtur að vera gott að gera eins og hún. Margt af því sem þessir þrjú gera gæti stangast á við hvort annað, skrifar Ólafía Þórunn. Hún ráðleggur kylfingum að fá álit frá fagmanni og að finna sér þjálfara sem þú treystir. Það má sjá brotið úr æfingadagbók Ólafíu Þórunnar með því að smella hér.
Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira