Einni bestu körfuboltakonu heims að takast að hjálpa saklausum manni út úr fangelsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 14:00 Maya Moore fórnaði tveimur árum af körfuboltaferli sínum. Getty/ Leon Bennett WNBA stjarnan Maya Moore tók sér tveggja ára hlé frá WNBA deildinni til að hjálpa saklausum manni að losna úr fangelsi og nú lítur út fyrir að barátta hennar sér að skila árangri. Jonathan Irons er búin að sitja inni i 22 ára af 50 ára dómi fyrir innbrot og líkamsárás en í gær samþykkti dómari beiðni Jonathan Irons um ólögmæta frelsissviptingu. Málið er þó ekki úr sögunni því Missouri hefur nú fimmtán daga til að áfrýja þessari ákvörðun dómarans. Svo gæti síðan farið að Jonathan Irons fengi nýtt réttarhald.Maya Moore's time away from the WNBA has paid off https://t.co/5eUJfWxaMI — Sports Illustrated (@SInow) March 9, 2020The New York Times hefur fjallað sérstaklega um málið og aðallega vegna aðkomu Mayu Moore. Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingum Jonathan Irons þá eru engar sannanir um aðkomu hans að glæpnum, engin vitni og engin sönnunargögn sem tengja hann við málið. Jonathan Irons var sakfelldur aðallega út frá því að hafa játað á sig glæpinn en hann neitar því að hafa gert það. Lögreglumaðurinn sem tók af honum skýrsluna kom ekki fyrir réttinn vegna veikinda og er látinn. Irons var bara táningur þegar þetta gerðist og kviðdómurinn sem sakfelldi hann var einungis skipaður hvítu fólki.Maya Moore stepped away from basketball to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison. On Monday, Irons' initial conviction was overturned. https://t.co/cgmN3VqM0e — SportsCenter (@SportsCenter) March 9, 2020 Maya Moore þekkti ekkert til Jonathan Irons þegar hún hitti hann í heimsókn sinni í fangelsi hans en var sannfærð um sakleysi hans. „Við höfum beðið lengi eftir þessum degi. Við erum svo þakklát guði og öllum þeim sem hafa hjálpað okkur að ná fram réttlæti. Þú ert að koma heim,“ sagði Maya Moore við fréttamenn. Maya Moore er fjórfaldur WNBA meistari með Minnesota Lynx, hún hefur unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu og tvisvar unnið EuroLeague. Á tímabilinu áður en hún tók sér frí til að sinna baráttunni fyrir sakleysi Jonathan Irons þá var hún með 18.0 stig að meðaltali í leik í WNBA-deildinni. Hún er einn besti leikmaður í sögu WNBA deildarinnar.Maya Moore put her career on hiatus to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison, and on Monday, Irons' initial conviction was overturned. "This day has been a long time coming. We are just so grateful," Moore told Katie Barnes.https://t.co/BuE9W5HAuJ — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) March 9, 2020 NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
WNBA stjarnan Maya Moore tók sér tveggja ára hlé frá WNBA deildinni til að hjálpa saklausum manni að losna úr fangelsi og nú lítur út fyrir að barátta hennar sér að skila árangri. Jonathan Irons er búin að sitja inni i 22 ára af 50 ára dómi fyrir innbrot og líkamsárás en í gær samþykkti dómari beiðni Jonathan Irons um ólögmæta frelsissviptingu. Málið er þó ekki úr sögunni því Missouri hefur nú fimmtán daga til að áfrýja þessari ákvörðun dómarans. Svo gæti síðan farið að Jonathan Irons fengi nýtt réttarhald.Maya Moore's time away from the WNBA has paid off https://t.co/5eUJfWxaMI — Sports Illustrated (@SInow) March 9, 2020The New York Times hefur fjallað sérstaklega um málið og aðallega vegna aðkomu Mayu Moore. Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingum Jonathan Irons þá eru engar sannanir um aðkomu hans að glæpnum, engin vitni og engin sönnunargögn sem tengja hann við málið. Jonathan Irons var sakfelldur aðallega út frá því að hafa játað á sig glæpinn en hann neitar því að hafa gert það. Lögreglumaðurinn sem tók af honum skýrsluna kom ekki fyrir réttinn vegna veikinda og er látinn. Irons var bara táningur þegar þetta gerðist og kviðdómurinn sem sakfelldi hann var einungis skipaður hvítu fólki.Maya Moore stepped away from basketball to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison. On Monday, Irons' initial conviction was overturned. https://t.co/cgmN3VqM0e — SportsCenter (@SportsCenter) March 9, 2020 Maya Moore þekkti ekkert til Jonathan Irons þegar hún hitti hann í heimsókn sinni í fangelsi hans en var sannfærð um sakleysi hans. „Við höfum beðið lengi eftir þessum degi. Við erum svo þakklát guði og öllum þeim sem hafa hjálpað okkur að ná fram réttlæti. Þú ert að koma heim,“ sagði Maya Moore við fréttamenn. Maya Moore er fjórfaldur WNBA meistari með Minnesota Lynx, hún hefur unnið tvö Ólympíugull með bandaríska landsliðinu og tvisvar unnið EuroLeague. Á tímabilinu áður en hún tók sér frí til að sinna baráttunni fyrir sakleysi Jonathan Irons þá var hún með 18.0 stig að meðaltali í leik í WNBA-deildinni. Hún er einn besti leikmaður í sögu WNBA deildarinnar.Maya Moore put her career on hiatus to help 39-year-old Jonathan Irons get released from prison, and on Monday, Irons' initial conviction was overturned. "This day has been a long time coming. We are just so grateful," Moore told Katie Barnes.https://t.co/BuE9W5HAuJ — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) March 9, 2020
NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum