Sigríður Björk skipuð ríkislögreglustjóri Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2020 16:01 Sigríður var meðal þriggja umsækjenda sem voru metnir hæfir. Stjórnarráðið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur í embætti ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins. Sigríður verður skipuð í embættið frá og með 16. mars næstkomandi. Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður væri hæfust umsækjenda. Nefndin mat alls fjóra af sjö umsækjendum hæfa til þess að gegna embættinu. Hin þrjú voru Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Páll Winkel fangelsismálastjóri og Logi Kjartansson lögfræðingur.Sjá einnig: Sigríður Björk þykir hæfustFram kemur á vef stjórnarráðsins að Sigríður hafi frá árinu 2014 gegnt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Áður en Sigríður tók við því embætti gegndi hún embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum og þar áður var hún aðstoðarríkislögreglustjóri frá 2007 til 2008. Einnig gegndi hún stöðu sýslumanns á Ísafirði á árunum 2002 til 2006 og skattstjóra Vestfjarða frá 1996 til 2002. Aðrir umsækjendur sem hlutu ekki náð fyrir augum hæfisnefndarinnar voru Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol, Kristín Jóhannesdóttir lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður.Sjá einnig: Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóriUpphaflega átti að skipa í embætti ríkislögreglustjóra þann 1. mars síðastliðinn en því var frestað til 15. mars þar sem hæfisnefnd hafði ekki lokið vinnu sinni. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum í desember síðastliðnum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, var í kjölfarið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með síðustu áramótum.Fréttin hefur verið uppfærð. Logi Kjartansson var einnig metinn hæfur til að gegna starfinu og var tekinn í viðtal. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. 18. febrúar 2020 17:45 Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. 13. janúar 2020 13:57 Sigríður Björk þykir hæfust Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti ríkislögreglustjóra séu taldir hæfir til þess að gegna embættinu. 10. mars 2020 07:47 Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu. 28. febrúar 2020 08:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur í embætti ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins. Sigríður verður skipuð í embættið frá og með 16. mars næstkomandi. Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður væri hæfust umsækjenda. Nefndin mat alls fjóra af sjö umsækjendum hæfa til þess að gegna embættinu. Hin þrjú voru Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Páll Winkel fangelsismálastjóri og Logi Kjartansson lögfræðingur.Sjá einnig: Sigríður Björk þykir hæfustFram kemur á vef stjórnarráðsins að Sigríður hafi frá árinu 2014 gegnt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Áður en Sigríður tók við því embætti gegndi hún embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum og þar áður var hún aðstoðarríkislögreglustjóri frá 2007 til 2008. Einnig gegndi hún stöðu sýslumanns á Ísafirði á árunum 2002 til 2006 og skattstjóra Vestfjarða frá 1996 til 2002. Aðrir umsækjendur sem hlutu ekki náð fyrir augum hæfisnefndarinnar voru Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol, Kristín Jóhannesdóttir lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður.Sjá einnig: Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóriUpphaflega átti að skipa í embætti ríkislögreglustjóra þann 1. mars síðastliðinn en því var frestað til 15. mars þar sem hæfisnefnd hafði ekki lokið vinnu sinni. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum í desember síðastliðnum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, var í kjölfarið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með síðustu áramótum.Fréttin hefur verið uppfærð. Logi Kjartansson var einnig metinn hæfur til að gegna starfinu og var tekinn í viðtal.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. 18. febrúar 2020 17:45 Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. 13. janúar 2020 13:57 Sigríður Björk þykir hæfust Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti ríkislögreglustjóra séu taldir hæfir til þess að gegna embættinu. 10. mars 2020 07:47 Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu. 28. febrúar 2020 08:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. 18. febrúar 2020 17:45
Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. 13. janúar 2020 13:57
Sigríður Björk þykir hæfust Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti ríkislögreglustjóra séu taldir hæfir til þess að gegna embættinu. 10. mars 2020 07:47
Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu. 28. febrúar 2020 08:32