Hlynur: Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2020 15:00 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, segir að hann vilji ekki verða Íslandsmeistari bara því að tímabilið verði flautað af vegna kórónuveirunnar. Hlynur var gestur Domino's Körfuboltakvölds í gær þar sem hann fór yfir stöðuna en KKÍ er búið að boða fjögurra vikna hlé. Á fundi síðar í dag verður gefið út hvort að tímabilið verði blásið af eða haldið verður áfram eftir samkomubannið sem tekur gildi á morgun. „Þetta er stórkostlega furðulegt,“ voru fyrstu viðbrögð Hlyns er hann mætti í settið til strákanna í gær. „Það var mjög skrýtið að gíra sig upp í leikinn í gær. Það var mjög sérstök stemning í leiknum gegn Haukum og mér fannst þetta yfirvofandi. Þetta er skrýtið. Þetta hefur verið fast í lífi manns. Það hefur alltaf verið körfubolti.“ „Maður finnst það sjálfsagður hlutur að þegar það byrjar að vora þá er úrslitakeppni. Ég veit ekki hvað verður.“ Hlynur spilaði í mörg ár í Svíþjóð en þar í landi blésu menn deildina af og krýndu meistara án þess að deildarkeppninni væri lokið. En hvað myndi Hlynur gera ef hann fengi að ráða hér heima? „Áður en þetta varð svona alvarlegt vildi ég að við myndum klára síðasta leikinn en nú má það ekki. Ég veit ekki hvað ég muni gera. Það er hræðilegt ef við höldum leikmönnum hér í fimm vikur og svo er heldur ekki hægt að spila þá. Hvað gerum við þá?“ „Ég vil spila úrslitakeppnina en það er mjög mikilvægt í svona hlutum að hlusta á þá sem vita eitthvað um þetta. Það er mjög auðvelt að vera á netinu og básúna eitthvað um þetta en maður verður að lúffa fyrir þeim sem hafa þekkingu á þessu.“ Stjarnan er á toppi Dominos-deildarinnar. Væri Hlynur til í að verða krýndur Íslandsmeistari sem topplið deildarkeppninnar? „Þú verður ekkert meistari. Það er sama hvort að það verði skrifað á eitthvað blað einhvers staðar eða formsins vegna. Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum. Ég held að við myndum ekki vilja það án þess að ég hafi talað við liðið um það.“ „Það væri mjög skrýtið og þú ert ekki meistari. Ef að það þarf formsins vegna að vera einhvers staðar á blaði þá þarf það að vera vel stjörnumerkt því maður verður ekki Íslandsmeistari bara því Hannes labbar inn í húsið og réttir manni bikarinn.“ „Það er tilfinningin að ganga í gegnum úrslitakeppnina og allt þetta sem gerir þig að Íslandsmeistara. Það væri ekki sniðugt og ég vil það ekki,“ sagði Hlynur. Allt innslagið má sjá hér efst í spilaranum. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, segir að hann vilji ekki verða Íslandsmeistari bara því að tímabilið verði flautað af vegna kórónuveirunnar. Hlynur var gestur Domino's Körfuboltakvölds í gær þar sem hann fór yfir stöðuna en KKÍ er búið að boða fjögurra vikna hlé. Á fundi síðar í dag verður gefið út hvort að tímabilið verði blásið af eða haldið verður áfram eftir samkomubannið sem tekur gildi á morgun. „Þetta er stórkostlega furðulegt,“ voru fyrstu viðbrögð Hlyns er hann mætti í settið til strákanna í gær. „Það var mjög skrýtið að gíra sig upp í leikinn í gær. Það var mjög sérstök stemning í leiknum gegn Haukum og mér fannst þetta yfirvofandi. Þetta er skrýtið. Þetta hefur verið fast í lífi manns. Það hefur alltaf verið körfubolti.“ „Maður finnst það sjálfsagður hlutur að þegar það byrjar að vora þá er úrslitakeppni. Ég veit ekki hvað verður.“ Hlynur spilaði í mörg ár í Svíþjóð en þar í landi blésu menn deildina af og krýndu meistara án þess að deildarkeppninni væri lokið. En hvað myndi Hlynur gera ef hann fengi að ráða hér heima? „Áður en þetta varð svona alvarlegt vildi ég að við myndum klára síðasta leikinn en nú má það ekki. Ég veit ekki hvað ég muni gera. Það er hræðilegt ef við höldum leikmönnum hér í fimm vikur og svo er heldur ekki hægt að spila þá. Hvað gerum við þá?“ „Ég vil spila úrslitakeppnina en það er mjög mikilvægt í svona hlutum að hlusta á þá sem vita eitthvað um þetta. Það er mjög auðvelt að vera á netinu og básúna eitthvað um þetta en maður verður að lúffa fyrir þeim sem hafa þekkingu á þessu.“ Stjarnan er á toppi Dominos-deildarinnar. Væri Hlynur til í að verða krýndur Íslandsmeistari sem topplið deildarkeppninnar? „Þú verður ekkert meistari. Það er sama hvort að það verði skrifað á eitthvað blað einhvers staðar eða formsins vegna. Okkur myndi ekkert líða eins og Íslandsmeisturum. Ég held að við myndum ekki vilja það án þess að ég hafi talað við liðið um það.“ „Það væri mjög skrýtið og þú ert ekki meistari. Ef að það þarf formsins vegna að vera einhvers staðar á blaði þá þarf það að vera vel stjörnumerkt því maður verður ekki Íslandsmeistari bara því Hannes labbar inn í húsið og réttir manni bikarinn.“ „Það er tilfinningin að ganga í gegnum úrslitakeppnina og allt þetta sem gerir þig að Íslandsmeistara. Það væri ekki sniðugt og ég vil það ekki,“ sagði Hlynur. Allt innslagið má sjá hér efst í spilaranum.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira