Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2020 15:00 Gissur Páll gladdi nágranna sína í dag. Skjáskot Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio. „Nágranni minn skoraði á mig í gærkvöldi að gera þetta og ég varð við því,“ segir Gissur Páll. Hér má sjá Gissur Pál taka lagið á svölunumKlippa: Gissur Páll syngur á svölum Myndbönd af Ítölum í sóttkví syngja saman úti á svölum hafa farið víða á samfélagsmiðlum. Gissur Páll hefur sjálfur sterkar rætur til Ítalíu þar sem hann bjó og lærði óperusöng. „Mér fannst alveg yndislegt að sjá þetta, alveg frábært. Það getur verið erfitt að sitja allt í einu fastur heima og þetta er falleg leið til að finna samheldni,“ segir Gissur Páll. Eins og heyra má í lok myndbandsins er söng Gissurar fagnað ákaft sem kom honum nokkuð á óvart. „Þetta fór betur í fólkið en ég átti von á. Þetta var betur sóttur viðburður en á horfðist,“ segir Gissur og hlær. „Ég er búinn að fá sms frá nágrönnum í allt að hundrað metra fjarlægð en sjálfur hélt ég mig algjörlega við tveggja metra regluna.“ Hér má sjá myndband frá nágranna sem hlustaði á sönginn: Klippa: Gissur Páll syngur á svölum 2 Gissur segist vita af einni nágrannakonu í sóttkví og segir mikilvægt að fólk finni samheldnina á tímum sem þessum. Íslendingar hafi alltaf sungið mikið saman í gamla daga þegar þeir hittust og það sé eitthvað sem við ættum að taka upp að nýju. „Ég á sjálfur mjög erfitt með að mega ekki hittast og faðmast en söngurinn getur vissulega hjálpað til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tónlist Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Sjá meira
Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio. „Nágranni minn skoraði á mig í gærkvöldi að gera þetta og ég varð við því,“ segir Gissur Páll. Hér má sjá Gissur Pál taka lagið á svölunumKlippa: Gissur Páll syngur á svölum Myndbönd af Ítölum í sóttkví syngja saman úti á svölum hafa farið víða á samfélagsmiðlum. Gissur Páll hefur sjálfur sterkar rætur til Ítalíu þar sem hann bjó og lærði óperusöng. „Mér fannst alveg yndislegt að sjá þetta, alveg frábært. Það getur verið erfitt að sitja allt í einu fastur heima og þetta er falleg leið til að finna samheldni,“ segir Gissur Páll. Eins og heyra má í lok myndbandsins er söng Gissurar fagnað ákaft sem kom honum nokkuð á óvart. „Þetta fór betur í fólkið en ég átti von á. Þetta var betur sóttur viðburður en á horfðist,“ segir Gissur og hlær. „Ég er búinn að fá sms frá nágrönnum í allt að hundrað metra fjarlægð en sjálfur hélt ég mig algjörlega við tveggja metra regluna.“ Hér má sjá myndband frá nágranna sem hlustaði á sönginn: Klippa: Gissur Páll syngur á svölum 2 Gissur segist vita af einni nágrannakonu í sóttkví og segir mikilvægt að fólk finni samheldnina á tímum sem þessum. Íslendingar hafi alltaf sungið mikið saman í gamla daga þegar þeir hittust og það sé eitthvað sem við ættum að taka upp að nýju. „Ég á sjálfur mjög erfitt með að mega ekki hittast og faðmast en söngurinn getur vissulega hjálpað til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tónlist Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Sjá meira