Gissur Páll létti lund nágranna með svalasöng Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2020 15:00 Gissur Páll gladdi nágranna sína í dag. Skjáskot Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio. „Nágranni minn skoraði á mig í gærkvöldi að gera þetta og ég varð við því,“ segir Gissur Páll. Hér má sjá Gissur Pál taka lagið á svölunumKlippa: Gissur Páll syngur á svölum Myndbönd af Ítölum í sóttkví syngja saman úti á svölum hafa farið víða á samfélagsmiðlum. Gissur Páll hefur sjálfur sterkar rætur til Ítalíu þar sem hann bjó og lærði óperusöng. „Mér fannst alveg yndislegt að sjá þetta, alveg frábært. Það getur verið erfitt að sitja allt í einu fastur heima og þetta er falleg leið til að finna samheldni,“ segir Gissur Páll. Eins og heyra má í lok myndbandsins er söng Gissurar fagnað ákaft sem kom honum nokkuð á óvart. „Þetta fór betur í fólkið en ég átti von á. Þetta var betur sóttur viðburður en á horfðist,“ segir Gissur og hlær. „Ég er búinn að fá sms frá nágrönnum í allt að hundrað metra fjarlægð en sjálfur hélt ég mig algjörlega við tveggja metra regluna.“ Hér má sjá myndband frá nágranna sem hlustaði á sönginn: Klippa: Gissur Páll syngur á svölum 2 Gissur segist vita af einni nágrannakonu í sóttkví og segir mikilvægt að fólk finni samheldnina á tímum sem þessum. Íslendingar hafi alltaf sungið mikið saman í gamla daga þegar þeir hittust og það sé eitthvað sem við ættum að taka upp að nýju. „Ég á sjálfur mjög erfitt með að mega ekki hittast og faðmast en söngurinn getur vissulega hjálpað til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Íbúar í Eskihlíð fengu fallegan óperusöng í hádeginu þegar Gissur Páll Gissurarson steig út á svalirnar sínar og söng hið undurfagra og klassíska lag O, sole mio. „Nágranni minn skoraði á mig í gærkvöldi að gera þetta og ég varð við því,“ segir Gissur Páll. Hér má sjá Gissur Pál taka lagið á svölunumKlippa: Gissur Páll syngur á svölum Myndbönd af Ítölum í sóttkví syngja saman úti á svölum hafa farið víða á samfélagsmiðlum. Gissur Páll hefur sjálfur sterkar rætur til Ítalíu þar sem hann bjó og lærði óperusöng. „Mér fannst alveg yndislegt að sjá þetta, alveg frábært. Það getur verið erfitt að sitja allt í einu fastur heima og þetta er falleg leið til að finna samheldni,“ segir Gissur Páll. Eins og heyra má í lok myndbandsins er söng Gissurar fagnað ákaft sem kom honum nokkuð á óvart. „Þetta fór betur í fólkið en ég átti von á. Þetta var betur sóttur viðburður en á horfðist,“ segir Gissur og hlær. „Ég er búinn að fá sms frá nágrönnum í allt að hundrað metra fjarlægð en sjálfur hélt ég mig algjörlega við tveggja metra regluna.“ Hér má sjá myndband frá nágranna sem hlustaði á sönginn: Klippa: Gissur Páll syngur á svölum 2 Gissur segist vita af einni nágrannakonu í sóttkví og segir mikilvægt að fólk finni samheldnina á tímum sem þessum. Íslendingar hafi alltaf sungið mikið saman í gamla daga þegar þeir hittust og það sé eitthvað sem við ættum að taka upp að nýju. „Ég á sjálfur mjög erfitt með að mega ekki hittast og faðmast en söngurinn getur vissulega hjálpað til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira