Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttu fyrir lokadaginn á Opna Suður-Afríska mótinu í golfi. Hún er í sjöunda sæti, þremur höggum á eftir efstu konu.
Hún lék á pari vallarins í morgun, 72 höggum, líkt og hún gerði fyrsta keppnisdaginn, en í gær var hún á 70 höggum og er samtals á tveimur höggum undir pari.
Hin enska Alice Hewson er efst á fimm höggum undir pari en lokahringurinn fer fram á morgun.
Valdís Þóra í toppbaráttu fyrir lokahringinn
Ísak Hallmundarson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti



