Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2020 19:30 Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun. Íslendingur sem staddur er í Póllandi reynir nú að koma sér yfir landamærin til lands þar sem hægt er að komast í alþjóðlegt flug. Yfirvöld í Póllandi ákváðu í gær að loka landamærum sínum næstu tíu daga frá og með morgundeginum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ágúst Ívar Vilhjálmsson er staddur á ferðalagi með fjölskyldu sinni í pólsku borginni Bydgoszcz og segir ástandið skrítið. „Allar búðir eru lokaðar. Matvöruverslanir eru opnar, apótek eru opin en þar er hleypt inn i hollum. Tveir til þrír fara inn í einu og aðrir bíða fyrir utan,“ sagði Ágúst Ívar Vilhjálmsson. Hann segir að ákvörðun pólskra yfirvalda um ferðabann hafi komið á óvart. „Ég reiknaði ekki með því að þeir myndu fara í svona mikla aðgerð strax enda voru staðfest smit bara rétt að skríða yfir 60 í gærkvöldi,“ sagði Ágúst. Eins og fyrr segir tekur ferðabannið gildi á morgun. Ágúst segir þann frest mjög stuttan, sérstaklega fyrir ferðamenn. „Við erum búin að hafa samband við utanríkisráðuneytið og þeir mæla með því að koma okkur yfir í annað land og komast heim þannig. Ég eyddi góðum tíma í gær að leita að flugi héðan en það bara seldist allt upp og ekkert í boði sem við gátum náð, við gátum ekki hoppað strax í næstu vél. Nú ætlum við að skoða að koma okkur annað og skoða í raun hvað er best á þessum tíma,“ sagði Ágúst. Ágúst er í sambandi við aðra Íslendinga á svæðinu varðandi næstu skref. Hann segir að fjörtíu manna hópur sé staddur í Gdanks. „Ég hef heyrt að einhverjir séu lagðir af stað yfir til Þýskalands og ætla að komast til Berlínar og þaðan heim. Ætli við endum ekki þannig líka, það kemur bara í ljós á næstu tímum. Við verðum bara að vinna í þessu í dag,“ sagði Ágúst. Fjöldi Íslendinga er alla jafna staddur í Póllandi. Auk þess sem fjöldi Pólverja er búsettur hérlendis. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vilja komast frá Póllandi að fara landleiðina akandi yfir landamærin til Þýskalands eða annarra langa þar sem hægt er að komast áfram í alþjóplegt flug í ljósi þess að flug- og lestarsamgöngur til og frá Póllandi munu liggja niðri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun. Íslendingur sem staddur er í Póllandi reynir nú að koma sér yfir landamærin til lands þar sem hægt er að komast í alþjóðlegt flug. Yfirvöld í Póllandi ákváðu í gær að loka landamærum sínum næstu tíu daga frá og með morgundeginum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ágúst Ívar Vilhjálmsson er staddur á ferðalagi með fjölskyldu sinni í pólsku borginni Bydgoszcz og segir ástandið skrítið. „Allar búðir eru lokaðar. Matvöruverslanir eru opnar, apótek eru opin en þar er hleypt inn i hollum. Tveir til þrír fara inn í einu og aðrir bíða fyrir utan,“ sagði Ágúst Ívar Vilhjálmsson. Hann segir að ákvörðun pólskra yfirvalda um ferðabann hafi komið á óvart. „Ég reiknaði ekki með því að þeir myndu fara í svona mikla aðgerð strax enda voru staðfest smit bara rétt að skríða yfir 60 í gærkvöldi,“ sagði Ágúst. Eins og fyrr segir tekur ferðabannið gildi á morgun. Ágúst segir þann frest mjög stuttan, sérstaklega fyrir ferðamenn. „Við erum búin að hafa samband við utanríkisráðuneytið og þeir mæla með því að koma okkur yfir í annað land og komast heim þannig. Ég eyddi góðum tíma í gær að leita að flugi héðan en það bara seldist allt upp og ekkert í boði sem við gátum náð, við gátum ekki hoppað strax í næstu vél. Nú ætlum við að skoða að koma okkur annað og skoða í raun hvað er best á þessum tíma,“ sagði Ágúst. Ágúst er í sambandi við aðra Íslendinga á svæðinu varðandi næstu skref. Hann segir að fjörtíu manna hópur sé staddur í Gdanks. „Ég hef heyrt að einhverjir séu lagðir af stað yfir til Þýskalands og ætla að komast til Berlínar og þaðan heim. Ætli við endum ekki þannig líka, það kemur bara í ljós á næstu tímum. Við verðum bara að vinna í þessu í dag,“ sagði Ágúst. Fjöldi Íslendinga er alla jafna staddur í Póllandi. Auk þess sem fjöldi Pólverja er búsettur hérlendis. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vilja komast frá Póllandi að fara landleiðina akandi yfir landamærin til Þýskalands eða annarra langa þar sem hægt er að komast áfram í alþjóplegt flug í ljósi þess að flug- og lestarsamgöngur til og frá Póllandi munu liggja niðri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira