Gengur ágætlega að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. mars 2020 18:54 Guðlaugur Þór Þórðarson segir að ágætlega gangi að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis heim. SIGURJÓN ÓLASON Ágætlega gengur að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins. Um 5400 manns sem eru á skrá hjá borgaraþjónustunni eru enn staddir erlendis. Ríki um allan heim herða nú aðgerðir sínar vegna Kórónuveirunnar. Stjórnvöld í Þýskalandi tilkynntu í dag að þau loki landamærum sínum að Frakklandi, Sviss og Austurríki að stærstum hluta á morgun. Íslensk stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ágætlega gangi að koma Íslendingum hingað til landsins. Sólarhringsvakt er hjá borgaraþjónustunni og nóg að gera. „Í morgun þá höfðum við svarað frá fimm í gær um fjögur hundruð erindum þannig að ég á von á því að það hafi aukist mjög í dag. Eins og þú sérð er mjög mikið að gera hér og við eigum ekki von á því að það breytist,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Hann segir lykilatriði að Íslendingar erlendis láti vita af sér og skrái sig inn í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. „Það eru um 6.600 manns síðast þegar ég vissi á skrá. Af þeim eru 1.200 komnir heim þannig aðþað eru 5.400 sem eru í útlöndum enn og hafa skráð sig,“ sagði Guðlaugur. Þá hefur ákvörðun danskra yfirvalda um að loka landamærum Danmerkur verið gagnrýnd. „Við erum búin að vera í samskiptum við Dani og aðrar Norðurlandaþjóðir og ég var ekki sáttur með það, og kom því á framfræri að við fengum ekki að vita þetta áður en þeir fóru út með þetta í fjölmiðla. Ég hef verið í mjög góðu samskipti við danska kollega minn og við höfum verið að leggja á ráðin, hann er nú í forystu í Norðurlandasamstarfinu, um það hvernig er hægt að virkja best það samstarf. Þannig að t.d. samskiptin á milli borgaraþjónustunnar verði eins skilvirk og hægt er. Það sem við getum unnið saman til að hjálpa þegnum okkar landa munum við gera,“ sagði Guðlaugur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12 Þýskaland lokar landamærunum að stærstum hluta á mánudag Í Austurríki hafa stjórnvöld bannað samkomur með fimm manns eða fleiri. 15. mars 2020 15:46 Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ágætlega gengur að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins. Um 5400 manns sem eru á skrá hjá borgaraþjónustunni eru enn staddir erlendis. Ríki um allan heim herða nú aðgerðir sínar vegna Kórónuveirunnar. Stjórnvöld í Þýskalandi tilkynntu í dag að þau loki landamærum sínum að Frakklandi, Sviss og Austurríki að stærstum hluta á morgun. Íslensk stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ágætlega gangi að koma Íslendingum hingað til landsins. Sólarhringsvakt er hjá borgaraþjónustunni og nóg að gera. „Í morgun þá höfðum við svarað frá fimm í gær um fjögur hundruð erindum þannig að ég á von á því að það hafi aukist mjög í dag. Eins og þú sérð er mjög mikið að gera hér og við eigum ekki von á því að það breytist,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Hann segir lykilatriði að Íslendingar erlendis láti vita af sér og skrái sig inn í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins. „Það eru um 6.600 manns síðast þegar ég vissi á skrá. Af þeim eru 1.200 komnir heim þannig aðþað eru 5.400 sem eru í útlöndum enn og hafa skráð sig,“ sagði Guðlaugur. Þá hefur ákvörðun danskra yfirvalda um að loka landamærum Danmerkur verið gagnrýnd. „Við erum búin að vera í samskiptum við Dani og aðrar Norðurlandaþjóðir og ég var ekki sáttur með það, og kom því á framfræri að við fengum ekki að vita þetta áður en þeir fóru út með þetta í fjölmiðla. Ég hef verið í mjög góðu samskipti við danska kollega minn og við höfum verið að leggja á ráðin, hann er nú í forystu í Norðurlandasamstarfinu, um það hvernig er hægt að virkja best það samstarf. Þannig að t.d. samskiptin á milli borgaraþjónustunnar verði eins skilvirk og hægt er. Það sem við getum unnið saman til að hjálpa þegnum okkar landa munum við gera,“ sagði Guðlaugur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12 Þýskaland lokar landamærunum að stærstum hluta á mánudag Í Austurríki hafa stjórnvöld bannað samkomur með fimm manns eða fleiri. 15. mars 2020 15:46 Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Stjórnvöld hvetja Íslendinga til að huga að heimför og takmarka ferðalög Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar klukkan eitt í dag til að ræða þá stöðu sem komin er upp vegna aðgerða stjórnvalda í öðrum löndum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þessar aðgerðir geti haft áhrif á fjölda Íslendinga sem ýmist búa eða eru á ferðalögum í öðrum löndum. 14. mars 2020 15:12
Þýskaland lokar landamærunum að stærstum hluta á mánudag Í Austurríki hafa stjórnvöld bannað samkomur með fimm manns eða fleiri. 15. mars 2020 15:46
Segir erfitt að koma sér yfir landamæri Póllands Pólsk stjórnvöld hafa stoppað flug til og frá landinu og almenningssamgöngur í borgum og bæjum eru að leggjast af að mestu leyti. Landamærum Póllands verður lokað á morgun 14. mars 2020 19:30