Fótbolti

UEFA hafði bókað hótel­her­bergi í Kaup­manna­höfn vegna EM en hefur nú af­bókað þau öll

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aleksander Cefrin er formaður UEFA.
Aleksander Cefrin er formaður UEFA. vísir/getty
Danski fjölmiðillinn BT greinir frá því að UEFA hafi afbókað öll þau herbergi sem sambandið hafði pantað fyrir Evrópumótið sem átti, að hluta til, að fara fram í Kaupmannahöfn í sumar.

Kevin Helsinghof, framkvæmdarstjóri CPH Hotel í Danmörku, segir að UEFA hafi verið búið að bóka um 80% herbergjanna í júní- og júlímánuði en í síðustu viku hafi Booking gefið hótelinu skilaboð um að UEFA ætlaði ekki að halda herbergjunum lengur.

Allar líkur eru á því að EM 2020 verði frestað vegna kórónuveirunnar en fundur forystumanna fer fram í dag þar sem 52 þjóðir ræða saman á símafundi. Þar á meðal verður Guðni Bergsson, formaður KSÍ.

Bæði hefur verið rætt um að fresta mótinu fram í desember en einnig hefur verið skoðaður sá möguleiki að spila Evrópumótið næsta sumar. Ísland átti að leika umspilssleik gegn Rúmeníu 26. mars en afar ólíklegt er talið að hann verði spilaður í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×