Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 13:00 Þessir tveir ætla sér sigur í úrslitaleik deildarbikarsins. Vísir/Getty Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. De Bruyne segir að liðið ætli sér sigur í öllum keppnum og Deildarbikarinn er þar á meðal. „Félagið tekur alla leiki alvarlega. Það skiptir engu máli hver keppnin eða mótherjinn er, við spilum alltaf til sigurs,“ sagði De Bruyne í viðtali við Sky Sports. „Þetta er fyrsti titill tímabilsins. Ég veit að fólk segir að þetta sé minnsti titillinn af þeim sem eru í boði en ef þú vinnur ekkert annað þá vannstu að minnsta kosti deildarbikarinn. Það er mikið af leikmönnum þarna úti sem spila allan sinn feril án þess að vinna neitt,“ sagði De Bruyne að lokum. Man City are bidding to win their third successive League Cup title this afternoon, but Jack Grealish surely holds the key to Aston Villa's hopes?— Sky Sports (@SkySports) March 1, 2020 Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hefur varað leikmenn sína við kæruleysi en liðið vann magnaðan 2-1 útisigur á Real Madrid í vikunni. Pep vill meina að sigurinn í vikunni geti hjálpað City í dag. „Það er betra að spila úrslitaleik eftir góð úrslit í miðri viku. En við getum ekki farið inn í leikinn og eingöngu hugsað um hversu góðir við erum.“ „Við höfum spilað vel í aðdragandanum með því að spila tvo leiki á viku en við verðum núna að einbeita okkur að því að vinna leikinn gegn Aston Villa,“ sagði Pep að lokum. Úrslitaleikur enska Deildarbikarsins fer fram klukkan 16:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá sýnum við einnig leik Sheffield Wednesday og Manchester City í FA bikarnum sem fram fer þann 4. mars næstkomandi. Enski boltinn Tengdar fréttir Laporte frá í mánuð Aymeric Laporte, miðvörður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, verður frá næsta mánuðinn eftir að hafa farið meiddur af velli gegn Real Madrid í vikunni. 29. febrúar 2020 09:00 Guardiola fékk sér tapas á meðan leikmenn City æfðu á heimavelli Atletico Manchester City vann frábæran 2-1 sigur á Real Madrid á miðvikudagskvöldið er liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni. 28. febrúar 2020 09:00 Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni | Ramos fékk rautt Það voru þrjú mörk skoruð í stórleik Real Madrid og Manchester City í kvöld og Lyon vann 1-0 sigur gegn Juventus. Mörkin úr leikjunum má sjá í þessari frétt. 26. febrúar 2020 22:30 Stundum segir Pep okkur ekkert fyrr en að leiknum kemur Pep Guardiola kom mörgum á óvart með liðsvali sínu og leikaðferð Manchester City gegn Real Madrid í kvöld en á endanum stóð City uppi sem sigurvegari, 2-1, í Madrid.Pep Guardiola kom mörgum á óvart með liðsvali sínu og leikaðferð Manchester City gegn Real Madrid í kvöld en á endanum stóð City uppi sem sigurvegari, 2-1, í Madrid. 26. febrúar 2020 22:24 Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00 Veðmál Guardiola næstum búið að kosta Manchester City Manchester City vann magnaðan 2-1 sigur á Real Madrid á útivelli í gærkvöld er liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Pep Guardiola gerði óvæntar breytingar fyrir leik sem voru næstum búnar að kosta City. 27. febrúar 2020 12:00 Ný vítaskytta Man City loksins fundin? Helmingur vítaspyrna Manchester City á leiktíðinni hafði farið forgörðum þangað til Kevin De Bruyne steig upp og skoraði örugglega í sigri liðsins á Real Madrid í gærkvöld. 27. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira
Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. De Bruyne segir að liðið ætli sér sigur í öllum keppnum og Deildarbikarinn er þar á meðal. „Félagið tekur alla leiki alvarlega. Það skiptir engu máli hver keppnin eða mótherjinn er, við spilum alltaf til sigurs,“ sagði De Bruyne í viðtali við Sky Sports. „Þetta er fyrsti titill tímabilsins. Ég veit að fólk segir að þetta sé minnsti titillinn af þeim sem eru í boði en ef þú vinnur ekkert annað þá vannstu að minnsta kosti deildarbikarinn. Það er mikið af leikmönnum þarna úti sem spila allan sinn feril án þess að vinna neitt,“ sagði De Bruyne að lokum. Man City are bidding to win their third successive League Cup title this afternoon, but Jack Grealish surely holds the key to Aston Villa's hopes?— Sky Sports (@SkySports) March 1, 2020 Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hefur varað leikmenn sína við kæruleysi en liðið vann magnaðan 2-1 útisigur á Real Madrid í vikunni. Pep vill meina að sigurinn í vikunni geti hjálpað City í dag. „Það er betra að spila úrslitaleik eftir góð úrslit í miðri viku. En við getum ekki farið inn í leikinn og eingöngu hugsað um hversu góðir við erum.“ „Við höfum spilað vel í aðdragandanum með því að spila tvo leiki á viku en við verðum núna að einbeita okkur að því að vinna leikinn gegn Aston Villa,“ sagði Pep að lokum. Úrslitaleikur enska Deildarbikarsins fer fram klukkan 16:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá sýnum við einnig leik Sheffield Wednesday og Manchester City í FA bikarnum sem fram fer þann 4. mars næstkomandi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Laporte frá í mánuð Aymeric Laporte, miðvörður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, verður frá næsta mánuðinn eftir að hafa farið meiddur af velli gegn Real Madrid í vikunni. 29. febrúar 2020 09:00 Guardiola fékk sér tapas á meðan leikmenn City æfðu á heimavelli Atletico Manchester City vann frábæran 2-1 sigur á Real Madrid á miðvikudagskvöldið er liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni. 28. febrúar 2020 09:00 Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni | Ramos fékk rautt Það voru þrjú mörk skoruð í stórleik Real Madrid og Manchester City í kvöld og Lyon vann 1-0 sigur gegn Juventus. Mörkin úr leikjunum má sjá í þessari frétt. 26. febrúar 2020 22:30 Stundum segir Pep okkur ekkert fyrr en að leiknum kemur Pep Guardiola kom mörgum á óvart með liðsvali sínu og leikaðferð Manchester City gegn Real Madrid í kvöld en á endanum stóð City uppi sem sigurvegari, 2-1, í Madrid.Pep Guardiola kom mörgum á óvart með liðsvali sínu og leikaðferð Manchester City gegn Real Madrid í kvöld en á endanum stóð City uppi sem sigurvegari, 2-1, í Madrid. 26. febrúar 2020 22:24 Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00 Veðmál Guardiola næstum búið að kosta Manchester City Manchester City vann magnaðan 2-1 sigur á Real Madrid á útivelli í gærkvöld er liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Pep Guardiola gerði óvæntar breytingar fyrir leik sem voru næstum búnar að kosta City. 27. febrúar 2020 12:00 Ný vítaskytta Man City loksins fundin? Helmingur vítaspyrna Manchester City á leiktíðinni hafði farið forgörðum þangað til Kevin De Bruyne steig upp og skoraði örugglega í sigri liðsins á Real Madrid í gærkvöld. 27. febrúar 2020 16:45 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Sjá meira
Laporte frá í mánuð Aymeric Laporte, miðvörður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, verður frá næsta mánuðinn eftir að hafa farið meiddur af velli gegn Real Madrid í vikunni. 29. febrúar 2020 09:00
Guardiola fékk sér tapas á meðan leikmenn City æfðu á heimavelli Atletico Manchester City vann frábæran 2-1 sigur á Real Madrid á miðvikudagskvöldið er liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fór fram á Spáni. 28. febrúar 2020 09:00
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni | Ramos fékk rautt Það voru þrjú mörk skoruð í stórleik Real Madrid og Manchester City í kvöld og Lyon vann 1-0 sigur gegn Juventus. Mörkin úr leikjunum má sjá í þessari frétt. 26. febrúar 2020 22:30
Stundum segir Pep okkur ekkert fyrr en að leiknum kemur Pep Guardiola kom mörgum á óvart með liðsvali sínu og leikaðferð Manchester City gegn Real Madrid í kvöld en á endanum stóð City uppi sem sigurvegari, 2-1, í Madrid.Pep Guardiola kom mörgum á óvart með liðsvali sínu og leikaðferð Manchester City gegn Real Madrid í kvöld en á endanum stóð City uppi sem sigurvegari, 2-1, í Madrid. 26. febrúar 2020 22:24
Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00
Veðmál Guardiola næstum búið að kosta Manchester City Manchester City vann magnaðan 2-1 sigur á Real Madrid á útivelli í gærkvöld er liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Pep Guardiola gerði óvæntar breytingar fyrir leik sem voru næstum búnar að kosta City. 27. febrúar 2020 12:00
Ný vítaskytta Man City loksins fundin? Helmingur vítaspyrna Manchester City á leiktíðinni hafði farið forgörðum þangað til Kevin De Bruyne steig upp og skoraði örugglega í sigri liðsins á Real Madrid í gærkvöld. 27. febrúar 2020 16:45