LeBron James og Zion Williamson voru báðir í stuði á móti hvorum öðrum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2020 07:45 LeBron James var frábær í nótt. Getty/ Jonathan Bachman LeBron James hafði engan Anthony Davis sér við hlið í nótt en það kom ekki að sök því James leiddi Los Angeles Lakers til sigurs á útivelli á móti New Orleans Pelicans. LeBron James var með frábæra þrennu í 122-114 sigri Los Angeles Lakers í New Orleans en hann bauð upp á 34 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar. Anthony Davis gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og nýliðinn Zion Williamson hefur aldrei skorað meira í einum leik en heimamenn í New Orleans Pelicans átti ekki svör við Kónginum. Zion Williamson var frábær eins og James en hann skoraði 35 stig á 33 mínútum og úr aðeins 16 skotum. LBJ Zion@KingJames (34 PTS, 12 REB, 13 AST) & @Zionwilliamson (career-high 35 PTS, 12-16 FGM) DUEL as the @Lakers prevail in New Orleans! pic.twitter.com/LiUbKaqQmF— NBA (@NBA) March 2, 2020 „Augljóslega þá var þetta stórbrotin frammistaða hjá LeBron James. Hann var að hitta úr ótrúlegum skotum alls staðar af vellinum og sýndi það svo enn á ný þegar þeir tvídekkuðu hann að hann er einn af bestu sendingamönnunum í deildinni. Hann galopnaði vörnina þeirra,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. Kyle Kuzma skoraði 20 stig fyrir Lakers og Kentavious Caldwell-Pope kom með 13 stig inn af bekknum. Gamli Lakers maðurinn Lonzo Ball var nálægt þrennunni með 19 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst. Derrick Favors var með 12 stig og 14 fráköst. Giannis 1st career 40-20 game @Giannis_An34 leads the @Bucks to their 6th straight W with 41 PTS, 20 REB, 6 AST! #FearTheDeerpic.twitter.com/PMdHfzT0bz— NBA (@NBA) March 1, 2020 Giannis Antetokounmpo var líka magnaður með Milwaukee Bucks og bauð upp á 41 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í 93-85 sigri. Nikola Jokic bauð upp á flotta þrennu í sigri Denver Nuggets á meisturum Toronto Raptors en hann skoraði 23 stig, tók 18 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Joker triple-double! Nikola Jokic puts up 23 PTS, 18 REB, 11 AST in the @nuggets home W. #MileHighBasketballpic.twitter.com/wysQBAJvPE— NBA (@NBA) March 2, 2020 Kawhi Leonard (30), @Yg_Trece (24), @TeamLou23 (24), & @MONSTATREZZ (24) all score 20+ PTS to lead the @LAClippers to victory! pic.twitter.com/GbKYrqtrO2— NBA (@NBA) March 1, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Washington Wizards 110-124 New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 114-122 Denver Nuggets - Toronto Raptors 133-118 Sacramento Kings - Detroit Pistons 106-100 Los Angeles Clippers - Philadelphia 76ers 136-130 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 91-111 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 85-93 The updated NBA standings through Week 19's action. pic.twitter.com/T6pJmJxD6S— NBA (@NBA) March 2, 2020 NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
LeBron James hafði engan Anthony Davis sér við hlið í nótt en það kom ekki að sök því James leiddi Los Angeles Lakers til sigurs á útivelli á móti New Orleans Pelicans. LeBron James var með frábæra þrennu í 122-114 sigri Los Angeles Lakers í New Orleans en hann bauð upp á 34 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar. Anthony Davis gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og nýliðinn Zion Williamson hefur aldrei skorað meira í einum leik en heimamenn í New Orleans Pelicans átti ekki svör við Kónginum. Zion Williamson var frábær eins og James en hann skoraði 35 stig á 33 mínútum og úr aðeins 16 skotum. LBJ Zion@KingJames (34 PTS, 12 REB, 13 AST) & @Zionwilliamson (career-high 35 PTS, 12-16 FGM) DUEL as the @Lakers prevail in New Orleans! pic.twitter.com/LiUbKaqQmF— NBA (@NBA) March 2, 2020 „Augljóslega þá var þetta stórbrotin frammistaða hjá LeBron James. Hann var að hitta úr ótrúlegum skotum alls staðar af vellinum og sýndi það svo enn á ný þegar þeir tvídekkuðu hann að hann er einn af bestu sendingamönnunum í deildinni. Hann galopnaði vörnina þeirra,“ sagði Frank Vogel, þjálfari Los Angeles Lakers. Kyle Kuzma skoraði 20 stig fyrir Lakers og Kentavious Caldwell-Pope kom með 13 stig inn af bekknum. Gamli Lakers maðurinn Lonzo Ball var nálægt þrennunni með 19 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst. Derrick Favors var með 12 stig og 14 fráköst. Giannis 1st career 40-20 game @Giannis_An34 leads the @Bucks to their 6th straight W with 41 PTS, 20 REB, 6 AST! #FearTheDeerpic.twitter.com/PMdHfzT0bz— NBA (@NBA) March 1, 2020 Giannis Antetokounmpo var líka magnaður með Milwaukee Bucks og bauð upp á 41 stig, 20 fráköst og 6 stoðsendingar í 93-85 sigri. Nikola Jokic bauð upp á flotta þrennu í sigri Denver Nuggets á meisturum Toronto Raptors en hann skoraði 23 stig, tók 18 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Joker triple-double! Nikola Jokic puts up 23 PTS, 18 REB, 11 AST in the @nuggets home W. #MileHighBasketballpic.twitter.com/wysQBAJvPE— NBA (@NBA) March 2, 2020 Kawhi Leonard (30), @Yg_Trece (24), @TeamLou23 (24), & @MONSTATREZZ (24) all score 20+ PTS to lead the @LAClippers to victory! pic.twitter.com/GbKYrqtrO2— NBA (@NBA) March 1, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Washington Wizards 110-124 New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 114-122 Denver Nuggets - Toronto Raptors 133-118 Sacramento Kings - Detroit Pistons 106-100 Los Angeles Clippers - Philadelphia 76ers 136-130 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 91-111 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 85-93 The updated NBA standings through Week 19's action. pic.twitter.com/T6pJmJxD6S— NBA (@NBA) March 2, 2020
NBA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira