Áhrifamikil saga NBA-stjörnu og viðbragða hans eftir að ófrísk eiginkona hans greindist með heilaæxli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2020 12:00 Jrue Holiday og Lauren Holiday með dóttur sína Jrue Tyler Holiday sem er kölluð JT. Getty/Cassy Athena Jrue og Lauren Holiday segja dramatíska sögu sína í áhrifamiklu innslagi á ESPN en bæði eru þau afreksfólk í heimsklassa. Jrue Holiday er í hópi bestu bakvarða NBA-deildarinnar og Lauren Holiday var fastamaður í besta knattspyrnulandsliði heims. Þau giftu sig árið 2013 en rúmum tveimur árum síðar lentu þau í miklu áfalli þegar þau áttu von á sínu fyrsta barni. Jrue Holiday er stjörnuleikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann tók sér frí frá körfuboltanum til að styðja við bak við eiginkonu sína sem fékk þær hræðilegu fréttir að greinast með heilaæxli þegar hún var komin nokkra mánuði á leið. In today's touching @SportsCenter#SCFeatured - @Pelicans@Jrue_Holiday11 and wife Lauren on the brain tumor that almost derailed their dreams https://t.co/oHNLTtwslC— Andy Hall (@AndyHallESPN) March 1, 2020 Lauren Holiday var sjálf mikil afrekskona en hún spilaði 133 landsleiki fyrir Bandaríkin og varð heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari með liðinu. Hún lagði skóna á hilluna eftir heimsmeistaratitilinn 2015. „Hún er með meira keppnisskap en ég,“ segir Jrue Holiday sem er á sínu ellefta tímabili í NBA-deildinni og hefur skorað 19,2 stig og gefið 6,8 stoðsendingar að meðaltali með New Orleans Pelicans á þessu tímabili. „Hvað viltu gera? Viltu komast á Ólympíuleikanna eða vera kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann svaraði: Ég vil eignast fjölskyldu,“ segir Lauren Holiday að Jrue hafi sagt við sig þegar hún spurði hann út í framtíðina. Í áhugaverðu og áhrifaríku innslagi á ESPN fara þau yfir samband sitt, gleðina við að verða ófrísk og stundina þegar hún frétti að hún væri kominn með heilaæxli í miðri meðgöngu. Jrue Holiday vildi styðja við eiginkonu sína hundrað prósent og tók þá risastóra ákvörðun að hætta um tíma í NBA deildinni í september 2016. Lauren Holiday eignaðist dóttur þeirra Jrue Tyler Holiday og fór í síðan í aðgerð til að fjarlægja æxlið úr höfði hennar. Það má sjá innslagið hér fyrir neðan. .@Jrue_Holiday11 stepped away from the game he has loved his entire life to care for the person he can’t live without. pic.twitter.com/t9mMOZa5DF— SportsCenter (@SportsCenter) March 1, 2020 NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
Jrue og Lauren Holiday segja dramatíska sögu sína í áhrifamiklu innslagi á ESPN en bæði eru þau afreksfólk í heimsklassa. Jrue Holiday er í hópi bestu bakvarða NBA-deildarinnar og Lauren Holiday var fastamaður í besta knattspyrnulandsliði heims. Þau giftu sig árið 2013 en rúmum tveimur árum síðar lentu þau í miklu áfalli þegar þau áttu von á sínu fyrsta barni. Jrue Holiday er stjörnuleikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en hann tók sér frí frá körfuboltanum til að styðja við bak við eiginkonu sína sem fékk þær hræðilegu fréttir að greinast með heilaæxli þegar hún var komin nokkra mánuði á leið. In today's touching @SportsCenter#SCFeatured - @Pelicans@Jrue_Holiday11 and wife Lauren on the brain tumor that almost derailed their dreams https://t.co/oHNLTtwslC— Andy Hall (@AndyHallESPN) March 1, 2020 Lauren Holiday var sjálf mikil afrekskona en hún spilaði 133 landsleiki fyrir Bandaríkin og varð heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari með liðinu. Hún lagði skóna á hilluna eftir heimsmeistaratitilinn 2015. „Hún er með meira keppnisskap en ég,“ segir Jrue Holiday sem er á sínu ellefta tímabili í NBA-deildinni og hefur skorað 19,2 stig og gefið 6,8 stoðsendingar að meðaltali með New Orleans Pelicans á þessu tímabili. „Hvað viltu gera? Viltu komast á Ólympíuleikanna eða vera kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann svaraði: Ég vil eignast fjölskyldu,“ segir Lauren Holiday að Jrue hafi sagt við sig þegar hún spurði hann út í framtíðina. Í áhugaverðu og áhrifaríku innslagi á ESPN fara þau yfir samband sitt, gleðina við að verða ófrísk og stundina þegar hún frétti að hún væri kominn með heilaæxli í miðri meðgöngu. Jrue Holiday vildi styðja við eiginkonu sína hundrað prósent og tók þá risastóra ákvörðun að hætta um tíma í NBA deildinni í september 2016. Lauren Holiday eignaðist dóttur þeirra Jrue Tyler Holiday og fór í síðan í aðgerð til að fjarlægja æxlið úr höfði hennar. Það má sjá innslagið hér fyrir neðan. .@Jrue_Holiday11 stepped away from the game he has loved his entire life to care for the person he can’t live without. pic.twitter.com/t9mMOZa5DF— SportsCenter (@SportsCenter) March 1, 2020
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira