Töluvert berst af fyrirspurnum um afbókanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. mars 2020 20:00 Kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu um allan heim. vísir/vilhelm Mikil óvissa ríkir í ferðaþjónustunni vegna kórónuveirunnar þar sem farið er að bera á afbókunum. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist hafa áhyggjur af stöðunni. „Okkur sýnist núna undanfarna daga, að eftir því sem útbreiðslan hefur orðið meiri í Evrópu, að þetta sé að hafa heldur hraðari áhrif en við áttum von á fyrir viku síðan. Við erum farin að fá töluvert mikið af fyrirspurnum um afbókunarskilmála og hvernig staðan sé á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kínverskir hópar hafa verið að afbóka ferðir til Íslands vegna veirunnar í nokkurn tíma. Nú fjölgar Evrópubúum sem eru að spyrjast fyrir og er þá oft um hópa að ræða. „Við erum líka að fá fyrirspurnir frá Bandaríkjunum auk þess sem ákvarðanir sem fyrirtæki og yfirvöld eru að taka hér og þar eru að hafa áhrif á þetta,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Óvissan er mikil og sést glögglega hjá Icelandair sem felldi um helgina úr gildi afkomuspá sína og sagði að ekki væri mögulegt að gefa út spá á þessum tímapunkti vegna veirunnar. Hann segir þetta áhyggjuefni en að ferðaþjónustan fylgist náið með stöðunni með stjórnvöldum. „Það er náttúrulega mjög mikið af fyrirtækjum í ferðaþjónustunni sem þreyja veturinn, jafnvel í taprekstri sex mánuði ársins, til þess að ná inn tekjum fyrir árið yfir sumarið. Þannig það má ekki mikið út af bregða fyrir mörg fyrirtæki,“ segir Jóhannes. „Ef allt fer á versta veg erum við að horfa upp á mjög erfiðan vetur á næsta ári.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Mikil óvissa ríkir í ferðaþjónustunni vegna kórónuveirunnar þar sem farið er að bera á afbókunum. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist hafa áhyggjur af stöðunni. „Okkur sýnist núna undanfarna daga, að eftir því sem útbreiðslan hefur orðið meiri í Evrópu, að þetta sé að hafa heldur hraðari áhrif en við áttum von á fyrir viku síðan. Við erum farin að fá töluvert mikið af fyrirspurnum um afbókunarskilmála og hvernig staðan sé á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kínverskir hópar hafa verið að afbóka ferðir til Íslands vegna veirunnar í nokkurn tíma. Nú fjölgar Evrópubúum sem eru að spyrjast fyrir og er þá oft um hópa að ræða. „Við erum líka að fá fyrirspurnir frá Bandaríkjunum auk þess sem ákvarðanir sem fyrirtæki og yfirvöld eru að taka hér og þar eru að hafa áhrif á þetta,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Óvissan er mikil og sést glögglega hjá Icelandair sem felldi um helgina úr gildi afkomuspá sína og sagði að ekki væri mögulegt að gefa út spá á þessum tímapunkti vegna veirunnar. Hann segir þetta áhyggjuefni en að ferðaþjónustan fylgist náið með stöðunni með stjórnvöldum. „Það er náttúrulega mjög mikið af fyrirtækjum í ferðaþjónustunni sem þreyja veturinn, jafnvel í taprekstri sex mánuði ársins, til þess að ná inn tekjum fyrir árið yfir sumarið. Þannig það má ekki mikið út af bregða fyrir mörg fyrirtæki,“ segir Jóhannes. „Ef allt fer á versta veg erum við að horfa upp á mjög erfiðan vetur á næsta ári.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira