Eignaðist barn tólf ára gömul en nú keppir hún á ÓL í Tókýó í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 10:30 Christine Ongare er hér önnur frá hægri með verðlaunahöfunum Carly McNaul, Lisa Whiteside og Taylah Robertson síðan á Samveldisleikunum. Ongare vann brons. Getty/Chris Hyde Keníska hnefaleikakonan Christine Ongare tryggði sér um helgina farseðil á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar en saga hennar hefur vakið heimsathygli. Christine Ongare er nú 26 ára gömul en hún bar sigur úr býtum í forkeppni Afríku fyrir Ólympíuleikanna. Hún vann stelpu frá Úganda í úrslitabardaganum um sæti á leikunum. Ongare er aðeins önnur keníska hnefaleikakonan sem nær að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikum en hin var Nick Okoth. Christine Ongare hefur engu að síður náð alþjóðlegum árangri því hún vann bronsverðlaun í sínum flokki á Samveldisleikunum árið 2018. Það eru einu verðlaun Kenía í hnefaleikum í sögu Samveldisleikanna. Ongare keppir í 51 kílóa flokki eða í fluguvigt kvenna. Það er aftur á móti ótrúlega saga Christine Ongare sem hefur komið henni í heimsfréttirnar eins og var tekið fyrir á Ólympíurásinni og CNN eins og sjá má hér fyrir neðan. The story of Christine Ongare is incredible. Her #Tokyo2020 qualification is the reward to a life of endless effort and self-determination. Tune in to watch the Olympic #boxing qualifiers LIVE: https://t.co/a0K3OIMeLnpic.twitter.com/xtobgOGKIQ— Olympic Channel (@olympicchannel) February 29, 2020 Christine Ongare var orðinn móðir þegar hún var ennþá barn. „Ég hef gengið í gegnum margt í mínu lífi. Ég vil bara ekki mikið vera að tala um það. Ég varð ófrísk þegar ég var tólf ára. Móðir mín tók ábyrgð á barninu mínu og ól það upp. Ég var bara lítið barn en lét undan hópþrýstingi,“ sagði Christine Ongare. Móðir hennar, sem var líka einstæð móðir, átti í erfiðleikum með að borga reikningana og skólagjöldin. Lífið þeirra var því erfitt. She has done it! Dream come true for Christine Ongare as she seals #TokyoOlympics slot after a Box-Off win over Ugandan Catherine Nanziri in women's flyweight at Africa Boxing Olympic Qualification in Dakar. #RoadtoTokyo2020#TeamKenya#HitSquadpic.twitter.com/wKiiM4M2T6— National Olympic Committee - Kenya (@OlympicsKe) February 29, 2020 Christine prófaði ýmsar íþróttagreinar eins og fótbolta og fimleika en hún fann sig í hnefaleikunum. „Hnefaleikarnir eru mitt líf. Það er sagt að ef þú fellur í jörðina þá verður þú bara að standa upp aftur. Það gerði ég og hitti góða þjálfara. Þeir kveiktu hjá mér neistann og hjálpuðu mér að ná svona langt,“ sagði Christine. „Það hefur verið erfitt fyrir mig að komast hingað. Ég fær enga peninga annars staðar. Ég er að vonast eftir því að dyr muni opnast fyrir mig með því að komast inn á Ólympíuleikanna. Það mun hjálpa mikið,“ sagði Christine Ongare. Box Kenía Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
Keníska hnefaleikakonan Christine Ongare tryggði sér um helgina farseðil á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar en saga hennar hefur vakið heimsathygli. Christine Ongare er nú 26 ára gömul en hún bar sigur úr býtum í forkeppni Afríku fyrir Ólympíuleikanna. Hún vann stelpu frá Úganda í úrslitabardaganum um sæti á leikunum. Ongare er aðeins önnur keníska hnefaleikakonan sem nær að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikum en hin var Nick Okoth. Christine Ongare hefur engu að síður náð alþjóðlegum árangri því hún vann bronsverðlaun í sínum flokki á Samveldisleikunum árið 2018. Það eru einu verðlaun Kenía í hnefaleikum í sögu Samveldisleikanna. Ongare keppir í 51 kílóa flokki eða í fluguvigt kvenna. Það er aftur á móti ótrúlega saga Christine Ongare sem hefur komið henni í heimsfréttirnar eins og var tekið fyrir á Ólympíurásinni og CNN eins og sjá má hér fyrir neðan. The story of Christine Ongare is incredible. Her #Tokyo2020 qualification is the reward to a life of endless effort and self-determination. Tune in to watch the Olympic #boxing qualifiers LIVE: https://t.co/a0K3OIMeLnpic.twitter.com/xtobgOGKIQ— Olympic Channel (@olympicchannel) February 29, 2020 Christine Ongare var orðinn móðir þegar hún var ennþá barn. „Ég hef gengið í gegnum margt í mínu lífi. Ég vil bara ekki mikið vera að tala um það. Ég varð ófrísk þegar ég var tólf ára. Móðir mín tók ábyrgð á barninu mínu og ól það upp. Ég var bara lítið barn en lét undan hópþrýstingi,“ sagði Christine Ongare. Móðir hennar, sem var líka einstæð móðir, átti í erfiðleikum með að borga reikningana og skólagjöldin. Lífið þeirra var því erfitt. She has done it! Dream come true for Christine Ongare as she seals #TokyoOlympics slot after a Box-Off win over Ugandan Catherine Nanziri in women's flyweight at Africa Boxing Olympic Qualification in Dakar. #RoadtoTokyo2020#TeamKenya#HitSquadpic.twitter.com/wKiiM4M2T6— National Olympic Committee - Kenya (@OlympicsKe) February 29, 2020 Christine prófaði ýmsar íþróttagreinar eins og fótbolta og fimleika en hún fann sig í hnefaleikunum. „Hnefaleikarnir eru mitt líf. Það er sagt að ef þú fellur í jörðina þá verður þú bara að standa upp aftur. Það gerði ég og hitti góða þjálfara. Þeir kveiktu hjá mér neistann og hjálpuðu mér að ná svona langt,“ sagði Christine. „Það hefur verið erfitt fyrir mig að komast hingað. Ég fær enga peninga annars staðar. Ég er að vonast eftir því að dyr muni opnast fyrir mig með því að komast inn á Ólympíuleikanna. Það mun hjálpa mikið,“ sagði Christine Ongare.
Box Kenía Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira