Eignaðist barn tólf ára gömul en nú keppir hún á ÓL í Tókýó í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 10:30 Christine Ongare er hér önnur frá hægri með verðlaunahöfunum Carly McNaul, Lisa Whiteside og Taylah Robertson síðan á Samveldisleikunum. Ongare vann brons. Getty/Chris Hyde Keníska hnefaleikakonan Christine Ongare tryggði sér um helgina farseðil á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar en saga hennar hefur vakið heimsathygli. Christine Ongare er nú 26 ára gömul en hún bar sigur úr býtum í forkeppni Afríku fyrir Ólympíuleikanna. Hún vann stelpu frá Úganda í úrslitabardaganum um sæti á leikunum. Ongare er aðeins önnur keníska hnefaleikakonan sem nær að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikum en hin var Nick Okoth. Christine Ongare hefur engu að síður náð alþjóðlegum árangri því hún vann bronsverðlaun í sínum flokki á Samveldisleikunum árið 2018. Það eru einu verðlaun Kenía í hnefaleikum í sögu Samveldisleikanna. Ongare keppir í 51 kílóa flokki eða í fluguvigt kvenna. Það er aftur á móti ótrúlega saga Christine Ongare sem hefur komið henni í heimsfréttirnar eins og var tekið fyrir á Ólympíurásinni og CNN eins og sjá má hér fyrir neðan. The story of Christine Ongare is incredible. Her #Tokyo2020 qualification is the reward to a life of endless effort and self-determination. Tune in to watch the Olympic #boxing qualifiers LIVE: https://t.co/a0K3OIMeLnpic.twitter.com/xtobgOGKIQ— Olympic Channel (@olympicchannel) February 29, 2020 Christine Ongare var orðinn móðir þegar hún var ennþá barn. „Ég hef gengið í gegnum margt í mínu lífi. Ég vil bara ekki mikið vera að tala um það. Ég varð ófrísk þegar ég var tólf ára. Móðir mín tók ábyrgð á barninu mínu og ól það upp. Ég var bara lítið barn en lét undan hópþrýstingi,“ sagði Christine Ongare. Móðir hennar, sem var líka einstæð móðir, átti í erfiðleikum með að borga reikningana og skólagjöldin. Lífið þeirra var því erfitt. She has done it! Dream come true for Christine Ongare as she seals #TokyoOlympics slot after a Box-Off win over Ugandan Catherine Nanziri in women's flyweight at Africa Boxing Olympic Qualification in Dakar. #RoadtoTokyo2020#TeamKenya#HitSquadpic.twitter.com/wKiiM4M2T6— National Olympic Committee - Kenya (@OlympicsKe) February 29, 2020 Christine prófaði ýmsar íþróttagreinar eins og fótbolta og fimleika en hún fann sig í hnefaleikunum. „Hnefaleikarnir eru mitt líf. Það er sagt að ef þú fellur í jörðina þá verður þú bara að standa upp aftur. Það gerði ég og hitti góða þjálfara. Þeir kveiktu hjá mér neistann og hjálpuðu mér að ná svona langt,“ sagði Christine. „Það hefur verið erfitt fyrir mig að komast hingað. Ég fær enga peninga annars staðar. Ég er að vonast eftir því að dyr muni opnast fyrir mig með því að komast inn á Ólympíuleikanna. Það mun hjálpa mikið,“ sagði Christine Ongare. Box Kenía Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira
Keníska hnefaleikakonan Christine Ongare tryggði sér um helgina farseðil á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar en saga hennar hefur vakið heimsathygli. Christine Ongare er nú 26 ára gömul en hún bar sigur úr býtum í forkeppni Afríku fyrir Ólympíuleikanna. Hún vann stelpu frá Úganda í úrslitabardaganum um sæti á leikunum. Ongare er aðeins önnur keníska hnefaleikakonan sem nær að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikum en hin var Nick Okoth. Christine Ongare hefur engu að síður náð alþjóðlegum árangri því hún vann bronsverðlaun í sínum flokki á Samveldisleikunum árið 2018. Það eru einu verðlaun Kenía í hnefaleikum í sögu Samveldisleikanna. Ongare keppir í 51 kílóa flokki eða í fluguvigt kvenna. Það er aftur á móti ótrúlega saga Christine Ongare sem hefur komið henni í heimsfréttirnar eins og var tekið fyrir á Ólympíurásinni og CNN eins og sjá má hér fyrir neðan. The story of Christine Ongare is incredible. Her #Tokyo2020 qualification is the reward to a life of endless effort and self-determination. Tune in to watch the Olympic #boxing qualifiers LIVE: https://t.co/a0K3OIMeLnpic.twitter.com/xtobgOGKIQ— Olympic Channel (@olympicchannel) February 29, 2020 Christine Ongare var orðinn móðir þegar hún var ennþá barn. „Ég hef gengið í gegnum margt í mínu lífi. Ég vil bara ekki mikið vera að tala um það. Ég varð ófrísk þegar ég var tólf ára. Móðir mín tók ábyrgð á barninu mínu og ól það upp. Ég var bara lítið barn en lét undan hópþrýstingi,“ sagði Christine Ongare. Móðir hennar, sem var líka einstæð móðir, átti í erfiðleikum með að borga reikningana og skólagjöldin. Lífið þeirra var því erfitt. She has done it! Dream come true for Christine Ongare as she seals #TokyoOlympics slot after a Box-Off win over Ugandan Catherine Nanziri in women's flyweight at Africa Boxing Olympic Qualification in Dakar. #RoadtoTokyo2020#TeamKenya#HitSquadpic.twitter.com/wKiiM4M2T6— National Olympic Committee - Kenya (@OlympicsKe) February 29, 2020 Christine prófaði ýmsar íþróttagreinar eins og fótbolta og fimleika en hún fann sig í hnefaleikunum. „Hnefaleikarnir eru mitt líf. Það er sagt að ef þú fellur í jörðina þá verður þú bara að standa upp aftur. Það gerði ég og hitti góða þjálfara. Þeir kveiktu hjá mér neistann og hjálpuðu mér að ná svona langt,“ sagði Christine. „Það hefur verið erfitt fyrir mig að komast hingað. Ég fær enga peninga annars staðar. Ég er að vonast eftir því að dyr muni opnast fyrir mig með því að komast inn á Ólympíuleikanna. Það mun hjálpa mikið,“ sagði Christine Ongare.
Box Kenía Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira