Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. mars 2020 14:56 Fjöldi viðbragðsaðila eru á vettvangi, meðal annars slökkviliðsmenn sem voru á rústabjörgunarnámskeiði þegar útkallið barst. Vísir/Vilhelm Alvarlegt slys varð á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu sem verið er að reisa í götunni. Að sögn Valgarðs voru tveir menn við vinnu sem lentu undir gólfinu sem er að líkindum steypt gólfplata. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir tilkynninguna sem barst á þriðja tímanum ekki hafa hljómað vel. Talað hafi verið um fjölda slasaðra eftir að steypt loft hefði hrunið og einhver væri mögulega undir rústunum. Fjöldi sjúkrabíla er mættur á vettvang auk slökkviliðsbíla og fulltrúa lögreglu.Vísir/JóiK „Fórnarlömbin reyndust tvö. Annað er farið á spítala og vinnan núna felst í því að komast að þeim sem er inni og undir þessum rústum.“ Nú sé unnið að því að tryggja aðstæður þannig að öryggi viðbragðsaðila sé í lagi áður en haldið verði inn. „Byggingin er ekki traust eins og er en við erum að tryggja aðstæður.“ Fjöldi viðbragðsaðila sinnir vinnu á vettvangi.Vísir/JóiK Hafsteinn telur að um þrjátíu manns séu við störf á vettvangi. „Það hittir þannig á að það var rústabjörgunarnámskeið hjá slökkviliðinu í gangi þannig að þau brugðust skjótt við og komu með allan sinn mannskap,“ segir Hafsteinn. Áfallateymi frá Rauða krossinum hefur verið ræst vegna slyssins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst á byggingin að hýsa heilsugæsluna í Mosfellsbæ. Lögregla segir í tilkynningu á fimmta tímanum að ekki sé hægt að veita upplýsingar um ástand mannanna að svo stöddu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:39. Byggingin þar sem slysið varð.Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn á vettvangi í dag.Vísir/Vilhelm Mosfellsbær Sjúkraflutningar Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
Alvarlegt slys varð á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu sem verið er að reisa í götunni. Að sögn Valgarðs voru tveir menn við vinnu sem lentu undir gólfinu sem er að líkindum steypt gólfplata. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir tilkynninguna sem barst á þriðja tímanum ekki hafa hljómað vel. Talað hafi verið um fjölda slasaðra eftir að steypt loft hefði hrunið og einhver væri mögulega undir rústunum. Fjöldi sjúkrabíla er mættur á vettvang auk slökkviliðsbíla og fulltrúa lögreglu.Vísir/JóiK „Fórnarlömbin reyndust tvö. Annað er farið á spítala og vinnan núna felst í því að komast að þeim sem er inni og undir þessum rústum.“ Nú sé unnið að því að tryggja aðstæður þannig að öryggi viðbragðsaðila sé í lagi áður en haldið verði inn. „Byggingin er ekki traust eins og er en við erum að tryggja aðstæður.“ Fjöldi viðbragðsaðila sinnir vinnu á vettvangi.Vísir/JóiK Hafsteinn telur að um þrjátíu manns séu við störf á vettvangi. „Það hittir þannig á að það var rústabjörgunarnámskeið hjá slökkviliðinu í gangi þannig að þau brugðust skjótt við og komu með allan sinn mannskap,“ segir Hafsteinn. Áfallateymi frá Rauða krossinum hefur verið ræst vegna slyssins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst á byggingin að hýsa heilsugæsluna í Mosfellsbæ. Lögregla segir í tilkynningu á fimmta tímanum að ekki sé hægt að veita upplýsingar um ástand mannanna að svo stöddu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:39. Byggingin þar sem slysið varð.Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn á vettvangi í dag.Vísir/Vilhelm
Mosfellsbær Sjúkraflutningar Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira