„Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2020 16:00 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Hann segir veiruna hafa komið upp á versta tíma, þegar Kínverjar fögnuðu nýja árinu og lögðust í ferðalög. Vísir/Vilhelm Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. Munurinn á hefðbundinni inflúensu og kórónuveirunni COVID-19 er töluverður þrátt fyrir að einkennin séu svipuð. Dánartíðni vegna veirunnar er nú 3,4 prósent sem er töluvert hærra en gildir um hefðbundna inflúensu; í kringum 0,1%. Ekki hefur reynst unnt að finna bóluefni fyrir kórónuveirunni enn sem komið er. Besta leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar er handþvottur, einangrun og sóttkví. Viðbrögð geta breyst dag frá degi Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, tók undir orð forstjóra WHO og sagði að enn væru ekki öll kurl komin til grafar. Sóttvarnaviðbrögð yfirvalda byggjast á upplýsingum sem uppfærast í sífellu og gætu því breyst dag frá degi. Á fjórða hundrað sýni hafa verið tekin af Íslendingum hér á landi eftir veru á Ítaíu eða Austurríki. Tuttugu hafa greinst með smit.Vísir/Vilhelm Uppruni veirunnar er rakinn til matarmarkaðar í Wuhan borg í Kína þar sem verslað er með lifandi dýr og afurðir þeirra. Veiran virðist hafa borist úr leðurblökum, trúlega með annan óþekktan millihýsil áður en smit barst í menn og í framhaldinu manna á milli. „Hugsunin er sú að það hafi orðið erfðablöndun á milli veiranna sem eru í þessum dýrum og leðurblökum. Síðan var alveg óheyrilega mikil mengun í umhverfi dýranna á markaðnum. Gasalega mikil mengun sem hefur líklega orðið til þess að í gegnum snertismit hafi komist í menn,“ segir Már. Veiran kom upp á skelfilegum tíma Hann telur að hin ástæðan fyrir því að svo mikill fjöldi fólks í Wuhan hafi smitast og sýkst jafn hastarlega og raun bar vitni sé sú að um stóra sýkingarskammta hafi verið um að ræða. „Stór sýkingarskammtur þýðir að mjög mikið af veirunni kemst inn í þig,“ útskýrir Már. Í kjölfarið vildi svo óheppilega til að hið nýja afbrigði af kórónuveiru kom upp rétt áður en Kínverjar fögnuðu nýja árinu, ári rottunnar. Milljónir Kínverja flykktust því í ferðalög bæði utan-og innanlands og margir þeirra veiktust og báru út veiruna í leiðinni. Veiran hefur haft áhrif víða um heim. Hér sést vinnufólk úða sótthreinsiefni undir berum himni í Suður-Kóreu.Vísir/AP „Þannig að þetta [ferðalög í tengslum við nýja árið] stuðlar að hámarksdreifingu í tengslum við þennan fáheyrða atburð sem átti sér stað í Wuhan. Síðan eru Kínverjar mjög duglegir að bregðast við á þann hátt sem við höfum séð og það hefur dregið verulega úr nýsmitum núna, bara tíu vikum eftir að þetta uppgötvast en á þeim tíma hafa síðan tilfelli farið til annarra landa og þá koma upp svona heitir blettir hér og þar um heiminn, meðal annars á Ítalíu og Suður-Kóreu og þá fer það svolítið eftir viðbragði heilbrigðisyfirvalda í hverju landi hvernig málin síðan þróast áfram.“ Minnst 80.000 Kínverja hafa sýkst af veirunni síðan nýja afbrigðið af kórónuveirunni kom í ljós í Wuhan í desember. Þau lönd sem verst hafa orðið út í veirunni fyrir utan Kína eru Ítalía, Suður-Kórea og Íran sem Már kallar „heita bletti“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. Munurinn á hefðbundinni inflúensu og kórónuveirunni COVID-19 er töluverður þrátt fyrir að einkennin séu svipuð. Dánartíðni vegna veirunnar er nú 3,4 prósent sem er töluvert hærra en gildir um hefðbundna inflúensu; í kringum 0,1%. Ekki hefur reynst unnt að finna bóluefni fyrir kórónuveirunni enn sem komið er. Besta leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar er handþvottur, einangrun og sóttkví. Viðbrögð geta breyst dag frá degi Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, tók undir orð forstjóra WHO og sagði að enn væru ekki öll kurl komin til grafar. Sóttvarnaviðbrögð yfirvalda byggjast á upplýsingum sem uppfærast í sífellu og gætu því breyst dag frá degi. Á fjórða hundrað sýni hafa verið tekin af Íslendingum hér á landi eftir veru á Ítaíu eða Austurríki. Tuttugu hafa greinst með smit.Vísir/Vilhelm Uppruni veirunnar er rakinn til matarmarkaðar í Wuhan borg í Kína þar sem verslað er með lifandi dýr og afurðir þeirra. Veiran virðist hafa borist úr leðurblökum, trúlega með annan óþekktan millihýsil áður en smit barst í menn og í framhaldinu manna á milli. „Hugsunin er sú að það hafi orðið erfðablöndun á milli veiranna sem eru í þessum dýrum og leðurblökum. Síðan var alveg óheyrilega mikil mengun í umhverfi dýranna á markaðnum. Gasalega mikil mengun sem hefur líklega orðið til þess að í gegnum snertismit hafi komist í menn,“ segir Már. Veiran kom upp á skelfilegum tíma Hann telur að hin ástæðan fyrir því að svo mikill fjöldi fólks í Wuhan hafi smitast og sýkst jafn hastarlega og raun bar vitni sé sú að um stóra sýkingarskammta hafi verið um að ræða. „Stór sýkingarskammtur þýðir að mjög mikið af veirunni kemst inn í þig,“ útskýrir Már. Í kjölfarið vildi svo óheppilega til að hið nýja afbrigði af kórónuveiru kom upp rétt áður en Kínverjar fögnuðu nýja árinu, ári rottunnar. Milljónir Kínverja flykktust því í ferðalög bæði utan-og innanlands og margir þeirra veiktust og báru út veiruna í leiðinni. Veiran hefur haft áhrif víða um heim. Hér sést vinnufólk úða sótthreinsiefni undir berum himni í Suður-Kóreu.Vísir/AP „Þannig að þetta [ferðalög í tengslum við nýja árið] stuðlar að hámarksdreifingu í tengslum við þennan fáheyrða atburð sem átti sér stað í Wuhan. Síðan eru Kínverjar mjög duglegir að bregðast við á þann hátt sem við höfum séð og það hefur dregið verulega úr nýsmitum núna, bara tíu vikum eftir að þetta uppgötvast en á þeim tíma hafa síðan tilfelli farið til annarra landa og þá koma upp svona heitir blettir hér og þar um heiminn, meðal annars á Ítalíu og Suður-Kóreu og þá fer það svolítið eftir viðbragði heilbrigðisyfirvalda í hverju landi hvernig málin síðan þróast áfram.“ Minnst 80.000 Kínverja hafa sýkst af veirunni síðan nýja afbrigðið af kórónuveirunni kom í ljós í Wuhan í desember. Þau lönd sem verst hafa orðið út í veirunni fyrir utan Kína eru Ítalía, Suður-Kórea og Íran sem Már kallar „heita bletti“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira