„Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2020 16:00 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Hann segir veiruna hafa komið upp á versta tíma, þegar Kínverjar fögnuðu nýja árinu og lögðust í ferðalög. Vísir/Vilhelm Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. Munurinn á hefðbundinni inflúensu og kórónuveirunni COVID-19 er töluverður þrátt fyrir að einkennin séu svipuð. Dánartíðni vegna veirunnar er nú 3,4 prósent sem er töluvert hærra en gildir um hefðbundna inflúensu; í kringum 0,1%. Ekki hefur reynst unnt að finna bóluefni fyrir kórónuveirunni enn sem komið er. Besta leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar er handþvottur, einangrun og sóttkví. Viðbrögð geta breyst dag frá degi Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, tók undir orð forstjóra WHO og sagði að enn væru ekki öll kurl komin til grafar. Sóttvarnaviðbrögð yfirvalda byggjast á upplýsingum sem uppfærast í sífellu og gætu því breyst dag frá degi. Á fjórða hundrað sýni hafa verið tekin af Íslendingum hér á landi eftir veru á Ítaíu eða Austurríki. Tuttugu hafa greinst með smit.Vísir/Vilhelm Uppruni veirunnar er rakinn til matarmarkaðar í Wuhan borg í Kína þar sem verslað er með lifandi dýr og afurðir þeirra. Veiran virðist hafa borist úr leðurblökum, trúlega með annan óþekktan millihýsil áður en smit barst í menn og í framhaldinu manna á milli. „Hugsunin er sú að það hafi orðið erfðablöndun á milli veiranna sem eru í þessum dýrum og leðurblökum. Síðan var alveg óheyrilega mikil mengun í umhverfi dýranna á markaðnum. Gasalega mikil mengun sem hefur líklega orðið til þess að í gegnum snertismit hafi komist í menn,“ segir Már. Veiran kom upp á skelfilegum tíma Hann telur að hin ástæðan fyrir því að svo mikill fjöldi fólks í Wuhan hafi smitast og sýkst jafn hastarlega og raun bar vitni sé sú að um stóra sýkingarskammta hafi verið um að ræða. „Stór sýkingarskammtur þýðir að mjög mikið af veirunni kemst inn í þig,“ útskýrir Már. Í kjölfarið vildi svo óheppilega til að hið nýja afbrigði af kórónuveiru kom upp rétt áður en Kínverjar fögnuðu nýja árinu, ári rottunnar. Milljónir Kínverja flykktust því í ferðalög bæði utan-og innanlands og margir þeirra veiktust og báru út veiruna í leiðinni. Veiran hefur haft áhrif víða um heim. Hér sést vinnufólk úða sótthreinsiefni undir berum himni í Suður-Kóreu.Vísir/AP „Þannig að þetta [ferðalög í tengslum við nýja árið] stuðlar að hámarksdreifingu í tengslum við þennan fáheyrða atburð sem átti sér stað í Wuhan. Síðan eru Kínverjar mjög duglegir að bregðast við á þann hátt sem við höfum séð og það hefur dregið verulega úr nýsmitum núna, bara tíu vikum eftir að þetta uppgötvast en á þeim tíma hafa síðan tilfelli farið til annarra landa og þá koma upp svona heitir blettir hér og þar um heiminn, meðal annars á Ítalíu og Suður-Kóreu og þá fer það svolítið eftir viðbragði heilbrigðisyfirvalda í hverju landi hvernig málin síðan þróast áfram.“ Minnst 80.000 Kínverja hafa sýkst af veirunni síðan nýja afbrigðið af kórónuveirunni kom í ljós í Wuhan í desember. Þau lönd sem verst hafa orðið út í veirunni fyrir utan Kína eru Ítalía, Suður-Kórea og Íran sem Már kallar „heita bletti“. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. Munurinn á hefðbundinni inflúensu og kórónuveirunni COVID-19 er töluverður þrátt fyrir að einkennin séu svipuð. Dánartíðni vegna veirunnar er nú 3,4 prósent sem er töluvert hærra en gildir um hefðbundna inflúensu; í kringum 0,1%. Ekki hefur reynst unnt að finna bóluefni fyrir kórónuveirunni enn sem komið er. Besta leiðin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar er handþvottur, einangrun og sóttkví. Viðbrögð geta breyst dag frá degi Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, tók undir orð forstjóra WHO og sagði að enn væru ekki öll kurl komin til grafar. Sóttvarnaviðbrögð yfirvalda byggjast á upplýsingum sem uppfærast í sífellu og gætu því breyst dag frá degi. Á fjórða hundrað sýni hafa verið tekin af Íslendingum hér á landi eftir veru á Ítaíu eða Austurríki. Tuttugu hafa greinst með smit.Vísir/Vilhelm Uppruni veirunnar er rakinn til matarmarkaðar í Wuhan borg í Kína þar sem verslað er með lifandi dýr og afurðir þeirra. Veiran virðist hafa borist úr leðurblökum, trúlega með annan óþekktan millihýsil áður en smit barst í menn og í framhaldinu manna á milli. „Hugsunin er sú að það hafi orðið erfðablöndun á milli veiranna sem eru í þessum dýrum og leðurblökum. Síðan var alveg óheyrilega mikil mengun í umhverfi dýranna á markaðnum. Gasalega mikil mengun sem hefur líklega orðið til þess að í gegnum snertismit hafi komist í menn,“ segir Már. Veiran kom upp á skelfilegum tíma Hann telur að hin ástæðan fyrir því að svo mikill fjöldi fólks í Wuhan hafi smitast og sýkst jafn hastarlega og raun bar vitni sé sú að um stóra sýkingarskammta hafi verið um að ræða. „Stór sýkingarskammtur þýðir að mjög mikið af veirunni kemst inn í þig,“ útskýrir Már. Í kjölfarið vildi svo óheppilega til að hið nýja afbrigði af kórónuveiru kom upp rétt áður en Kínverjar fögnuðu nýja árinu, ári rottunnar. Milljónir Kínverja flykktust því í ferðalög bæði utan-og innanlands og margir þeirra veiktust og báru út veiruna í leiðinni. Veiran hefur haft áhrif víða um heim. Hér sést vinnufólk úða sótthreinsiefni undir berum himni í Suður-Kóreu.Vísir/AP „Þannig að þetta [ferðalög í tengslum við nýja árið] stuðlar að hámarksdreifingu í tengslum við þennan fáheyrða atburð sem átti sér stað í Wuhan. Síðan eru Kínverjar mjög duglegir að bregðast við á þann hátt sem við höfum séð og það hefur dregið verulega úr nýsmitum núna, bara tíu vikum eftir að þetta uppgötvast en á þeim tíma hafa síðan tilfelli farið til annarra landa og þá koma upp svona heitir blettir hér og þar um heiminn, meðal annars á Ítalíu og Suður-Kóreu og þá fer það svolítið eftir viðbragði heilbrigðisyfirvalda í hverju landi hvernig málin síðan þróast áfram.“ Minnst 80.000 Kínverja hafa sýkst af veirunni síðan nýja afbrigðið af kórónuveirunni kom í ljós í Wuhan í desember. Þau lönd sem verst hafa orðið út í veirunni fyrir utan Kína eru Ítalía, Suður-Kórea og Íran sem Már kallar „heita bletti“.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kína Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira