„Æðisleg tilfinning“ | Nýliðinn hélt hreinu en kveður á morgun Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2020 18:32 Byrjunarlið Íslands í fyrsta A-landsleik Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur í dag. twitter/@pinatararena „Þetta var æðisleg tilfinning,“ segir Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem 16 ára gömul lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta í dag. Hún þarf hins vegar að kveðja liðsfélaga sína á morgun. Cecilía, sem er markvörður Fylkis, bætti met Þóru B. Helgadóttur með því að verða yngsti markvörður Íslands til að spila landsleik í fótbolta. Hún hélt markinu þar að auki hreinu í 1-0 sigri á Norður-Írlandi. „Ég er mjög þakklát að hafa fengið tækifæri til að spila þennan leik og sýna hvað ég get. Ég reyndi að spila minn leik og held að það hafi gengið nokkuð vel. Halda markinu hreinu, 1-0 sigur... þetta er geggjað,“ sagði Cecilía létt í bragði þegar hún ræddi við Vísi. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu Cecilíu en sagði leik íslenska liðsins í heild hins vegar sennilega þann slakasta í sinni þjálfaratíð. Markvörðurinn ungi tók undir að frammistaðan hefði ekki verið góð hjá íslenska liðinu í dag: „Mér fannst leikurinn í heild ekkert mjög flottur. Við náðum ekki að halda boltanum vel og ég hef séð betri leiki hjá íslenska kvennalandsliðinu. Ekkert mjög góður fótboltaleikur en úrslitin voru okkur í hag og maður biður ekki um annað.“ Cecilía mun eins og fyrr segir ekki spila meira með A-landsliðinu á Pinatar-mótinu, sem fram fer í Murcia-héraðinu á Spáni, en Ísland mætir Skotlandi á laugardag og Úkraínu næsta þriðjudag: „Við komum hingað 1. mars eftir langt ferðalag en svo er ég að fara á morgun til móts við U19-landsliðið á æfingamót. Ég óska þess vegna bara stelpunum alls hins besta hérna það sem eftir er af ferðinni. Það er gaman að hafa fengið fyrsta leikinn,“ sagði Cecilía sem fer þó ekki langt, því U19-landsliðið spilar á La Manga og ekki nema um hálftíma akstur á milli staða. U19-liðið mætir þar Sviss á morgun, Ítalíu á laugardag og Þýskalandi á mánudag. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. 4. mars 2020 16:00 Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. 4. mars 2020 12:36 Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. 4. mars 2020 13:30 Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. 4. mars 2020 18:09 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Belgarnir hennar Betu fengu skell Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira
„Þetta var æðisleg tilfinning,“ segir Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem 16 ára gömul lék sinn fyrsta A-landsleik í fótbolta í dag. Hún þarf hins vegar að kveðja liðsfélaga sína á morgun. Cecilía, sem er markvörður Fylkis, bætti met Þóru B. Helgadóttur með því að verða yngsti markvörður Íslands til að spila landsleik í fótbolta. Hún hélt markinu þar að auki hreinu í 1-0 sigri á Norður-Írlandi. „Ég er mjög þakklát að hafa fengið tækifæri til að spila þennan leik og sýna hvað ég get. Ég reyndi að spila minn leik og held að það hafi gengið nokkuð vel. Halda markinu hreinu, 1-0 sigur... þetta er geggjað,“ sagði Cecilía létt í bragði þegar hún ræddi við Vísi. Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu Cecilíu en sagði leik íslenska liðsins í heild hins vegar sennilega þann slakasta í sinni þjálfaratíð. Markvörðurinn ungi tók undir að frammistaðan hefði ekki verið góð hjá íslenska liðinu í dag: „Mér fannst leikurinn í heild ekkert mjög flottur. Við náðum ekki að halda boltanum vel og ég hef séð betri leiki hjá íslenska kvennalandsliðinu. Ekkert mjög góður fótboltaleikur en úrslitin voru okkur í hag og maður biður ekki um annað.“ Cecilía mun eins og fyrr segir ekki spila meira með A-landsliðinu á Pinatar-mótinu, sem fram fer í Murcia-héraðinu á Spáni, en Ísland mætir Skotlandi á laugardag og Úkraínu næsta þriðjudag: „Við komum hingað 1. mars eftir langt ferðalag en svo er ég að fara á morgun til móts við U19-landsliðið á æfingamót. Ég óska þess vegna bara stelpunum alls hins besta hérna það sem eftir er af ferðinni. Það er gaman að hafa fengið fyrsta leikinn,“ sagði Cecilía sem fer þó ekki langt, því U19-landsliðið spilar á La Manga og ekki nema um hálftíma akstur á milli staða. U19-liðið mætir þar Sviss á morgun, Ítalíu á laugardag og Þýskalandi á mánudag.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. 4. mars 2020 16:00 Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. 4. mars 2020 12:36 Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. 4. mars 2020 13:30 Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. 4. mars 2020 18:09 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Belgarnir hennar Betu fengu skell Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Sjá meira
Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. 4. mars 2020 16:00
Sextán ára stelpa í marki íslenska landsliðsins í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær sitt fyrsta tækifæri með A-landsliði kvenna í dag en landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson hefur valið hana í byrjunarlið sitt á móti Norður Írlandi í opnunarleik Pinatar æfingamótsins á Spáni. 4. mars 2020 12:36
Cecilía bætir met Þóru í dag Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður í dag yngsti markvörður A-landsliðanna frá upphafi þegar hún byrjar leikinn á móti Norður Írum á æfingamótinu á Spáni. 4. mars 2020 13:30
Sennilega okkar slakasti landsleikur Þrátt fyrir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi á Spáni í dag segir Jón Þór Hauksson leikinn sennilega þann slakasta hjá kvennalandsliðinu í fótbolta frá því að hann tók við stjórn liðsins. 4. mars 2020 18:09