Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 13:00 Brynjar Þór Björnsson í leik með KR. Vísir/Bára Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. Brynjar Þór Björnsson gaf það út fyrr í dag að hann myndi ekki mæta í leik KR og Stjörnunnar í Domino´s deildar karla í körfubolta þar sem hann telur að það sé óskynsamlegt að mæta á jafn fjölmennan stað og DHL-Höllin þegar fólk er að glíma við mjög alvarlegan smitsjúkdóm á Íslandi. Brynjar er þar að tala um Kórónuveiruna. „Þessi tilkynning kom mjög á óvart og þarna talar Brynjar sem einstaklingur. Hann er ekki að tala fyrir hönd körfuknattleiksdeildar KR. Það er alveg ljóst að sérsamböndin eru í miklum samskiptum við yfirvöld útaf þessu máli. Það er þeirra að kalla það hvort að leikir fara fram eða ekki. Það er ekki félaganna, leikmanns, þjálfara eða stjórnarmanna að ákveða það,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi. „Þetta er eitthvað sem ég er því miður ekki sáttur við og mér finnst hann hafa hlaupið á sig í þessum efnum. Ég ítreka það að sérsamböndin eru í sambandi við yfirvöld og það er þeirra að ákveða hvort leikir fari fram eða ekki,“ sagði Böðvar. Þessi yfirlýsing frá Brynjari breytir engu með leikinn á morgun þar sem Íslandsmeistarar KR taka á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í Frostaskjóli. „Að sjálfsögðu fer þessi leikur fram nema að það gerist eitthvað í dag eða á morgun eða að eitthvað annað komi í ljós. Það er ekki KR-inga að ákveða það hvort leikurinn fari fram eða ekki. Það er auðvitað KKÍ eins og HSÍ, KSÍ og öll þessi sérsambönd. Það er þeirra að taka ákvörðun í samráði við yfirvöld,“ sagði Böðvar en ætlar hann að reyna að sannfæra Brynjar um að breyta ákvörðun sinni. „Ég heyrði í honum áðan. Hann er þarna að gefa út persónulega yfirlýsingu á sinni persónulegu fésbókarsíðu. Hann gerir það án þess að vera í samráði við mig eða stjórn deildarinnar. Hann verður þá bara að standa og falla með því,“ sagði Böðvar. „Þessi veira er staðreynd. Brynjar er samt starfsmaður KR. Það myndi nú heyrast hljóð úr horni ef starfsmaður einhvers banka eða stórfyrirtækis myndi taka það upp á eigin spýtur að fara í fjölmiðla og segjast ekki ætla að mæta í vinnuna útaf þessum faraldri. Sá hinn sami eða hin sama væri búin að missa vinnuna á núll einni,“ sagði Böðvar en hann ætlar þó ekki að reka Brynjar. „Við öndum með nefinu og erum bara róleg í þessum efnum. Auðvitað fylgjumst við grannt með framvindu mála og förum eftir einu og öllu ef eitthvað breytist. Þá er það bara gert í gegnum okkar sérsamband, KKÍ,“ sagði Böðvar. Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. Brynjar Þór Björnsson gaf það út fyrr í dag að hann myndi ekki mæta í leik KR og Stjörnunnar í Domino´s deildar karla í körfubolta þar sem hann telur að það sé óskynsamlegt að mæta á jafn fjölmennan stað og DHL-Höllin þegar fólk er að glíma við mjög alvarlegan smitsjúkdóm á Íslandi. Brynjar er þar að tala um Kórónuveiruna. „Þessi tilkynning kom mjög á óvart og þarna talar Brynjar sem einstaklingur. Hann er ekki að tala fyrir hönd körfuknattleiksdeildar KR. Það er alveg ljóst að sérsamböndin eru í miklum samskiptum við yfirvöld útaf þessu máli. Það er þeirra að kalla það hvort að leikir fara fram eða ekki. Það er ekki félaganna, leikmanns, þjálfara eða stjórnarmanna að ákveða það,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi. „Þetta er eitthvað sem ég er því miður ekki sáttur við og mér finnst hann hafa hlaupið á sig í þessum efnum. Ég ítreka það að sérsamböndin eru í sambandi við yfirvöld og það er þeirra að ákveða hvort leikir fari fram eða ekki,“ sagði Böðvar. Þessi yfirlýsing frá Brynjari breytir engu með leikinn á morgun þar sem Íslandsmeistarar KR taka á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í Frostaskjóli. „Að sjálfsögðu fer þessi leikur fram nema að það gerist eitthvað í dag eða á morgun eða að eitthvað annað komi í ljós. Það er ekki KR-inga að ákveða það hvort leikurinn fari fram eða ekki. Það er auðvitað KKÍ eins og HSÍ, KSÍ og öll þessi sérsambönd. Það er þeirra að taka ákvörðun í samráði við yfirvöld,“ sagði Böðvar en ætlar hann að reyna að sannfæra Brynjar um að breyta ákvörðun sinni. „Ég heyrði í honum áðan. Hann er þarna að gefa út persónulega yfirlýsingu á sinni persónulegu fésbókarsíðu. Hann gerir það án þess að vera í samráði við mig eða stjórn deildarinnar. Hann verður þá bara að standa og falla með því,“ sagði Böðvar. „Þessi veira er staðreynd. Brynjar er samt starfsmaður KR. Það myndi nú heyrast hljóð úr horni ef starfsmaður einhvers banka eða stórfyrirtækis myndi taka það upp á eigin spýtur að fara í fjölmiðla og segjast ekki ætla að mæta í vinnuna útaf þessum faraldri. Sá hinn sami eða hin sama væri búin að missa vinnuna á núll einni,“ sagði Böðvar en hann ætlar þó ekki að reka Brynjar. „Við öndum með nefinu og erum bara róleg í þessum efnum. Auðvitað fylgjumst við grannt með framvindu mála og förum eftir einu og öllu ef eitthvað breytist. Þá er það bara gert í gegnum okkar sérsamband, KKÍ,“ sagði Böðvar.
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00