Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2020 17:30 Töluverðar breytingar verða gerðar á lögum um mannanöfn nái frumvarpið fram að ganga. Vísir/Vilhelm Halldór Ármann Sigurðsson, fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Það sé mikið fagnaðarefni og framfaraskref verði frumvarpið að lögum. Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur segir núgildandi lög um mannanöfn fela í sér mannréttindabrot. Þetta kemur fram í umsögnum Halldórs og Eiríks um frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda en umsagnafrestur rennur út í dag. Auk þess að hafa gegnt formennsku í mannanafnanefnd átti Halldór jafnframt sæti í nefnd sem samdi frumvarp að núgildandi lögum um mannanöfn sem samþykkt voru árið 1996. „Það er löngu kominn tími til að gerbreyta lögunum, eins og nú er lagt til. Við sem áttum sæti í frumvarpsnefndinni 1994–1996 lögðumst gegn ættarnöfnum, töldum þau vera ógn við íslenska kenninafnasiðinn. En þetta var missýn,“ skrifar Halldór meðal annars í umsögn sinni. „Það er ótækt í nútímaþjóðfélagi að stjórna nöfnum, þar með töldum ættarnöfnum, með lagaboði nema að ákaflega takmörkuðu leyti,“ skrifar Halldór ennfremur en meðal þess sem boðað er í frumvarpinu er að ættarnöfn verði leyfð að nýju. Halldór kveðst þeirrar skoðunar að best og einfaldast værir „að hafa engar hömlur á ættarnöfnum en treysta þess í stað á dómgreind og smekkvísi almennings.“ Frestur til að skila inn umsögn í samráðsgátt um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um mannanöfn rennur út í dag.Vísir/Vilhelm Þá tekur hann undir með Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, sem einnig hefur sent inn umsögn um frumvarpið, að ekki verði betur séð en að takmarkanir á notkun ættarnafna feli í sér brot á 65. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir meðal annars að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits, meðal annars, til ætternis. Í umsögn sinni segir Eiríkur frumvarpið vera verulega réttarbót sem „afnemur þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun mannréttindabrot.“ Ensk nöfn geti haft „ófyrirséðar afleiðingar“ fyrir tungumálið Ármann Jakobsson, prófessor í íslensku og formaður Íslenskrar málnefndar, er ekki jafn sannfærður um ágæti frumvarpsins. Í umsögn sinni segir hann frumvarpið þó vera ótvíræða framför frá fyrri frumvörpum af svipuðum toga. Til að mynda sé með þessu frumvarpi gert ráð fyrir meiri ráðgjöf um nöfn en í fyrri frumvörpum. Þá sé gengið út frá íslensku hvað varðar stafsetningu nafna. „Á hinn bóginn dregur frumvarpið úr lögvörn fyrir íslensku sem er þó þjóðtunga og opinbert mál á landinu samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu,“ skrifar Ármann meðal annars í sinni umsögn. „Þó að alloft geti orkað tvímælis hvort einstök nöfn falli að íslensku málkerfi veitti það þó ákveðna viðspyrnu að nefnd sérfróðra úrskurðaði um málið. Nú er gert ráð fyrir að leyft verði að skrá ýmis erlend nöfn sem íslensk og þar með í sjálfu sér ekkert sem hindrar að t.d. ensk nöfn fari að tíðkast hér með ófyrirséðum afleiðingum fyrir tungumálið sjálft,“ segir einnig í umsögn Ármanns. Veltir hann því fyrir sér hvort eðlilegra væri að áfram yrði til mannanafnanefnd eða önnur stjórnvaldsstofnun sem myndi annast ráðgjöf um nafngiftir, þótt lögum yrði breytt. „Þannig verði gengið út frá því að foreldrar vilji helst velja börnum sínum góð og gild íslensk nöfn og að hið opinbera bjóði upp á aðstoð við það enda fjölmargir sérfræðingar til sem geta veitt hana,“ skrifar Ármann um leið og hann segir eðlilegt að frelsi í nafngiftum sé eins mikið og kostur er. Alls hafa borist sex umsagnir um frumvarpið þegar þetta er skrifað, flestar jákvæðar hvað varðar efni frumvarpsins þótt nokkuð sé um athugasemdir hvað varðar einstaka greinar frumvarpsins. Alþingi Mannanöfn Stjórnsýsla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Halldór Ármann Sigurðsson, fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Það sé mikið fagnaðarefni og framfaraskref verði frumvarpið að lögum. Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur segir núgildandi lög um mannanöfn fela í sér mannréttindabrot. Þetta kemur fram í umsögnum Halldórs og Eiríks um frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda en umsagnafrestur rennur út í dag. Auk þess að hafa gegnt formennsku í mannanafnanefnd átti Halldór jafnframt sæti í nefnd sem samdi frumvarp að núgildandi lögum um mannanöfn sem samþykkt voru árið 1996. „Það er löngu kominn tími til að gerbreyta lögunum, eins og nú er lagt til. Við sem áttum sæti í frumvarpsnefndinni 1994–1996 lögðumst gegn ættarnöfnum, töldum þau vera ógn við íslenska kenninafnasiðinn. En þetta var missýn,“ skrifar Halldór meðal annars í umsögn sinni. „Það er ótækt í nútímaþjóðfélagi að stjórna nöfnum, þar með töldum ættarnöfnum, með lagaboði nema að ákaflega takmörkuðu leyti,“ skrifar Halldór ennfremur en meðal þess sem boðað er í frumvarpinu er að ættarnöfn verði leyfð að nýju. Halldór kveðst þeirrar skoðunar að best og einfaldast værir „að hafa engar hömlur á ættarnöfnum en treysta þess í stað á dómgreind og smekkvísi almennings.“ Frestur til að skila inn umsögn í samráðsgátt um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um mannanöfn rennur út í dag.Vísir/Vilhelm Þá tekur hann undir með Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, sem einnig hefur sent inn umsögn um frumvarpið, að ekki verði betur séð en að takmarkanir á notkun ættarnafna feli í sér brot á 65. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir meðal annars að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits, meðal annars, til ætternis. Í umsögn sinni segir Eiríkur frumvarpið vera verulega réttarbót sem „afnemur þá mismunun sem felst í gildandi lögum og er í raun mannréttindabrot.“ Ensk nöfn geti haft „ófyrirséðar afleiðingar“ fyrir tungumálið Ármann Jakobsson, prófessor í íslensku og formaður Íslenskrar málnefndar, er ekki jafn sannfærður um ágæti frumvarpsins. Í umsögn sinni segir hann frumvarpið þó vera ótvíræða framför frá fyrri frumvörpum af svipuðum toga. Til að mynda sé með þessu frumvarpi gert ráð fyrir meiri ráðgjöf um nöfn en í fyrri frumvörpum. Þá sé gengið út frá íslensku hvað varðar stafsetningu nafna. „Á hinn bóginn dregur frumvarpið úr lögvörn fyrir íslensku sem er þó þjóðtunga og opinbert mál á landinu samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu,“ skrifar Ármann meðal annars í sinni umsögn. „Þó að alloft geti orkað tvímælis hvort einstök nöfn falli að íslensku málkerfi veitti það þó ákveðna viðspyrnu að nefnd sérfróðra úrskurðaði um málið. Nú er gert ráð fyrir að leyft verði að skrá ýmis erlend nöfn sem íslensk og þar með í sjálfu sér ekkert sem hindrar að t.d. ensk nöfn fari að tíðkast hér með ófyrirséðum afleiðingum fyrir tungumálið sjálft,“ segir einnig í umsögn Ármanns. Veltir hann því fyrir sér hvort eðlilegra væri að áfram yrði til mannanafnanefnd eða önnur stjórnvaldsstofnun sem myndi annast ráðgjöf um nafngiftir, þótt lögum yrði breytt. „Þannig verði gengið út frá því að foreldrar vilji helst velja börnum sínum góð og gild íslensk nöfn og að hið opinbera bjóði upp á aðstoð við það enda fjölmargir sérfræðingar til sem geta veitt hana,“ skrifar Ármann um leið og hann segir eðlilegt að frelsi í nafngiftum sé eins mikið og kostur er. Alls hafa borist sex umsagnir um frumvarpið þegar þetta er skrifað, flestar jákvæðar hvað varðar efni frumvarpsins þótt nokkuð sé um athugasemdir hvað varðar einstaka greinar frumvarpsins.
Alþingi Mannanöfn Stjórnsýsla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira