Innlent

Hætta vegna snjó­söfnunar undir há­spennu­línu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Snjór hefur m.a. hlaðist upp undir háspennulínu RARIK á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar og er vírinn þar sem hann er lægstur kominn niður fyrir 3 metra.
Snjór hefur m.a. hlaðist upp undir háspennulínu RARIK á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar og er vírinn þar sem hann er lægstur kominn niður fyrir 3 metra. RARIK

RARIK varar við hættu vegna snjósöfnunar undir háspennulínu á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar á Skaga en mikill snjór er nú á Þverárfjalli.

Að því er segir á vefsíðu RARIK hefur snjór meðal annars hlaðist upp á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar og er vírinn þar sem hann er lægstur kominn niður fyrir þrjá metra.

Þá segir að um fleiri kafla á línunni geti verið að ræða og því er fólk sem á leið um svæðið beðið um að sýna varkárni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×