Gagnamagnsgarn til heiðurs Daða og Gagnamagninu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. mars 2020 19:45 Gagnamagnsgarn er nú að slá í gegn hjá prjónafólki því hafin er framleiðsla á sérstöku lituðu grænu garni úr íslenskri ull til heiðurs klæðnaði Daða Freys og hans fólks, sem mun keppa í vor fyrir hönd Íslands í Júrovisjón í Rotterdam í Hollandi. Daði Freyr á mikla tenginu í Ásahreppinn í Rangárvallasýslu því þar búa foreldrar hans og kærastans hans er úr næstu sveit, Skeiða og Gnúpverjahreppi. Eftir að Gagnamagnið sigraði söngvakeppnina um síðustu helgi þá var ákveðið að hefja framleiðslu á grænu Gagnamagnsgarni hjá Uppspuna í Ásahreppi þar sem íslensk ull er lituð í sérstökum potti þannig að rétti græni liturinn náist fram. Hulda Brynjólfsdóttir, sem á og rekur Uppspuna er búin að prjóna sér Gagnamagns ullarsokka og er að prjóna meira, næst verður það líklega húfa eða jafnvel lopapeysa. „Við ákváðum að nýta okkur það að Daði Freyr er alinn upp hér í sveitinni og mamma hans er að vinna hjá mér, þannig að við ákváðum að nýta okkur tengslin og fara í það að búa til garn, Gagnamagnsgarn í réttum lit“, segir Hulda. Hulda er m.a. búin að prjóna sér ullarsokka úr nýja garninu, sem eru merktir Gagnamagninu. Hér er hún skellihlæjandi enda er uppátækið nýstárlegt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hulda er búin að prjóna eitt par af ullarsokkum með rétta græna litnum og þeir eru merktir Gagnamagninu. Framtakið þykir mjög skemmtilegt enda hefur hún fengið mjög jákvæð viðbrögð á nýja Gagnamagnsgarnið og ullarsokkana. „Já, maður verður að hafa gaman að lífinu, gera eitthvað skemmtilegt þannig að við ákváðum að gera þetta. Garnið er 100% hrein ull úr Rangárvallasýslunni, sveitinni hans Daða, þannig að það er farið alla leið í því líka“. Hulda kenndi í sama skóla og Daði Freyr gekk í þegar hann var í grunnskóla en það er Laugalandsskóli í Holtum í Rangárþingi ytra. „Daði Freyr er bara frábær, hann er svo einlægur og yndislegur náungi, gaman af honum, hann er bara eins og hann er, hann er eins og hann kemur fram, það er bara Daði og þau öll, þau eru bara svona náttúrubörn myndi ég segja, Íslendingar í húð og hár“, bætir Hulda við. Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Gagnamagnsgarn er nú að slá í gegn hjá prjónafólki því hafin er framleiðsla á sérstöku lituðu grænu garni úr íslenskri ull til heiðurs klæðnaði Daða Freys og hans fólks, sem mun keppa í vor fyrir hönd Íslands í Júrovisjón í Rotterdam í Hollandi. Daði Freyr á mikla tenginu í Ásahreppinn í Rangárvallasýslu því þar búa foreldrar hans og kærastans hans er úr næstu sveit, Skeiða og Gnúpverjahreppi. Eftir að Gagnamagnið sigraði söngvakeppnina um síðustu helgi þá var ákveðið að hefja framleiðslu á grænu Gagnamagnsgarni hjá Uppspuna í Ásahreppi þar sem íslensk ull er lituð í sérstökum potti þannig að rétti græni liturinn náist fram. Hulda Brynjólfsdóttir, sem á og rekur Uppspuna er búin að prjóna sér Gagnamagns ullarsokka og er að prjóna meira, næst verður það líklega húfa eða jafnvel lopapeysa. „Við ákváðum að nýta okkur það að Daði Freyr er alinn upp hér í sveitinni og mamma hans er að vinna hjá mér, þannig að við ákváðum að nýta okkur tengslin og fara í það að búa til garn, Gagnamagnsgarn í réttum lit“, segir Hulda. Hulda er m.a. búin að prjóna sér ullarsokka úr nýja garninu, sem eru merktir Gagnamagninu. Hér er hún skellihlæjandi enda er uppátækið nýstárlegt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hulda er búin að prjóna eitt par af ullarsokkum með rétta græna litnum og þeir eru merktir Gagnamagninu. Framtakið þykir mjög skemmtilegt enda hefur hún fengið mjög jákvæð viðbrögð á nýja Gagnamagnsgarnið og ullarsokkana. „Já, maður verður að hafa gaman að lífinu, gera eitthvað skemmtilegt þannig að við ákváðum að gera þetta. Garnið er 100% hrein ull úr Rangárvallasýslunni, sveitinni hans Daða, þannig að það er farið alla leið í því líka“. Hulda kenndi í sama skóla og Daði Freyr gekk í þegar hann var í grunnskóla en það er Laugalandsskóli í Holtum í Rangárþingi ytra. „Daði Freyr er bara frábær, hann er svo einlægur og yndislegur náungi, gaman af honum, hann er bara eins og hann er, hann er eins og hann kemur fram, það er bara Daði og þau öll, þau eru bara svona náttúrubörn myndi ég segja, Íslendingar í húð og hár“, bætir Hulda við.
Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira