Gagnamagnsgarn til heiðurs Daða og Gagnamagninu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. mars 2020 19:45 Gagnamagnsgarn er nú að slá í gegn hjá prjónafólki því hafin er framleiðsla á sérstöku lituðu grænu garni úr íslenskri ull til heiðurs klæðnaði Daða Freys og hans fólks, sem mun keppa í vor fyrir hönd Íslands í Júrovisjón í Rotterdam í Hollandi. Daði Freyr á mikla tenginu í Ásahreppinn í Rangárvallasýslu því þar búa foreldrar hans og kærastans hans er úr næstu sveit, Skeiða og Gnúpverjahreppi. Eftir að Gagnamagnið sigraði söngvakeppnina um síðustu helgi þá var ákveðið að hefja framleiðslu á grænu Gagnamagnsgarni hjá Uppspuna í Ásahreppi þar sem íslensk ull er lituð í sérstökum potti þannig að rétti græni liturinn náist fram. Hulda Brynjólfsdóttir, sem á og rekur Uppspuna er búin að prjóna sér Gagnamagns ullarsokka og er að prjóna meira, næst verður það líklega húfa eða jafnvel lopapeysa. „Við ákváðum að nýta okkur það að Daði Freyr er alinn upp hér í sveitinni og mamma hans er að vinna hjá mér, þannig að við ákváðum að nýta okkur tengslin og fara í það að búa til garn, Gagnamagnsgarn í réttum lit“, segir Hulda. Hulda er m.a. búin að prjóna sér ullarsokka úr nýja garninu, sem eru merktir Gagnamagninu. Hér er hún skellihlæjandi enda er uppátækið nýstárlegt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hulda er búin að prjóna eitt par af ullarsokkum með rétta græna litnum og þeir eru merktir Gagnamagninu. Framtakið þykir mjög skemmtilegt enda hefur hún fengið mjög jákvæð viðbrögð á nýja Gagnamagnsgarnið og ullarsokkana. „Já, maður verður að hafa gaman að lífinu, gera eitthvað skemmtilegt þannig að við ákváðum að gera þetta. Garnið er 100% hrein ull úr Rangárvallasýslunni, sveitinni hans Daða, þannig að það er farið alla leið í því líka“. Hulda kenndi í sama skóla og Daði Freyr gekk í þegar hann var í grunnskóla en það er Laugalandsskóli í Holtum í Rangárþingi ytra. „Daði Freyr er bara frábær, hann er svo einlægur og yndislegur náungi, gaman af honum, hann er bara eins og hann er, hann er eins og hann kemur fram, það er bara Daði og þau öll, þau eru bara svona náttúrubörn myndi ég segja, Íslendingar í húð og hár“, bætir Hulda við. Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Gagnamagnsgarn er nú að slá í gegn hjá prjónafólki því hafin er framleiðsla á sérstöku lituðu grænu garni úr íslenskri ull til heiðurs klæðnaði Daða Freys og hans fólks, sem mun keppa í vor fyrir hönd Íslands í Júrovisjón í Rotterdam í Hollandi. Daði Freyr á mikla tenginu í Ásahreppinn í Rangárvallasýslu því þar búa foreldrar hans og kærastans hans er úr næstu sveit, Skeiða og Gnúpverjahreppi. Eftir að Gagnamagnið sigraði söngvakeppnina um síðustu helgi þá var ákveðið að hefja framleiðslu á grænu Gagnamagnsgarni hjá Uppspuna í Ásahreppi þar sem íslensk ull er lituð í sérstökum potti þannig að rétti græni liturinn náist fram. Hulda Brynjólfsdóttir, sem á og rekur Uppspuna er búin að prjóna sér Gagnamagns ullarsokka og er að prjóna meira, næst verður það líklega húfa eða jafnvel lopapeysa. „Við ákváðum að nýta okkur það að Daði Freyr er alinn upp hér í sveitinni og mamma hans er að vinna hjá mér, þannig að við ákváðum að nýta okkur tengslin og fara í það að búa til garn, Gagnamagnsgarn í réttum lit“, segir Hulda. Hulda er m.a. búin að prjóna sér ullarsokka úr nýja garninu, sem eru merktir Gagnamagninu. Hér er hún skellihlæjandi enda er uppátækið nýstárlegt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hulda er búin að prjóna eitt par af ullarsokkum með rétta græna litnum og þeir eru merktir Gagnamagninu. Framtakið þykir mjög skemmtilegt enda hefur hún fengið mjög jákvæð viðbrögð á nýja Gagnamagnsgarnið og ullarsokkana. „Já, maður verður að hafa gaman að lífinu, gera eitthvað skemmtilegt þannig að við ákváðum að gera þetta. Garnið er 100% hrein ull úr Rangárvallasýslunni, sveitinni hans Daða, þannig að það er farið alla leið í því líka“. Hulda kenndi í sama skóla og Daði Freyr gekk í þegar hann var í grunnskóla en það er Laugalandsskóli í Holtum í Rangárþingi ytra. „Daði Freyr er bara frábær, hann er svo einlægur og yndislegur náungi, gaman af honum, hann er bara eins og hann er, hann er eins og hann kemur fram, það er bara Daði og þau öll, þau eru bara svona náttúrubörn myndi ég segja, Íslendingar í húð og hár“, bætir Hulda við.
Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira