Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. mars 2020 18:32 Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis héldu upplýsingafund í dag til að fara yfir útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi og viðbrögðin. „Við áformum að halda áfram með þær aðgerðir sem við höfum verið með í gangi. Það er að segja að greina sýkingar snemma. Beita einangrun og leita að þeim sem að hugsanlega gæti hafa smitast af þessum einstaklingum og setja þá í sóttkví. Þetta eru harðar aðgerðir sem að við erum að beita nú í byrjun til þess að hægja á ferlinu eins mikið og hægt er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur segir nú farið að beina sjónum meira að hópum sem eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Sérstakar leiðbeiningar hafa því verið gefnar út fyrir þann hóp en finn má þær á heimasíðu Landlæknisembættisins. „Þeir sem eru í mestri hættu að fá alvarleg einkenni það eru þeir eldri og áhættan eykst sérstaklega eftir fimmtug en mest í eldri aldurshópum,“ segir Alma Möller landlæknir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/vilhelm Til greina kemur að gefa út tilmæli um að ekki séu haldnar stórar samkomur Nú hafa fimmtíu greinst með veiruna á Íslandi. Sjö af þeim smituðust innanlands. Af þessum fimmtíu sem eru smitaðir er einn á áttræðisaldri. „Þetta er miðaldra hópur mjög mikið og þarna er líka eins árs gamalt barn,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Hann segir barnið hafa veikst á ferð með foreldrum sínum en það sé ekki mikið veikt. Víðir leggur áherslu á að enginn hafi enn veikst alvarlega. Síðustu daga hefur verið hætt við að halda fjölmargar samkomur eins og árshátíðir og einnig íþróttamót barna. Víðir segir samkomubann þó enn ekki hafa verið sett á en slíkt gæti komið til á næstunni. Það myndi hafa mikil áhrif á samfélagið. „Við viljum bara fara betur yfir þetta og vera viss um það að ef við grípum til slíkra aðgerða að þær hafi áhrif á það að draga úr hraða faraldursins en á sama tíma að reyna að valda eins litlu tjóni á samfélaginu og mögulegt er,“ segir Víðir. Hann segir að ef farið verði alla leið í samkomubanni verði skóla- og leikskólahald bannað. Hann segir koma til greina að gefa út almenn tilmæli um að stórar samkomur verði ekki haldnar. „Það er svona eins og margar þjóðir hafa gert. Danir gáfu út í gær tilmæli um það samkomur þar sem þúsund manns kæmu saman að þeim verði hætt. Við erum í dag búin að gefa út tilmæli til þeirra sem eru viðkvæmir eða vinna með viðkvæmum einstaklingum að þeir séu ekki að koma saman en við höfum ekki gengið lengra í bili,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis héldu upplýsingafund í dag til að fara yfir útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi og viðbrögðin. „Við áformum að halda áfram með þær aðgerðir sem við höfum verið með í gangi. Það er að segja að greina sýkingar snemma. Beita einangrun og leita að þeim sem að hugsanlega gæti hafa smitast af þessum einstaklingum og setja þá í sóttkví. Þetta eru harðar aðgerðir sem að við erum að beita nú í byrjun til þess að hægja á ferlinu eins mikið og hægt er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur segir nú farið að beina sjónum meira að hópum sem eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Sérstakar leiðbeiningar hafa því verið gefnar út fyrir þann hóp en finn má þær á heimasíðu Landlæknisembættisins. „Þeir sem eru í mestri hættu að fá alvarleg einkenni það eru þeir eldri og áhættan eykst sérstaklega eftir fimmtug en mest í eldri aldurshópum,“ segir Alma Möller landlæknir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/vilhelm Til greina kemur að gefa út tilmæli um að ekki séu haldnar stórar samkomur Nú hafa fimmtíu greinst með veiruna á Íslandi. Sjö af þeim smituðust innanlands. Af þessum fimmtíu sem eru smitaðir er einn á áttræðisaldri. „Þetta er miðaldra hópur mjög mikið og þarna er líka eins árs gamalt barn,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Hann segir barnið hafa veikst á ferð með foreldrum sínum en það sé ekki mikið veikt. Víðir leggur áherslu á að enginn hafi enn veikst alvarlega. Síðustu daga hefur verið hætt við að halda fjölmargar samkomur eins og árshátíðir og einnig íþróttamót barna. Víðir segir samkomubann þó enn ekki hafa verið sett á en slíkt gæti komið til á næstunni. Það myndi hafa mikil áhrif á samfélagið. „Við viljum bara fara betur yfir þetta og vera viss um það að ef við grípum til slíkra aðgerða að þær hafi áhrif á það að draga úr hraða faraldursins en á sama tíma að reyna að valda eins litlu tjóni á samfélaginu og mögulegt er,“ segir Víðir. Hann segir að ef farið verði alla leið í samkomubanni verði skóla- og leikskólahald bannað. Hann segir koma til greina að gefa út almenn tilmæli um að stórar samkomur verði ekki haldnar. „Það er svona eins og margar þjóðir hafa gert. Danir gáfu út í gær tilmæli um það samkomur þar sem þúsund manns kæmu saman að þeim verði hætt. Við erum í dag búin að gefa út tilmæli til þeirra sem eru viðkvæmir eða vinna með viðkvæmum einstaklingum að þeir séu ekki að koma saman en við höfum ekki gengið lengra í bili,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira