Hvalirnir eru 310 milljarða króna virði; lifandi! Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. mars 2020 10:00 IMF (International Monetary Fund), Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, vinnur ekki aðeins með beinum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í umfangsmiklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft rík áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. IMF hefur varið miklum tíma og fjármunum til að rannsaka loftslagsvána, enda trúlega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Efnahagslega hliðin á þeim vanda er auðvitað hamfarahlýnunin með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja. Nýlega gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni ”Nature’s Solution to Climate Change”; lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Meðal annars leiðir rannsóknin í ljós, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á botn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi og leysist svo upp. Eins leiðir rannsóknin í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og mikið verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna, er tekið með í reikninginn. Niðurstaða IMF er, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, með Kristján Þór Júlíusson í broddi fylkingar, leyfði á síðasta ári dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Skv. ofangreindu verðmati IMF hafa langreyðarnar einar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna. Bæta má 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals 310 milljarðar króna. Önnur hlið á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 1,6 milljón trjáa. Hversu mörg tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Stundum er reynt, að réttlæta þetta dráp með meintu afráni langreyðanna. Þetta er þó út í hött, því langreyðar eru skíðishvalir, sem éta engan fisk. Í ljósi þess, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa á þessari öld verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – að mestu drápsaðferðir og -tækni frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa - og þar með, því miður, Íslandi og Íslendingum öllum - til hneisu og vansæmdar. Menn geta líka spurt sig, hvernig gat æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar stofnunarinnar frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru vísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið eða öfl för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Það er við hæfi, að ljúka þessum pistli með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)).Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
IMF (International Monetary Fund), Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, vinnur ekki aðeins með beinum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í umfangsmiklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft rík áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. IMF hefur varið miklum tíma og fjármunum til að rannsaka loftslagsvána, enda trúlega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Efnahagslega hliðin á þeim vanda er auðvitað hamfarahlýnunin með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja. Nýlega gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni ”Nature’s Solution to Climate Change”; lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Meðal annars leiðir rannsóknin í ljós, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á botn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi og leysist svo upp. Eins leiðir rannsóknin í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og mikið verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna, er tekið með í reikninginn. Niðurstaða IMF er, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, með Kristján Þór Júlíusson í broddi fylkingar, leyfði á síðasta ári dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Skv. ofangreindu verðmati IMF hafa langreyðarnar einar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna. Bæta má 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals 310 milljarðar króna. Önnur hlið á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 1,6 milljón trjáa. Hversu mörg tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Stundum er reynt, að réttlæta þetta dráp með meintu afráni langreyðanna. Þetta er þó út í hött, því langreyðar eru skíðishvalir, sem éta engan fisk. Í ljósi þess, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa á þessari öld verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – að mestu drápsaðferðir og -tækni frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa - og þar með, því miður, Íslandi og Íslendingum öllum - til hneisu og vansæmdar. Menn geta líka spurt sig, hvernig gat æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar stofnunarinnar frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru vísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið eða öfl för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Það er við hæfi, að ljúka þessum pistli með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)).Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun