Fótbolti

17 dagar í Rúmeníuleikinn: Sýna hvernig grasið lítur út undir hitadúknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var ellefu stiga hiti undir dúknum um helgina.
Það var ellefu stiga hiti undir dúknum um helgina. Mynd/Instagram/laugardalsvollur
Hitadúkurinn yfir Laugardalsvellinum býr til fínustu voraðstæður fyrir grasið á vellinum þrátt fyrir að úti sé nístandi kuldi. Þetta sýndu starfsmenn Laugardagsvallar með hitamæli í gær.

Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum.

Ein af stóru spurningunum fyrir leikinn á móti Rúmeníu er ástand leikvallarins sem þarf nú að hýsa leik tveimur mánuðum fyrr en vanalega er byrjað að spila á honum. Knattspyrnusamband Íslands þurfti því að kalla til sérfræðinga erlendis frá til að gera völlinn kláran fyrir 26. mars.

Fyrir aðeins viku síðan var þykkt snjólag yfir vellinum en nú er hann að grænka undir hitadúknum.



 
 
 
View this post on Instagram
Very very busy days - thanks to all that helped us

A post shared by Laugardalsvöllur (@laugardalsvollur) on Mar 8, 2020 at 5:34am PDT





Það hafa verið miklar annir hjá starfsmönnum Laugardalsvallar síðustu daga þar sem þeir hafa aðstoðað starfsmenn Sports & Stadia við að setja upp hitadúkinn.

Mesta vinna starfsmanna vallarins fór í að gera sjálfan leikvöllinn tilbúinn fyrir uppsetninguna á hitadúknum en það þurfti að losa mikinn snjó af vellinum sem þurfti að gera með handafli til að skemma ekki völlinn.





Hitadúkurinn eða pulsan eins og hann er kallaður fór síðan upp á föstudaginn.

Í gær, sunnudag, settu starfsmenn Laugardalsvallarins inn myndir af grasinu undir dúknum inn á Instagram síðu sína.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem voru teknar undir dúknum og komu inn á Instagram síðu Laugardalsvallar.

Mynd/Instagram/laugardalsvollur
Mynd/Instagram/laugardalsvollur
Mynd/Instagram/laugardalsvollur
Mynd/Instagram/laugardalsvollur
Þar má sjá að grasið er fjarska grænt en á eftir að taka mun betur við sér við þessar fínu aðstæður en það er ellefu gráðu hiti undir dúknum eins og mátti sjá á hitamæli hjá starfsmanni Laugardalsvallar.

Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×