Smitum fækkar hratt í Kína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2020 07:39 Fjörutíu ný smit hafa verið staðfest í Kína síðasta sólarhringinn. Vísir/getty Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. Þetta eru stóru línurnar í þróun útbreiðslunnar á síðasta sólarhring. Alls hafa yfir 110 þúsund tilfelli nú verið staðfest á heimsvísu. Tilfellum í Bandaríkjunum hefur fjölgað talsvert á síðasta sólarhring en staðfest smit eru nú 565. Veiran hefur dregið minnst tuttugu og einn til dauða þar vestra. New York og Kalifornía hafa farið verst út úr faraldrinum en að minnsta kosti átta ríki hafa lýst yfir neyðastigi. Tveir þingmenn repúblikanaflokksins, Ted Cruz og Paul Gosar, eru í sóttkví eftir að hafa báðir umgengist einstakling sem reyndist sýktur. Betri fréttir fást aftur á móti frá Kína þar sem tilfellum hefur loks tekið að fækka. Fjörutíu ný smit hafa verið staðfest í landinu síðasta sólarhringinn sem er lægsta tala sem kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið frá sér á innan við sólarhring síðan yfirvöld hófu að birta tölur yfir smit í janúar. Ítalía hefur sem kunnugt er farið verst út úr faraldrinum en 7.300 hafa greinst með veiruna og 366 látið lífið. Forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti ítölsku þjóðinni árla sunnudags að um það bil fjórðungur þjóðarinnar yrði settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur verið tekið í gildi í Langbarðalandi auk fjórtán annarra sýsla í mið- og norðurhluta landsins. Frönsk stjórnvöld hafa nú bannað samkomur þar sem fleiri en þúsund manns eða fleiri koma saman. Þetta tilkynnti Olivier Véran heilbrigðisráðherra landsins í dag. Stjórnvöld höfðu áður bannað samkomur þar sem fimm þúsund eða fleiri komu saman innandyra. Tólf hundruð og níu tilfelli hafa verið staðfest í Frakklandi og nítján dauðsföll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum hefur dregist saman og tilfellum fækkað í Asíu á síðasta sólarhring en ástandið í Evrópu og Bandaríkjunum heldur áfram að versna. Þetta eru stóru línurnar í þróun útbreiðslunnar á síðasta sólarhring. Alls hafa yfir 110 þúsund tilfelli nú verið staðfest á heimsvísu. Tilfellum í Bandaríkjunum hefur fjölgað talsvert á síðasta sólarhring en staðfest smit eru nú 565. Veiran hefur dregið minnst tuttugu og einn til dauða þar vestra. New York og Kalifornía hafa farið verst út úr faraldrinum en að minnsta kosti átta ríki hafa lýst yfir neyðastigi. Tveir þingmenn repúblikanaflokksins, Ted Cruz og Paul Gosar, eru í sóttkví eftir að hafa báðir umgengist einstakling sem reyndist sýktur. Betri fréttir fást aftur á móti frá Kína þar sem tilfellum hefur loks tekið að fækka. Fjörutíu ný smit hafa verið staðfest í landinu síðasta sólarhringinn sem er lægsta tala sem kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa gefið frá sér á innan við sólarhring síðan yfirvöld hófu að birta tölur yfir smit í janúar. Ítalía hefur sem kunnugt er farið verst út úr faraldrinum en 7.300 hafa greinst með veiruna og 366 látið lífið. Forsætisráðherra Ítalíu tilkynnti ítölsku þjóðinni árla sunnudags að um það bil fjórðungur þjóðarinnar yrði settur í sóttkví en strangt ferðabann hefur verið tekið í gildi í Langbarðalandi auk fjórtán annarra sýsla í mið- og norðurhluta landsins. Frönsk stjórnvöld hafa nú bannað samkomur þar sem fleiri en þúsund manns eða fleiri koma saman. Þetta tilkynnti Olivier Véran heilbrigðisráðherra landsins í dag. Stjórnvöld höfðu áður bannað samkomur þar sem fimm þúsund eða fleiri komu saman innandyra. Tólf hundruð og níu tilfelli hafa verið staðfest í Frakklandi og nítján dauðsföll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira