LeBron James mun neita að spila ef áhorfendur fá ekki að mæta á NBA leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 22:45 LeBron James og Rajon Rondo eftir leikinn á móti Clippers í nótt. Getty/ Harry How Kórónuveiran er þegar farin að hafa mikil áhrif á íþróttaviðburði í Evrópu og Asíu en nú eru Bandaríkjamenn líka að skoða hvað þeir þurfa að gera í sínum málum. Stórir mannfögnuðir auka mikið líkurnar á smiti og íþróttakappaleikir falla vissulega undir slíka viðburði. Kappleikir á Ítalíu og í Danmörku fóru fram án áhorfenda um helgina. NBA deildin í körfubolta íhugar það að spila leikina án áhorfenda til að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Ein stærsta stjarna deildarinnar tekur það hins vegar ekki í mál."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron James on the possibility of playing games without fans in attendance due to Coronavirus concerns. (: @SportsCenter)pic.twitter.com/kknbaZohJ3 — Front Office Sports (@frntofficesport) March 7, 2020LeBron James var spurður út í þann möguleika að leika fyrir luktum dyrum eftir leik Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks. LeBron James hefur engan áhuga á að spila fyrir framan tóma stúku og tók ekki vel í þessa framtíðarsýn blaðamanna sem báru þennan möguleika undir hann."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron on possibly playing NBA games without any fans in attendance due to coronavirus outbreak. pic.twitter.com/Ee5XMQ40X6 — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2020 „Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn mættir. Þá mun ég ekki spila,“ sagði LeBron James meðal annars. LeBron James sagði líka að það sé hans starf að skemmta áhorfendum. Ef hann mætir í tíma höll þá myndi það taka mikið frá hans innri hvöt til að spila. „Ég spila fyrir áhorfendurna. Ég spila fyrir liðsfélagana mína og ég spila fyrir stuðningsmennina. Um það snýst þetta. Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn þar þá mun ég ekki spila. Þeir geta gert það sem þeim sýnist,“ sagði LeBron James. LeBron James átti tvo frábæra leiki um helgina og áhorfendur í sigrum Lakers á Milwaukee Bucks og Los Angeles Clippers fengu mikinn fyrir sinn snúð. Í sigrinum á Milwaukee Bucks var LeBron James með 37 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar en í sigrinum á Los Angeles Clippers var hann með 28 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar. NBA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Kórónuveiran er þegar farin að hafa mikil áhrif á íþróttaviðburði í Evrópu og Asíu en nú eru Bandaríkjamenn líka að skoða hvað þeir þurfa að gera í sínum málum. Stórir mannfögnuðir auka mikið líkurnar á smiti og íþróttakappaleikir falla vissulega undir slíka viðburði. Kappleikir á Ítalíu og í Danmörku fóru fram án áhorfenda um helgina. NBA deildin í körfubolta íhugar það að spila leikina án áhorfenda til að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Ein stærsta stjarna deildarinnar tekur það hins vegar ekki í mál."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron James on the possibility of playing games without fans in attendance due to Coronavirus concerns. (: @SportsCenter)pic.twitter.com/kknbaZohJ3 — Front Office Sports (@frntofficesport) March 7, 2020LeBron James var spurður út í þann möguleika að leika fyrir luktum dyrum eftir leik Los Angeles Lakers á móti Milwaukee Bucks. LeBron James hefur engan áhuga á að spila fyrir framan tóma stúku og tók ekki vel í þessa framtíðarsýn blaðamanna sem báru þennan möguleika undir hann."If I show up to an arena and there ain't no fans in there, I ain't playing." LeBron on possibly playing NBA games without any fans in attendance due to coronavirus outbreak. pic.twitter.com/Ee5XMQ40X6 — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2020 „Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn mættir. Þá mun ég ekki spila,“ sagði LeBron James meðal annars. LeBron James sagði líka að það sé hans starf að skemmta áhorfendum. Ef hann mætir í tíma höll þá myndi það taka mikið frá hans innri hvöt til að spila. „Ég spila fyrir áhorfendurna. Ég spila fyrir liðsfélagana mína og ég spila fyrir stuðningsmennina. Um það snýst þetta. Ef ég mæti í íþróttahöllina og það eru engir stuðningsmenn þar þá mun ég ekki spila. Þeir geta gert það sem þeim sýnist,“ sagði LeBron James. LeBron James átti tvo frábæra leiki um helgina og áhorfendur í sigrum Lakers á Milwaukee Bucks og Los Angeles Clippers fengu mikinn fyrir sinn snúð. Í sigrinum á Milwaukee Bucks var LeBron James með 37 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar en í sigrinum á Los Angeles Clippers var hann með 28 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum